Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2025 14:09 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, fjármálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið og avinnuvegaráðuneytið eru með forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum á sinni könnu. Vísir/Anton Brink Nauðsynlegt er að ráðast í ítarlega greiningu á áhrifum loftslagsaðgerða stjórnvalda til þess að hægt sé að forgangsraða þeim, að mati verkefnisstjórnar stjórnvalda sem lýsir áhyggjum af fjármögnun aðgerðanna. Forgangsaðgerðir ríkisstjórnarinnar eiga að draga úr losun um ríflega hálfa milljón tonna koltvísýrings næsta hálfa áratuginn. Áhyggjum er lýst af fjármögnun loftslagsaðgerða til næstu ára og áratuga í skýrslu verkefnisstjórnar loftslagsaðgerða sem birt var í gær. Verkefnisstjórnin er skipuð fulltrúum ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Jafnvel þótt björtustu sviðsmyndir nýrra loftslagsmarkmiða náist sé líklegt að kostnaður við kaup á losunarheimildum vegna skuldbindinga Ísland við Evrópusambandið nemi verulegum fjárhæðum, allt að ellefu milljörðum króna. Fjárhagslegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum eru gagnvart Evrópusambandinu en ekki Parísarsamningnum sem slíkum. Íslensk stjórnvöld hafa tekið upp þrjú stjórnkerfi ESB um losun; eitt um samfélagslosun, ETS-viðskiptakerfið fyrir stóriðju og alþjóðaflug og LULUFC-kerfið fyrir landnotkun. Markmið Íslands er 41 prósent samdráttur í samfélagslosun fyrir 2030 miðað við árið 2005. Ekki hefur enn verið sett tölulegt markmið vegna landnotkunar. Þá segja stjórnvöld að losun innan ETS-kerfisins sé sameiginlegt markmið ESB, Noregs og Íslands. Þar er stefnt að 62 prósenta samdrætti. Nái Ísland ekki losunarmarkmiðum sínum í þessum kerfum getur það þurft að kaupa svonefndar losunarheimildir til að stoppa upp í gatið í losunarbókhaldinu. Ekki er útlit fyrir að Ísland nái losunarmarkmiði sínu fyrir 2030 miðað við núverandi aðgerðir. Umhverfis- og orkustofnun áætlaði nýlega að kostnaðurinn við það gæti numið um ellefu milljörðum króna. Kostnaðurinn sé þó háður þeim árangri sem náist með loftslagsaðgerðum stjórnvalda og verði á losunarheimildum. „Í ljósi þessa er nauðsynlegt að ítarleg kostnaðar- og ábatagreining verði framkvæmd fyrir allar aðgerðir. Með því má betur forgangsraða aðgerðum eftir hagkvæmni þeirra,“ segir í ábendingum verkefnisstjórnarinnar í skýrslunni. Framreikningar benda til þess að samfélagslosun, þar sem vegasamgöngur, sjávarútvegur og landbúnaður vegur þyngst, dragist saman um 23 prósent fyrir árið 2030 en markmið Íslands er 41 prósent miðað við losun ársins 2005. „Samdráttur hefur ekki verið að fullu í samræmi við áætlanir og má það rekja til breytinga á umfangi og innleiðingarhraða aðgerða,“ segir í skýrslunni. Fimm forgangsverkefni í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum voru lögð fram og samþykkt í ríkisstjórn í september. Þau ná yfir öll þrjú evrópsku losunarkerfin sem Ísland á aðild að; samfélagslosun, losun frá stóriðju og alþjóðaflugi og vegna landnotkunar. Þessar fimm aðgerðir eiga saman að skila að minnsta kosti 532 þúsund tonna samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda ári 2030. Til samanburðar var heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi um ellefu milljónir tonna koltvísýringsígilda í fyrra. Mestu á endurheimt votlendis og skógrækt að skila, um 351 þúsund tonnum næstu fimm árin. Bætt gögn um landnotkun eru einnig talin geta lækkað áætlanir um losun frá landi. Næst kemur rafbílavæðing og hraðari orkuskipti í samgöngum sem eru talin geta skilað 163 þúsund tonna samdrætti til 2030. Þau eiga meðal annars að nást með