Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. apríl 2019 19:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. Árið 2016 gerði Velferðaráðuneytið samning við heilbrigðisstofnanir á landinu um að átak yrði gert til að fækka sjúklingum á biðlistum eftir liðskipta-og augasteinaaðgerðum og hjartaþræðingu. Átakið var til þriggja ára og lauk í desember 2018. Landlæknisembættið hefur fylgst með átakinu og í síðustu úttekt kemur fram að í október biðu 703 eftir liðskiptum á hné og 337 á mjöðm. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kveðst bíða eftir næstu úttekt og eftir það verði næstu skref ákveðin. „Ég hef beðið Landlæknisembættið að gera úttekt á því hvernig þetta átak hefur gengið þá að fækka á biðlistum og vonast til að ég fái hana í hendur fljótlega og mun skoða áframhaldið eftir það,“ segir Svandís. Í fréttum undanfarið hefur komið fram mikil gagnrýni á að biðtíminn sé ennþá alltof langur og dæmi um að fólk þurfi að bíða í rúmt ár þó það sé orðið óvinnufært.Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa til að mynda gagnrýnt að fólk sé sent til Svíþjóðar í liðskiptaaðgerð, en kostnaðurinn við það getur farið í þrjár milljónir meðan hægt er að gera slíka aðgerð hjá sjálfstætt starfandi læknum fyrir tólf hundruð þúsund krónur hér á landi. Svandís vill láta skoða betur hvort fólk sem þarf að fara hvað hraðast í liðskiptaaðgerðir komist á undan öðrum í slíkar aðgerðir. „Ég er enn ekki fyllilega sannfærð um að fólk sem þarf að fara nauðsynlega fljótt í aðgerð komist alltaf fyrst að og vil láta kanna það betur,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. Árið 2016 gerði Velferðaráðuneytið samning við heilbrigðisstofnanir á landinu um að átak yrði gert til að fækka sjúklingum á biðlistum eftir liðskipta-og augasteinaaðgerðum og hjartaþræðingu. Átakið var til þriggja ára og lauk í desember 2018. Landlæknisembættið hefur fylgst með átakinu og í síðustu úttekt kemur fram að í október biðu 703 eftir liðskiptum á hné og 337 á mjöðm. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kveðst bíða eftir næstu úttekt og eftir það verði næstu skref ákveðin. „Ég hef beðið Landlæknisembættið að gera úttekt á því hvernig þetta átak hefur gengið þá að fækka á biðlistum og vonast til að ég fái hana í hendur fljótlega og mun skoða áframhaldið eftir það,“ segir Svandís. Í fréttum undanfarið hefur komið fram mikil gagnrýni á að biðtíminn sé ennþá alltof langur og dæmi um að fólk þurfi að bíða í rúmt ár þó það sé orðið óvinnufært.Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa til að mynda gagnrýnt að fólk sé sent til Svíþjóðar í liðskiptaaðgerð, en kostnaðurinn við það getur farið í þrjár milljónir meðan hægt er að gera slíka aðgerð hjá sjálfstætt starfandi læknum fyrir tólf hundruð þúsund krónur hér á landi. Svandís vill láta skoða betur hvort fólk sem þarf að fara hvað hraðast í liðskiptaaðgerðir komist á undan öðrum í slíkar aðgerðir. „Ég er enn ekki fyllilega sannfærð um að fólk sem þarf að fara nauðsynlega fljótt í aðgerð komist alltaf fyrst að og vil láta kanna það betur,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira