Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið

Hjúin Sigga Ólafsdóttir og Hilmar Mathiesen hafa sett bjarta og fallega íbúð sína á Tryggvagötu á sölu. Íbúðin er tæplega 85 fermetrar í hjarta miðbæjarins og ásett verð er 93,9 milljónir. 

Kjalar ást­fanginn í tvö ár

Tónlistarmaðurinn Kjalar M. Kollmar söng sig inn í hjörtu landsmanna í Idoli Stöðvar 2 árið 2023 og hafnaði öðru sæti. Hann söng sig þó sérstaklega inn í hjarta sálfræðinemans Mettu Sigurrósar en þau eiga tveggja ára sambandsafmæli í dag. 

Enginn til ama á há­tíðinni

Amerísku tónlistarverðlaunin, betur þekkt sem AMA, voru haldin með pomp og prakt í Las Vegas í gær. Stórstjörnur skörtuðu sínu allra fínasta pússi og fóru margir óhefðbundnar leiðir í klæðaburði en kúrekaþemað er greinilega ennþá sjóðheitt.

Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það

„Ég kom í þetta nám frekar brotin. Það var mjög erfitt að vera komin inn í stjórnað umhverfi eftir að hafa verið í miklu stjórnleysi,“ segir Vigdís Ósk Howser Harðardóttir, sem er hluti af fyrsta árgangi til þess að útskrifast með háskólagráðu í kvikmyndagerð frá íslenskum háskóla. Vigdís hefur komið víða við í listinni og ræddi við blaðamann um lífið og sköpunargleðina.

Kol­féll fyrir New York en sér ís­lenska náttúru í hillingum

„Ef við skoðum ekki gráa svæðið á milli svarts og hvíts verður gjáin manna á milli enn breiðari,“ segir Guðrún Gígja Sigurðardóttir sem var að útskrifast með lögfræðigráðu úr Columbia háskólanum í New York, sem er einn virtasti háskóli í heimi. Hún hefur verið búsett í stórborginni í ár og ræddi við blaðamann um ævintýrin þar.

Sigur Rós í Handmaids Tale

Sjónvarpsserían The Handmaids Tale hefur notið gríðarlegra vinsælda um heim allan og segir vægast sagt óhugnanlega sögu um dystópískan heim Gilead. Framleiðendur þáttanna virðast mjög hrifnir af íslenskri tónlist en hljómsveitin Sigur Rós á lag í nýjustu og jafnframt síðustu þáttaröðinni.

Steldu stílnum af Birgittu Líf á frönsku rívíerunni

Áhrifavaldurinn, markaðsstjórinn, raunveruleikastjarnan og ofurskvísan Birgitta Líf Björnsdóttir geislar í Suður-Frakklandi um þessar mundir. Hún kann greinilega að pakka fyrir skvísufrí og leikur sér með skemmtilega liti í sólinni á rívíerunni.

Segist hafa neyðst til að vera Lauf­ey í beinni út­sendingu

Eflaust hafa margir endrum og eins velt fyrir sér hve þægilegt það væri að geta klónað sig. Tónlistarkonunni Laufeyju Lín hefur ekki tekist það en býr svo vel að eiga tvíburasysturina Júníu sem er næstum því alveg eins. Það virðist hafa verið heppilegt um helgina ef marka má TikTok myndband sem Júnía birti. 

Hjálmar með upp­lyftandi morgunkveðju

Hljómsveitin Hjálmar hefur verið ein ástsælasta hljómsveit landsmanna í áratugi og komið víða fram. Þeir voru í dag að senda frá sér brakandi ferskt lag sem er sannkallaður morgunsmellur.

Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu

Það var líf og fjör í miðbæ Reykjavíkur þegar markaðstorgið Dunda fór í loftið. Um áttatíu manns komu saman og fögnuðu þessu á barnum Nínu og sólin var heiðursgestur partýsins. 

Sjá meira