Forvirkar rannsóknarheimildir, afglæpavæðing neysluskammta og sorgarleyfi Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu, afglæpavæðing neysluskammta fíkniefna og sorgarleyfi foreldra er meðal margra mála sem ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna vill sjá koma til framkvæmda á nýhöfnu þingi. 2.12.2021 17:00
Guðmundur opinberaði glænýjan samskiptamiðil Guðmundur Hafsteinsson, stofnandi og forstjóri Fractal 5, kynnti í dag fyrstu útgáfuna af samskiptamiðlinum Break á Slush, einni stærstu tækniráðstefnu í Evrópu. 2.12.2021 14:59
Ein hópuppsögn í nóvember Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í nóvember þar sem fjórtán starfsmönnum var sagt upp störfum í sérfræði- tækni- og vísindalegri starfsemi. Uppsagnirnar taka flestar gildi á tímabilinu janúar til apríl 2022. 2.12.2021 12:09
Skotið á rúður í fjölbýlishúsum í Kópavogi Lögreglan er nú með til rannsóknar tvö tilvik þar sem skotið var á þrjár rúður í tveimur íbúðum í fjölbýlishúsum í Kórahverfinu í Kópavogi að næturlagi fyrr í vikunni. 2.12.2021 11:38
Pfizer segir að fólk þurfi líklega árlega bólusetningu Dr. Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir líklegt að fólk komi til með að þurfa árlega bólusetningu gegn Covid-19 á næstu árum til að viðhalda góðri vörn gegn kórónuveirunni. 2.12.2021 10:39
Bæta við þremur áfangastöðum Flugfélagið Play hefur bætt Dyflinn á Írlandi, Madríd á Spáni og Brussel í Belgíu við leiðarkerfi sitt. Með þessari viðbót eru áfangastaðir flugfélagsins í Evrópu orðnir 23 talsins. 2.12.2021 09:19
Fjórir slösuðust þegar gömul sprengja sprakk í München Fjórir slösuðust í gær þegar 250 kílógramma sprengja frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar sprakk á byggingarsvæði nærri járnbrautarlínu í München í Þýskalandi. Minnst einn er alvarlega slasaður að sögn yfirvalda en atvikið olli samgöngutruflunum. 2.12.2021 08:45
Telja ekki að sprengjan tengist sendiherrabústað Bandaríkjanna Ekkert hefur komið fram sem bendir til að sprengja sem fannst í ruslagámi við Mánatún í gær tengist sendiráði erlends ríkis, að sögn lögreglu. Sendiherrabústaður Bandaríkjanna er í næsta húsi við gáminn. 1.12.2021 11:56
Fimmtíu milljarða viðsnúningur í viðskiptajöfnuði 13,1 milljarða króna afgangur var á viðskiptajöfnuði við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það er 50 milljarða króna betri niðurstaða en ársfjórðunginn á undan og 12,5 milljarða króna betri en á sama fjórðungi árið 2020. 31,1 milljarða króna halli var á viðskiptajöfnuði við útlönd á öðrum ársfjórðungi 2021. 1.12.2021 11:30
Eldsmiðjan kveður eftir 35 ár Eldsmiðjunni við Suðurlandsbraut verður lokað næsta vor þegar hún víkur fyrir nýjum veitingastað. Um er að ræða seinasta útibú Eldsmiðjunnar sem var á fjórum stöðum snemma árs 2020. Fyrsta Eldsmiðjan var opnuð á Bragagötu árið 1986 en rekstri staðarins var hætt í fyrra. 1.12.2021 10:11