fjárhagsstuðningi í gegnum Loftslags- og orkusjóði. Fjárfestingar í grænum landbúnaði eiga að skila um átján þúsund tonna samdrætti í losun en þær á einnig að fjármagna í gegnum Loftslags- og orkusjóð. Fimmta forgangsverkefnið er ekki eins fast í hendi og hin. Það snýst um að fanga losun frá staðbundnum iðnaði. Ekki var lagt mat á árangur af slíkum verkefnum sem eru enn á nýsköpunarstigi og óljóst er hvort að verði komin í gagnið á tímabilinu. Endurmat á útfösun jarðefnaeldsneytisbíla Af öðrum verkefnum til innleiðingar er fyrirhuguð útfösun bensín- og dísilbíla sögð í endurmati. Ávinningur af því að byggja upp rafhleðslu- og hreinorkuinnviði í höfnum hefur ekki verið metinn og heldur ekki af almenningssamgöngum á milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar sem ganga fyrir hreinorku. Heldur ekki af kröfu um að jarðvarmavirkjanir fangi og geymi annað hvort eða nýti gróðurhúsalofttegundir frá rekstri sínum. Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Jarðefnaeldsneyti Orkuskipti Tengdar fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Markmið íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun er krefjandi en þau reyna að finna jafnvægi á milli raunsæis og metnaðar, að sögn loftslagsráðherra. Samningamenn Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hafi farið að heiman með þau skilaboð að krefjast afgerandi samdráttar í losun. 20. nóvember 2025 08:02 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira
Áhyggjum er lýst af fjármögnun loftslagsaðgerða til næstu ára og áratuga í skýrslu verkefnisstjórnar loftslagsaðgerða sem birt var í gær. Verkefnisstjórnin er skipuð fulltrúum ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Jafnvel þótt björtustu sviðsmyndir nýrra loftslagsmarkmiða náist sé líklegt að kostnaður við kaup á losunarheimildum vegna skuldbindinga Ísland við Evrópusambandið nemi verulegum fjárhæðum, allt að ellefu milljörðum króna. Fjárhagslegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum eru gagnvart Evrópusambandinu en ekki Parísarsamningnum sem slíkum. Íslensk stjórnvöld hafa tekið upp þrjú stjórnkerfi ESB um losun; eitt um samfélagslosun, ETS-viðskiptakerfið fyrir stóriðju og alþjóðaflug og LULUFC-kerfið fyrir landnotkun. Markmið Íslands er 41 prósent samdráttur í samfélagslosun fyrir 2030 miðað við árið 2005. Ekki hefur enn verið sett tölulegt markmið vegna landnotkunar. Þá segja stjórnvöld að losun innan ETS-kerfisins sé sameiginlegt markmið ESB, Noregs og Íslands. Þar er stefnt að 62 prósenta samdrætti. Nái Ísland ekki losunarmarkmiðum sínum í þessum kerfum getur það þurft að kaupa svonefndar losunarheimildir til að stoppa upp í gatið í losunarbókhaldinu. Ekki er útlit fyrir að Ísland nái losunarmarkmiði sínu fyrir 2030 miðað við núverandi aðgerðir. Umhverfis- og orkustofnun áætlaði nýlega að kostnaðurinn við það gæti numið um ellefu milljörðum króna. Kostnaðurinn sé þó háður þeim árangri sem náist með loftslagsaðgerðum stjórnvalda og verði á losunarheimildum. „Í ljósi þessa er nauðsynlegt að ítarleg kostnaðar- og ábatagreining verði framkvæmd fyrir allar aðgerðir. Með því má betur forgangsraða aðgerðum eftir hagkvæmni þeirra,“ segir í ábendingum verkefnisstjórnarinnar í skýrslunni. Framreikningar benda til þess að samfélagslosun, þar sem vegasamgöngur, sjávarútvegur og landbúnaður vegur þyngst, dragist saman um 23 prósent fyrir árið 2030 en markmið Íslands er 41 prósent miðað við losun ársins 2005. „Samdráttur hefur ekki verið að fullu í samræmi við áætlanir og má það rekja til breytinga á umfangi og innleiðingarhraða aðgerða,“ segir í skýrslunni. Fimm forgangsverkefni