Sophia Loren vistuð á spítala Ítalska leikkonan Sophia Loren var í dag send í aðgerð eftir að hafa fallið illa á heimili sínu í Sviss. Mun aðgerðin hafa gengið vel að sögn talsmanns hennar. 25.9.2023 14:10
Nýr eigandi hjá Yrki Gunnar Ágústsson skipulagsfræðingur hefur bæst í eigendahóp Yrki arkitekta þar sem hann hefur starfað síðustu fimm ár. Á sama tíma bætir Yngvi Karl Sigurjónsson arkitekt við hlut sinn í félaginu, en hann hefur verið í eigendahópnum frá 2018. 25.9.2023 13:10
Björgunarsveitin kölluð út vegna barna í feluleik Björgunarsveitir voru kallaðar út við leikskóla í Skerjafirði í Reykjavík eftir að tvö börn fundust ekki. Reyndust þau vera í feluleik í útikennslu á nærliggjandi leikvelli. 25.9.2023 12:17
Hulk Hogan orðinn giftur maður Glímukappinn fyrrverandi Hulk Hogan gekk í það heilaga um helgina. Þetta er í þriðja sinn sem hann gengur í hjónaband en einungis tveir mánuðir eru síðan hann trúlofaðist. 25.9.2023 12:00
Störf Markúsar og Gylfa auglýst til umsóknar Embætti forstjóra tveggja heilbrigðisstofnana hafa verið auglýst til umsóknar. Annar núverandi forstjóra hefur tilkynnt það að hann sé að hætta en hinn hefur greint frá ágreiningi við heilbrigðisráðherra. 25.9.2023 11:36
Þriðjungur ferðast ekki innanlands Þriðjungur Íslendinga ferðaðist ekki innanlands í sumar. Hafa ekki færri ferðast innanlands í að minnsta kosti sautján ár. Því tekjuhærra sem fólk er, því líklegra er að það ferðist innanlands. 25.9.2023 11:21
Víkingur Heiðar fær fimm stjörnur frá The Guardian Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson fær fimm stjörnur frá gagnrýnanda The Guardian fyrir flutning sinn á Goldberg Variations eftir Johann Sebastian Bach. Hlaut Víkingur lófatak sem einungis rokkstjörnur fá segir gagnrýnandinn. 25.9.2023 11:05
Þrír Danir ákærðir í skútumáli Þrír danskir ríkisborgarar hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Eru þeir sagðir hafa reynt að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Munu þeir hafa siglt með fíkniefnin að Íslandsströndum á leið sinni. 25.9.2023 10:33
Vantar einhvern til að halda lífi í líkhúsinu Yfirvöld í Snæfellsbæ munu ekki ráðast í endurbætur á líkhúsi sveitarfélagsins fyrr en einhver finnst sem vill sjá um þjónustuna. Skorað hefur verið á sveitarfélagið að breyta afstöðu sinni. 23.9.2023 08:00
„Geta notað gryfjuna við Árbæjarkirkju, hent okkur ofan í og mokað yfir“ Eldri borgarar í Árbænum eru uggandi yfir orðrómi um hugsanlega lokun félagsmiðstöðvar þeirra. Borgarfulltrúi minnihlutans segir fráleitt eigi þetta við rök að styðjast og kallar eftir betri upplýsingagjöf frá velferðarsviði. 22.9.2023 20:01