Íbúar á tjaldstæðinu í Laugardal komast ekki á leigumarkað Nokkrir íbúar á tjaldstæðinu í Laugardal hafa búið þar í þrjú ár og segjast ekki hafa kost á að fara á leigumarkað. 26.12.2019 19:33
Ennþá vantar svæði fyrir tuttugu smáhýsi Ekki er búið að finna stað fyrir tuttugu smáhýsi sem borgin hefur látið hanna fyrir fólk með sértækar þarfir. Formaður velferðarráðs segir að verið sé að skoða nokkrar staðsetningar. Deiliskipulagsferli hafi tafið fyrir og þá hafi komið fram áhyggjur hjá íbúum. 26.12.2019 19:00
Áfram leitað að Rima Grunskyté Björgunarsveitin Víkverji hóf að leita að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur fyrir um klukkustund og taka tólf manns þaðan þátt í leitinni í dag. 26.12.2019 11:40
Örtröð í hundasnyrtingu fyrir jólin Sífellt fleiri eiga hunda og finnst að þeir eigi ekki síður að vera hreinir og fínir um jólin en aðrir í fjölskyldunni. 22.12.2019 21:00
Ef gefa á dýr í jólagjöf þarfnast það undirbúnings og ábyrgðar Formaður dýraverndarsambands Íslands varar við því að fólk gefi dýr óvænt í jólagjöf. Slíkt þurfi að undirbúa vel. Dýrin séu skyni gæddar verur sem þurfi að taka ábyrgð á. 21.12.2019 21:15
Skáluðu fyrir nýrri Óðinsgötu Nýjar stofnlagnir snjóbræðslu eru í götu og gangstéttum á Óðinsgötu og greiðfærara er fyrir gangandi vegfarendur eftir breytingar. Eigendur og starfsfólk reksturs í götunni fagnaði opnun hennar í dag. 17.12.2019 18:30
Rafmagnsleysið hafði víðtæk áhrif á heilsugæslustöðvar sem eru án varaafls Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að rafmagnsleysið sem varð í kjölfar óveðursins í síðustu viku hafi haft víðtæk áhrif á heilbrigðisþjónustuna þar. Engin varaaflsstöð sé til að mynda á Dalvík sem hafi haft víðtæk áhrif á þjónustuna. 16.12.2019 00:00
Fastlaunasamningum allra stétta verður sagt upp á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans telur að hægt verði að spara hundruð milljóna króna þegar búið verður að segja upp fastlaunasamningum á spítalanum. 10.12.2019 06:30
Þrjár konur búnar að sækja um og einn karl gerir ráð fyrir umsókn Þrjár konur hafa staðfest við fréttastofu að hafa sent inn umsókn um stöðu útvarpsstjóra. Einn í viðbót sem svaraði í morgun gerir ráð fyrir að senda inn umsókn í dag en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti. 9.12.2019 14:00
Mikilvægt fyrir næsta útvarpsstjóra að þjóðin fái að sjá hverjir aðrir sóttu um stöðuna Menntamálaráðherra telur að stjórn RÚV eigi að birta lista yfir umsækjendur um starf útvarpsstjóra. Það snúist um gagnsæi og opna stjórnsýslu. Formaður stjórnar RÚV segir að afstaðan til málsins hafi ekkert breyst. 8.12.2019 20:30