Fólk glímir enn við fjölþætt einkenni mánuðum eftir veikindin Þótt einkennum fækki og dragi úr styrkleika þá er fólk sem smitaðist af kórónuveirunni engu að síður að glíma við fjölþætt einkenni mánuði eftir veikindin. Hafi þetta áhrif á daglegt líf, sem lýsi sér einkum í þreytu, mæði og verkjum. Fyrstu niðurstöður íslenskrar rannsóknar á Landspítala ogHáskóla Íslands benda til þessa. 8.10.2020 12:00
„Fólki er misboðið“ Ríflega átta af hverjum tíu starfsmönnum álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum. Trúnaðarmaður segir að starfsfólki sé misboðið. 7.10.2020 20:17
312 fyrirtæki fengið ríkisstuðning vegna uppsagna starfsfólks Ríkissjóður hefur greitt tæpa 9,4 milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá 312 fyrirtækjum. Stuðningurinn hækkar um 1,4 milljarða milli mánaða og 40 fyrirtæki bætast við. 7.10.2020 15:01
Starfsfólk álversins í Straumsvík ætlar í verkfall 81% starfsmanna Álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum en atkvæðagreiðslunni lauk um hádegi. 7.10.2020 14:58
Spáir því að starfsmenn greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum Trúnaðarmaður hjá Álverinu í Straumsvík telur að meirihluti starfsfólks greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag. 7.10.2020 11:42
Segir óhjákvæmilegt að einhver ferðaþjónustufyrirtæki verði gjaldþrota Forsætisráðherra segir að ekki verði hjá því komist að einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu verði gjaldþrota á næstu mánuðum en aðgerðum ríkistjórnarinnar sé þó ekki lokið. 27.9.2020 19:00
Gjörbylting í meðferð krabbameina Gjörbylting hefur orðið síðustu ár í meðferð krabbameinsveikra með nýjum líftæknilyfjum. Maður sem greindist með alvarlegasta stig krabbameins sem hafði dreift sér, læknaðist eftir slíka meðferð. 25.9.2020 19:00
Boðar alvarleg átök á vinnumarkaði verði lífskjarasamningum sagt upp Formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík boðar alvarleg átök á vinnumarkaði fari svo að forsendur lífskjarasamningana verði metnar brostnar. Mörg fyrirtæki gangi vel þrátt fyrir áföll í ferðaþjónustugeiranum. 24.9.2020 13:00
Fjórtán í sektarmeðferð vegna brota á sóttvarnarreglum Mál fjórtán einstaklinga og fyrirtækja hafa farið í sektarmeðferð vegna brota á sóttvarnarreglum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra. 24.9.2020 12:49