ÍE vildi ekki skriflegan samning Verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu segir að vegna vinsælda landsins þurfi annað hvort að gefa fleiri þjóðum undanþágur fyrir skimun eða aflýsa flugi. Íslensk erfðagreining hafi verið mótfallinn því að skriflegur samningur yrði gerður um skimun á landamærum. 13.7.2020 18:30
Villtir kettir fái lengra líf Tilveruréttur viltra katta á Íslandi yrði í fyrsta skipti viðurkenndur ef breyting á reglugerð um velferð gæludýra nær fram að ganga. En forleifauppgröftur hefur sannað að kötturinn hefur fylgt Íslendingum allt frá landnámi. Dýraverndunarsamtök hafa barist fyrir málinu í sex ár. 12.7.2020 18:57
Tóku niðurstöður skimunar í Frakklandi gilda Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekið var í Frakklandi gilt fyrir farþega sína í gær þar sem niðurstaða úr skimun hér dróst á langinn. 12.7.2020 12:20
Þrettán þúsund skjálftar frá því að hrinan hófst Veðurstofan varar enn við því að stór skjálfti allt upp að sjö stigum gæti riðið yfir við mynni Eyjafjarðar. 12.7.2020 11:40
Gersemar unnar við ofn úr hrossataði „Glerperlur voru gull og gimsteinar á víkingaöld. Þær voru notaðar sem gjaldmiðill og miðað við magnið sem ég er með á mér hefði ég verið höfingjafrú eða völva,“ segir Fanndís Huld Valdimarsdóttir sem sýndi krökkum á Landnámssýningunni í dag hvernig gler er brætt og mótað í perlur yfir opnum eldi. 11.7.2020 20:00
Nærri öll skemmtiferðaskipin hafa afboðað komu til Ísafjarðar Nánast öll skemmtiferðaskip sem áætluðu komu til hafna Ísafjarðarbæjar í sumar hafa afboðað. Hafnarstjórinn segir þetta eitt mesta tekjufall sem hafnir á landinu verða fyrir í sumar. 11.7.2020 14:00
Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11.7.2020 12:22
„Með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella“ Þess var minnst á Þingvöllum í dag að hálf öld er liðin frá því forstætisráðherrahjónin fórust ásamt dóttursyni sínum þegar eldur kom upp í sumarbústað ráðherrans. 10.7.2020 19:18
Mikil óvissa meðal nemenda sem stefna á nám í útlöndum Stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis ráðleggur fólki að fara ekki út í nám nema tryggt sé að skólarnir taki á móti nemendum. Námsmaður sem stundar nám í Bandaríkjunum segir mikla óvissu einkenna næsta skólaár og óvíst hvort hann kemst aftur út í haust. 7.7.2020 21:00