Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Bjarki Sigurðsson skrifar 27. maí 2025 11:45 Skúli Bragi Geirdal, fjölmiðlafræðingur hjá Fjölmiðlanefnd, telur áhyggjuefni að eingöngu helmingur svarenda hafi treyst íslenskum fjölmiðlum til að segja satt og rétt frá í aðdraganda þingkosninganna 2024. Vísir/Vilhelm Aðeins helmingur landsmanna treysti íslenskum fjölmiðlum til að færa sér réttar upplýsingar og hlutlæga umfjöllun í tengslum við Alþingiskosningarnar í fyrra. Yfir sextíu prósent svarenda í könnun töldu sig hafa orðið vör við falsfréttir í aðdraganda kosninga, flestar frá stjórnmálaflokkunum sjálfum. Þetta kemur fram í skýrslu Fjölmiðlanefndar sem byggð er á könnun Maskínu sem lögð var fyrir dagana eftir kosningar. Eftir kosningarnar 2021 mældist hlutfall þeirra sem töldu sig hafa orðið varir við falsfréttir þar sem var reynt að hafa áhrif á kosningarnar 46 prósent. Nú er það 62 prósent og því 35 prósent aukning milli kosninga. „Það er kannski helst þessi aukning sem við höfum áhyggjur af. Við sjáum að umræða í aðdraganda kosninga er að færast inn á samfélagsmiðla. Og þegar við sjáum að upplifun fólks sé að það sé að sjá falsfréttir sem er verið að beita til að hafa áhrif á kosningarnar, þá höfum við auðvitað áhyggjur af því. Líka þegar stór hluti fólks telur þetta hafa haft áhrif á kosningarnar. Þá erum við með lýðræðið undir. Ég myndi segja að þetta séu niðurstöður sem við þurfum að taka alvarlega,“ segir Skúli Bragi Geirdal, fjölmiðlafræðingur hjá Fjölmiðlanefnd. Flestar falsfréttir frá stjórnmálaflokkunum sjálfum Meirihluti þeirra sem urðu varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar sögðu þær koma frá stjórnmálaflokkunum sjálfum. Tæpur helmingur frá hagsmunasamtökum, 47 prósent frá einstaka stjórnmálamönnum og 38 prósent frá áhrifavöldum. „Það ber auðvitað að hafa í huga að það getur verið rosalega mismunandi í huga fólks hvað er falsfrétt. Það gæti verið að eitthvað sem þau eru ósammála sem þau telja vera falsfrétt,“ segir Skúli. Einungis helmingur treystir íslenskum fjölmiðlum Þá taldi þriðjungur falsfréttirnar koma frá íslenskum fjölmiðlum. Einungis helmingur svarenda sagðist treysta íslenskum fjölmiðlum til að færa sér réttar upplýsingar um kosningarnar. Fimmtán prósent sögðust vantreysta þeim en þriðjungur tók ekki afstöðu. „Maður hefur áhyggjur af því líka að á sama tíma er fólk að sjá falsfréttirnar og upplýsingaóreiðuna á samfélagsmiðlum. Þannig það væri frekar að við ættum að leita til íslenskra fjölmiðla eftir traustum og góðum upplýsingum,“ segir Skúli. Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Skoðanakannanir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Fjölmiðlanefndar sem byggð er á könnun Maskínu sem lögð var fyrir dagana eftir kosningar. Eftir kosningarnar 2021 mældist hlutfall þeirra sem töldu sig hafa orðið varir við falsfréttir þar sem var reynt að hafa áhrif á kosningarnar 46 prósent. Nú er það 62 prósent og því 35 prósent aukning milli kosninga. „Það er kannski helst þessi aukning sem við höfum áhyggjur af. Við sjáum að umræða í aðdraganda kosninga er að færast inn á samfélagsmiðla. Og þegar við sjáum að upplifun fólks sé að það sé að sjá falsfréttir sem er verið að beita til að hafa áhrif á kosningarnar, þá höfum við auðvitað áhyggjur af því. Líka þegar stór hluti fólks telur þetta hafa haft áhrif á kosningarnar. Þá erum við með lýðræðið undir. Ég myndi segja að þetta séu niðurstöður sem við þurfum að taka alvarlega,“ segir Skúli Bragi Geirdal, fjölmiðlafræðingur hjá Fjölmiðlanefnd. Flestar falsfréttir frá stjórnmálaflokkunum sjálfum Meirihluti þeirra sem urðu varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar sögðu þær koma frá stjórnmálaflokkunum sjálfum. Tæpur helmingur frá hagsmunasamtökum, 47 prósent frá einstaka stjórnmálamönnum og 38 prósent frá áhrifavöldum. „Það ber auðvitað að hafa í huga að það getur verið rosalega mismunandi í huga fólks hvað er falsfrétt. Það gæti verið að eitthvað sem þau eru ósammála sem þau telja vera falsfrétt,“ segir Skúli. Einungis helmingur treystir íslenskum fjölmiðlum Þá taldi þriðjungur falsfréttirnar koma frá íslenskum fjölmiðlum. Einungis helmingur svarenda sagðist treysta íslenskum fjölmiðlum til að færa sér réttar upplýsingar um kosningarnar. Fimmtán prósent sögðust vantreysta þeim en þriðjungur tók ekki afstöðu. „Maður hefur áhyggjur af því líka að á sama tíma er fólk að sjá falsfréttirnar og upplýsingaóreiðuna á samfélagsmiðlum. Þannig það væri frekar að við ættum að leita til íslenskra fjölmiðla eftir traustum og góðum upplýsingum,“ segir Skúli.
Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Skoðanakannanir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira