Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Um­deild mormónadrottning nýja piparjónkan

Raunveruleikastjarnan Taylor Frankie Paul skaust upp á stjörnuhimininn fyrir nokkrum árum í þáttum um mormónaskvísur í Utah fylki í Bandaríkjunum. Nú mun frægðarsól hennar skína enn skærar því hún var nýverið kynnt inn sem nýjasta piparjónkan eða The Bachelorette í samnefndum raunveruleikaþáttum. 

Í þrjá­tíu ára gömlum fötum af mömmu

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður hjá Sjálfstæðisflokknum, vakti athygli á þingsetningu í gær fyrir mjög einstakan klæðaburð. Hún var ólíklega í hættu á að rekast á annan þingmann í svipaðri múnderingu þar sem klæðin eru þrjátíu ára gömul.

Endur­heimti lífs­gleðina við gerð ostabakkanna

„Í hvert skipti sem ég er að vinna að þessu þá fæ ég hlýtt í hjartað, því í gegnum þetta náði ég að finna ljósið mitt aftur,“ segir lífskúnstnerinn Edda Mjöll Karlsdóttir sem rekur veitingaþjónustuna Eddu-veislu. Eftir erfiða tíma fór þetta ástríðuverkefni Eddu óvænt á flug en blaðamaður ræddi við hana um ævintýrið.

Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn

Tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson og viðskiptafræðingurinn Lára Portal gáfu frumburðinum nafn við hátíðlega athöfn um helgina. Daman kom í heiminn 26. júní og var í skírnarkjól frá foreldrunum.

Heitustu trendin í haust

Víbrur borgarinnar taka nú breytingum, brúnir og rauðir litir eru hægt og rólega að færast í aukana, umferðin er stöðugt að þyngjast, yfirhafnirnar eru komnar upp úr geymslunni og fólk þeytist um á meiri hraða. Haustið er komið í allri sinni dýrð en það er uppáhalds árstíð margra tísku- og rútínuunnenda.

Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt

„Mér finnst mjög gaman að nota fötin mín á alls konar vegu,“ segir Hekla Nína Hafliðadóttir, 25 ára gömul leirlistakona sem rekur Stúdíó Hekla Nína og hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir hönnun sína.

Fá­klædd og flott á dreglinum

Margar af heitustu stjörnum tónlistarbransans komu saman í New York gærkvöldi á verðlaunahátíðinni VMA. Svo virðist sem Bianca Censori hafi haft mikil áhrif á tískuna á dreglinum eftir að hún mætti svo gott sem nakin á Grammy verðlaunin fyrr á árinu þar sem margar stjörnurnar leyfðu holdinu að njóta sín í gær. 

„Hugsa fal­lega til stelpunnar sem ég var þá“

„Ég held sérstaklega mikið upp á skósafnið mitt. Þetta eru skór sem ég hef keypt á nytjamörkuðum víða um heiminn og aðrir skór frá merkjum sem ég held upp á,“ segir hin 21 árs gamla Aníta Ósk, fyrirsæta, sporðdreki og tískudrottning. Aníta hætti í viðskiptafræði og ákvað að elta drauminn en hún flytur til Mílanó í október og hefur nám í skartgripahönnun við listaháskólann IED.

Sjá meira