Unnið að því að tryggja afkomu Grindvíkinga Unnið er að því að tryggja Grindvíkingum afkomu. Félagsmálaráðherra skoðar málið í samráði við aðra ráðherra. Ríkisstjórnin fundaði í hádeginu. Þar kynntu allir ráðherrar aðkomu sína að aðgerðum svo hægt væri að stilla strengi. Unnið er að því að koma upp samkomustað fyrir Grindvíkinga. 12.11.2023 15:07
Grindvíkingar bíði rólegir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir að viðbragðsaðilar fari nú yfir það hvort að framkvæmanlegt sé að hleypa Grindvíkingum heim að sækja nauðsynjar. Hann biður Grindvíkinga um að bíða, þeir muni fyrstir frétta af gangi mála. 12.11.2023 12:39
„Það er mikil sorg, ótti og kvíði í fólkinu“ Enn er verið að skoða útfærslu á leik- og grunnskólamálum Grindvíkinga. Bæjarstjórinn segir vinnuna í fullum gangi. Samverustund Grindvíkinga fer fram í Hallgrímskirkju í dag. 12.11.2023 11:26
Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. 11.11.2023 19:26
„Hugur minn er allur hjá fólkinu mínu“ Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að hugur sinn sé fyrst og fremst hjá fólkinu sínu í Grindavík vegna atburða gærkvöldsins. Hann segir um að ræða ofboðslegt áfall og er þakklátur fyrir aðstoðina. 11.11.2023 13:04
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna rýmingar og skjálfta Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að rýma Grindavík en fækkað hefur verulega í bænum í kvöld. 10.11.2023 23:06
Stjörnum prýtt skjálftakort Skjálftakort Veðurstofunnar með skjálftum síðustu tveggja sólarhringa er þakið stjörnum. Hver stjarna táknar jarðskjálfta sem var yfir þrír að stærð. 10.11.2023 22:10
Foreldrunum skipt út fyrir nágranna vegna skjálftanna Par í Grindavík segjast ætla að halda sér í bænum þrátt fyrir mikla skjálfta. Þeir áttu von á foreldrum í mat en enduðu með nágrannana við eldhúsborðið vegna skjálftanna. 10.11.2023 21:56
Fáir mættir í fjöldahjálparstöðvarnar Starfsemi fjöldahjálparstöðvanna fer hægt af stað. Þar fá þeir sem mæta skjól, hressingu og sálarhjálp. 10.11.2023 21:29
Tvær virkjanir HS Orku slógu út í skjálftunum HS Orka missti út tvær virkjanir í jarðskjálftunum á Reykjanesskaga í dag. Báðar þeirra eru komnar í rekstur aftur en forstjóri HS Orku segir lítið hægt að gera annað en að bíða þar til hrinunni líkur. 10.11.2023 20:54