í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum voru lögð fram og samþykkt í ríkisstjórn í september. Þau ná yfir öll þrjú evrópsku losunarkerfin sem Ísland á aðild að; samfélagslosun, losun frá stóriðju og alþjóðaflugi og vegna landnotkunar. Þessar fimm aðgerðir eiga saman að skila að minnsta kosti 532 þúsund tonna samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda ári 2030. Til samanburðar var heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi um ellefu milljónir tonna koltvísýringsígilda í fyrra. Mestu á endurheimt votlendis og skógrækt að skila, um 351 þúsund tonnum næstu fimm árin. Bætt gögn um landnotkun eru einnig talin geta lækkað áætlanir um losun frá landi. Næst kemur rafbílavæðing og hraðari orkuskipti í samgöngum sem eru talin geta skilað 163 þúsund tonna samdrætti til 2030. Þau eiga meðal annars að nást með fjárhagsstuðningi í gegnum Loftslags- og orkusjóði. Fjárfestingar í grænum landbúnaði eiga að skila um átján þúsund tonna samdrætti í losun en þær á einnig að fjármagna í gegnum Loftslags- og orkusjóð. Fimmta forgangsverkefnið er ekki eins fast í hendi og hin. Það snýst um að fanga losun frá staðbundnum iðnaði. Ekki var lagt mat á árangur af slíkum verkefnum sem eru enn á nýsköpunarstigi og óljóst er hvort að verði komin í gagnið á tímabilinu. Endurmat á útfösun jarðefnaeldsneytisbíla Af öðrum verkefnum til innleiðingar er fyrirhuguð útfösun bensín- og dísilbíla sögð í endurmati. Ávinningur af því að byggja upp rafhleðslu- og hreinorkuinnviði í höfnum hefur ekki verið metinn og heldur ekki af almenningssamgöngum á milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar sem ganga fyrir hreinorku. Heldur ekki af kröfu um að jarðvarmavirkjanir fangi og geymi annað hvort eða nýti gróðurhúsalofttegundir frá rekstri sínum.
Fjárhagslegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum eru gagnvart Evrópusambandinu en ekki Parísarsamningnum sem slíkum. Íslensk stjórnvöld hafa tekið upp þrjú stjórnkerfi ESB um losun; eitt um samfélagslosun, ETS-viðskiptakerfið fyrir stóriðju og alþjóðaflug og LULUFC-kerfið fyrir landnotkun. Markmið Íslands er 41 prósent samdráttur í samfélagslosun fyrir 2030 miðað við árið 2005. Ekki hefur enn verið sett tölulegt markmið vegna landnotkunar. Þá segja stjórnvöld að losun innan ETS-kerfisins sé sameiginlegt markmið ESB, Noregs og Íslands. Þar er stefnt að 62 prósenta samdrætti. Nái Ísland ekki losunarmarkmiðum sínum í þessum kerfum getur það þurft að kaupa svonefndar losunarheimildir til að stoppa upp í gatið í losunarbókhaldinu. Ekki er útlit fyrir að Ísland nái losunarmarkmiði sínu fyrir 2030 miðað við núverandi aðgerðir. Umhverfis- og orkustofnun áætlaði nýlega að kostnaðurinn við það gæti numið um ellefu milljörðum króna.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Jarðefnaeldsneyti Orkuskipti Tengdar fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Markmið íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun er krefjandi en þau reyna að finna jafnvægi á milli raunsæis og metnaðar, að sögn loftslagsráðherra. Samningamenn Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hafi farið að heiman með þau skilaboð að krefjast afgerandi samdráttar í losun. 20. nóvember 2025 08:02 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira
Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Markmið íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun er krefjandi en þau reyna að finna jafnvægi á milli raunsæis og metnaðar, að sögn loftslagsráðherra. Samningamenn Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hafi farið að heiman með þau skilaboð að krefjast afgerandi samdráttar í losun. 20. nóvember 2025 08:02