Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vildi heim­sækja krabba­meins­sjúka móður sína en vísað úr landi

Hvítrússneskum manni sem kom hingað til lands til þess að heimsækja krabbameinssjúka móður sína var vísað til baka úr landi á Keflavíkurflugvelli þar sem lögregla taldi ástæða heimsóknar hans ekki ljósa. Maðurinn var sendur til annarrar borgar en hann kom hingað frá. 

„Ég sé engar staðreyndavillur í þessum þætti“

Ritstjóri Kastljóss segist hafa farið yfir athugasemdir Reykjavíkurborgar við innslagi þáttarins í gær og að hann sjái engar staðreyndavillur í því. Verið sé að vitna í gögn beint af vef borgarinnar og úr fjárfestakynningu Haga. 

Séra Guð­rún kjörin biskup Ís­lands

Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. 

Segja „al­var­legar stað­reynda­villur“ í um­fjöllun Kast­ljóss

Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara hefur sent frá sér athugasemdir vegna þess sem borgaryfirvöld kalla „alvarlegar staðreyndavillur“ í umfjöllun Kastljóss um uppbyggingarreiti og samninga við olíufélög. Villurnar snúi meðal annars að meintri leynd og verðmati á byggingarrétti. 

SA og SSF skrifuðu undir lang­tíma­kjara­samning

Í gær skrifuðu Samtök atvinnulífsins (SA) og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) undir langtímakjarasamning. Samningurinn byggir á samningnum sem undirritaður var við meirihluta félaga á almennum vinnumarkaði í mars. 

Fiska­dauði í einni af mestu sjó­birtings­veiði­ám landsins

Vatnsþurrð er nú í Grenlæk í Landbroti sem er ein mesta sjóbirtingsveiðiá landsins. Við skoðun Hafs og vatns á svæðinu fannst mikið af dauðum sjóbirtingum en efstu hlutar árinnar eru mikilvægar hrygningar- og uppeldisstöðvar fyrir tegundina. 

Kveðst ekki svindla á neinum með happ­drætti sínu

Ástþór Magnússon segir happdrætti sitt þar sem rafbíll er í aðalvinning fara eftir öllum lögum og sé hann með leyfi frá sýslumanni til að reka það. Áttatíu þúsund miðar eru í boði og búið að útbýta tæplega fjögur hundruð þeirra.

Segja var­kárni á­vallt hafa verið Haraldi efst í huga

Aðstandendur flugmannsins Haralds Diego, sem flaug vélinni TF-ABB sem hafnaði í Þingvallavatni í febrúar árið 2022, óska eftir því að friður skapist um málið. Skýrsla Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) byggi á getgátum um hvort mannlegur þáttur hafi valdið slysinu þar sem þrír farþegar, auk Haralds, létu lífið. 

Sjá meira