Vildi ekki vera ráðherra ef það verður stórslys á bráðadeild Formaður velferðarnefndar Alþingis tekur undir með yfirlækni bráðamótttöku Landspítalans um að stórslys geti verið í uppsiglingu þar verði ekkert að gert. 4.1.2020 19:30
Ávöxtun lífeyrisjóðs í fortíð hafi ekki áhrif á framtíðarávöxtun Fólk sem getur valið í hvaða lífeyrissjóð það greiðir ætti ekki að byggja valið á fortíðarávöxtun lífeyrissjóðsins samkvæmt nýrri könnun dósents við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Betra gæti verið að byggja valið á öðrum þáttum eins og samsetningu sjóðsfélaga. 4.1.2020 16:00
Einkenni kulnunar meðal hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra algengari en áður Fimmtungur hjúkrunarfræðinga upplifir alvarleg einkenni kulnunar á Landspítalanum samkvæmt nýbirtri rannsókn sem fór fram í lok árs 2015. Fram kemur að mönnun er ábótavant og þá ætluðu tvöfalt fleiri en í fyrri rannsóknum að hætta í núverandi starfi á næstu 12 mánuðum . Rannsakandi telur að ástandið hafi síst batnað síðan þá. 4.1.2020 13:30
Milljón einstaklingar nýttu sér barnaníðsefni síðunnar Norskur rannsóknarblaðamaður segir að einhverjir notendur séu með notendanöfn sem hljómi kannski íslenskulega. 3.1.2020 23:30
Var vikið úr kennslu við Háskóla Íslands í haust Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar sem hefur gegnt 30% stöðu sem lektor við Háskóla Íslands hefur verið til umfjöllunar þar í nokkra mánuði og var honum honum vikið úr kennslu í haust samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 30.12.2019 15:06
Sautján áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Sautján áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og verður tendrað í flestum þeirra klukkan hálf níu annað kvöld. Þrjú skotsvæði fyrir flugelda hafa verið sérstaklega afmörkuð í Reykjavík á gamlárskvöld eða á Skólavörðuholti þar sem verður að hluta til lokað fyrir umferð, á Klambratúni og Landakotstúni. 30.12.2019 13:30
Erfiðara að hægja sér í miðborginni á nýju ári Öll sjálfvirk almenningssalerni í miðbæ Reykjavíkur verða fjarlægð 1. janúar. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er ennþá verið að vinna í útboðsgögnum vegna reksturs þeirra og endanlega tímasetning á útboð ekki komin. 30.12.2019 12:00
Sá á kvölina sem á völina í klukkumálinu Forsætisráðherra segir að afar góð rök séu fyrir seinkun á klukkunni en einnig fyrir því að halda tímanum óbreyttum. Eftir samráð um málið ætlar hún að leggjast undir feld og tekur svo ákvörðun í málinu á vordögum. 30.12.2019 08:30
Fleiri á bráðamóttökunni yfir jólin en síðustu ár Ríflega tvisvar sinnum fleiri langlegu sjúklingar lágu á bráðamóttöku Landspítalans yfir jólahátíðina en síðustu ár vegna flæðisvanda. Færri komu hins vegar vegna meltingarvandamála yfir hátíðina en oft áður. 27.12.2019 20:45
ASÍ segir að fasteignagjöld hækki umfram lífskjarasamninga í sumum hverfum í nokkrum sveitarfélögum Fasteignagjöld í sumum hverfum í Reykjavík, í Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri hækka langt umfram markmið lífskjarasamninganna á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti ASÍ. Verkefnastjóri þess segir þessar hækkanir vega þungt á almenning. 27.12.2019 16:13