Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Reiði meðal lög­reglu­manna

Formaður Landssambands lögreglumanna segir reiði gæta meðal lögreglumanna eftir að fram kom að ríkislögreglustjóri hafi greitt 160 milljónir króna til ráðgjafa yfir fimm ára tímabil. Málið rýri traust almennings til lögreglunnar og hann hefði viljað sjá upphæðina nýtta á betri hátt innan vanfjármagnaðra lögregluembætta.

Lög­reglan vill ná tali af þessu fólki

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fólkinu á meðfylgjandi ljósmyndum. Lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar um málið. 

Mynd­skeiðið segi ekki alla söguna

Eigandi bifreiðar sem keyrði utan í hjólreiðamann við Spöngina í dag segir myndskeið af atvikinu ekki segja alla söguna. Ekki hafi verið ætlunin að keyra svo nálægt hjólinu og hjólreiðamaðurinn áður sýnt árásargirni.

Vand­ræðamál hjá Haf­ró og Land­spítala bera af í fjölda og kostnaði

Íslenska ríkið greiddi mestar bætur vegna starfsmannamála innan Landspítala og Hafrannsóknarstofnunar á árunum 2015 til 2024. Nemur upphæðin um 239 milljónum króna en í heild greiddi ríkið 642 milljónir króna í kjölfar úrskurða eða dóma er varða ágreining, uppsagnir eða brottrekstur opinberra starfsmanna á tímabilinu.

Hlýni á föstu­dag og snjórinn geti horfið í næstu viku

Versta mögulega veðurspá fyrir suðvesturhornið rættist í dag. Viðbragðsaðilar sinntu metfjölda útkalla og um hádegisbil var óskað eftir því að fólk færi heim sem fyrst þar sem appelsínugul viðvörun var í kortunum. Sú viðvörun gilti þó stutt og stytti upp síðdegis.

Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir við­gerðir

Barna- og aðallaug Vesturbæjarlaugar verða opnaðar aftur í fyrramálið en ráðist var í lagfæringar á þeim eftir að málning byrjaði að flagna í kjölfar umfangsmikilla viðhaldsframkvæmda í sumar. Opnunin er tilkynnt með fyrirvara um að veður leyfi.

Karl­maður lést í Bláa lóninu

Karlmaður var úrskurðaður látinn í Bláa lóninu í dag eftir að hafa misst þar meðvitund. Viðbragðsaðilar voru kallaðir á staðinn um miðjan dag og hófu endurlífgunartilraunir á vettvangi en um var að ræða erlendan karlmann á sextugsaldri.

Sjá meira