„Við erum með aðgengilegri þjónustu en áður, ódýrari og öruggari“ Heilbrigðisráðherra segir að danska rannsóknarstofan sem heilbrigðisráðuneytið samið við um greiningu leghálssýna sé meðal þeirra fremstu í heiminum. Hún vonar að hægt verði að byggja upp samskonar þekkingu hér á landi. Danska rannsóknarstofan skuldbindi sig að birta niðurstöður innan þriggja vikna frá afhendingu sýna. 22.2.2021 12:45
Tólf ára Eyjapeyi á loðnuvertíð og ætlar að verða skipstjóri Einn yngsti sjómaður landsins lauk fyrsta loðnutúrnum í langan tíma í Vestmannaeyjum í dag. Hann byrjaði sex ára á sjó og á ekki langt að sækja sjómennskuna því bæði pabbi hans og afi hans voru með í túrnum á skipinu Huginn VE55. 22.2.2021 10:40
Telur hagstæðara fyrir ríkissjóð að eiga Íslandsbanka áfram Fyrrverandi ráðherra og dósent við Háskóla Íslands segir að það sé hagstæðara fyrir ríkið að eiga Íslandsbanka og fá áfram arðgreiðslur en að selja hann og borga niður lán. 21.2.2021 20:31
Tillögur enn í mótun en býst við að afhenda ráðherra minnisblað í dag Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir stefnir að því að senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra endanlegt minnisblað í dag þar sem hann mun gera tillögur að næstu afléttingum takmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. 21.2.2021 15:25
Von á tilslökunum á næstu dögum Heilbrigðisráðherra býst við að fá drög að næstu sóttvarnaraðgerðum frá sóttvarnarlækni í dag. Hún gerir ráð fyrir talsverðum tilslökunum. Ekki er búið að ákveða hvort íslenskir ríkisborgarar sem koma til landsins án neikvæðs PCR-prófs verði sektaðir. 21.2.2021 11:58
Mikilvægt að auka jafnræði milli innlendra og erlendra fjölmiðla Formaður nýskipaðs starfshóps stjórnarþingmanna um Ríkisútvarpið segir að áhrif erlendra efnisveitna verði sérstaklega könnuð í vinnunni framundan. Mikilvægt sé að auka jafnræði milli innlendra og erlendra fjölmiðla. 20.2.2021 21:01
Ætla að auka verðmætasköpun og hagsæld með nýrri stefnu Nýsköpunarráðherra kynnir skýrslu á Alþingi í næstu viku sem felur í sér aðgerðir til að bæta samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í atvinnulífinu. Fjölmargir hafa komið að mótun stefnunnar segir verkefnastýra. Stefnan geti skapað ný og spennandi tækifæri fyrir atvinnulífið í landinu. 20.2.2021 19:32
Býst við að Síldarvinnslan verði skráð í Kauphöll í maí Forstjóri Síldarvinnslunar býst við að félagið verði skráð í Kauphöllina í maí. Ekki verða gefin út ný hlutabréf heldur ætli stærstu eigendur að selja af sínum hlutum við skráningu í félaginu. 20.2.2021 13:31
Stefnt á skráningu Síldarvinnslunnar í Kauphöllina Forsvarsmenn Síldarvinnslunnar í Neskaupstað tilkynntu fyrir fáeinum dögum þá ákvörðun sína að hefja skráningu félagsins í Kauphöll. Gangi allur undirbúningur eftir er stefnt að skráningu á fyrri helmingi þessa árs. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta. 20.2.2021 09:59
Telur drónaeftirlit Fiskistofu ólöglegt en fordæmir brottkast Formaður Landssambands smábátaeigenda segir afar mikilvægt að ganga vel um auðlindir þjóðarinnar og fordæmir ólöglegt brottkast. Hann gagnrýnir hins vegar drónaeftirlit Fiskistofu og efast um að það sé löglegt. 19.2.2021 18:46