fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Fáránleg tímasetning“ á launahækkun bankastjóra

Framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir félagsmenn undrandi á launahækkun bankastjóra Landsbankans á meðan erfiðir kjarasamningar standi yfir. Á sama tíma haldi hagræðingar áfram í bönkunum sem bitni einkum á eldri konum með langan starfsaldur. Stjórnendur bankanna ættu að sýna meiri samfélaglega ábyrgð.

Engin ein ákveðin einkenni hjá þeim sem stunda mansal

Mansal er mikið hér á landi að sögn yfirlögfræðings hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mest sé hætta á mansali þar sem vöntun er á vinnuafli. Hún telur þörf á að færa löggjöf um mansal hér á landi nær evrópskum stöðlum þar sem það nær yfir víðtækari misnotkun á fólki.

Hratt versnandi veður fram á kvöld

Veður fer hratt versnandi fram á kvöld, einkum sunnan til á landinu, að því er fram kemur í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Ráðleggur fólki að standa upp og hreyfa sig á hálftíma fresti

Kyrrseta er sterkur áhættuþáttur ýmissa lífstílssjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, kransæðsjúkdóma og sykursýki. Helga Margrét Skúladóttir hjartalæknir ráðleggur fólki að forðast kyrrsetu og standa að minnsta kosti upp á hálftíma fresti og hreyfa sig. Ekki sé nóg að fara bara í ræktina en hreyfa sig ekkert á öðrum tíma dagsins.

Sakar Jón Baldvin um lygar

Frásagnir tuttugu og þriggja ónafnfgreindra kvenna um kynferðisbrot og áreiti Jóns Baldvins Hannibalssonar koma fram á bloggsíðu sem birtist í morgun. Hann neitar að hafa beitt kynferðislegri misbeitingu og segir um róg og níð að ræða. Talskona hópsins segir hann ljúga.

Fagnar því að braggamálið tefji fyrir meirihlutanum

Minnihlutinn í borginni ætlar að halda gagnrýni sinni á braggamálið til streitu. Óskað er eftir skýringum á greiðslum vegna framkvæmdanna sem hafi verið án heimilda. Þá er farið er fram á að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Oddviti Miðflokksins fagnar því að málið tefur fyrir meirihlutanum.

Sjá meira