Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ís­lenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar

Fatahönnuðurinn og listakonan Sól Hansdóttir er stödd á tískuviku í London þar sem hún sýndi nýjustu línuna sína við góðar viðtökur. Vogue blaðakonan Mosha Lundström Halbert lét sig ekki vanta og dró fyrrum forsetafrúna og tískudrottninguna Dorrit Moussaieff með sér á sýninguna.

Sögu­leg rappveisla í Laugar­dalnum

Það hefur vart farið fram hjá fólki að rapparinn Birnir stóð fyrir stórtónleikum í Laugardalshöll síðastliðinn laugardag. Það var uppselt á viðburðinn og flest allar heitustu stjörnur landsins tróðu þar upp. 

„Balí hefur ein­fald­lega stolið hjarta mínu“

„Mér finnst smá fyndið að ég og Brynjar kynntumst fyrst á Balí þegar við vorum bæði í reisu og núna fimm árum seinna búum við hérna saman,“ segir háskólaneminn Tinna Sól Þrastardóttir sem býr á Balí ásamt kærasta sínum Brynjari Haukssyni. Blaðamaður ræddi við hana um lífið úti.

Með sálfræðigráðu á leið í skart­gripa­hönnun í Róm

„Ég syrgi það mjög að búa ekki lengur heima og hafa ekki aðgang að sameiginlega fataskápnum okkar mömmu og pabba,“ segir tískudrottningin og verðandi skartgripahönnuðurinn Karólína Björnsdóttir. Blaðamaður ræddi við hana um tískuna og tilveruna.

Enginn að rífast í partýi á Prikinu

Það var líf og fjör á Prikinu síðastliðinn laugardag þegar tónlistarfólkið Kolbrún Óskarsdóttir og Hrannar Ólafsson, betur þekkt sem Kusk og Óviti, fögnuðu splunkunýrri plötu með útgáfutónleikum og almennilegu djammi.

Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram

„Þetta verður upplifun sem enginn vill lenda í að sjá bara á Instagram morguninn eftir,“ segir píanósnillingurinn Magnús Jóhann Ragnarsson sem stendur fyrir menningarhátíðinni State of the Art í október. Blaðamaður ræddi við hann um mjög svo einstaka dagskrána þar sem barokk og klúbburinn blandast til dæmis saman og tennishöllin verður að dansrými.

Með Banksy í stofunni heima

„Mamma er listsafnari og mjög dugleg að spotta alls konar sniðugt,“ segir klínískri barnasálfræðineminn og listsafnarinn Snæfríður Blær Tindsdóttir sem fékk lítið og mjög svo einstakt verk í gjöf frá móður sinni eftir alræmda listamanninn Banksy.

Stjörnulífið: Dætur Jóns Ás­geirs og Geirs H. Haarde giftu sig

Vikan sem leið var heldur betur viðburðarík hjá stjörnum landsins. Brúðkaup í Sitges og á Ítalíu, stórtónleikar í Laugardalshöll og Bakgarðshlaupið var meðal þess sem stóð mest upp úr. Þá fóru glæsilegustu fimmtugu konur landsins í vinkonuferð til Sitges í leit að senjóritukjólum á meðan Rúrik Gíslason fór í sitt árlega Októberfest-partý hjá ofurfyrirsætunni Heidi Klum í Þýskalandi.

Lítill rappari á leiðinni

Rapparinn og Breiðhyltingurinn Birgir Hákon og kærasta hans Sigríður Birta eiga von á sínu fyrsta barni. Birgir Hákon hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi og fagnaði á dögunum sjö ára edrúmennsku.

Kynlífsmyndband í Ás­mundar­sal

„Ég er svo glaður að vera kominn aftur til Reykjavíkur. Það er ótrúlega verðmætt að fá að vera með sýningu hérna heima,“ segir listamaðurinn Viðar Logi Kristinsson sem hefur unnið náið með tónlistarkonunni Björk undanfarin ár. Hann og kærastinn hans Miles Greenberg eru að opna sýninguna s*x tape.

Sjá meira