Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Eiður Þór Árnason skrifar 11. desember 2021 23:21 Puseletso Lesofi vinnur að því að raðgreina ómíkron-sýni í Ndlovu rannsóknarmiðstöðinni í bænum Elandsdoorn í Suður-Afríku. AP/Jerome Delay Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. Þó sé of snemmt að segja til um það með fullri vissu þar sem of stuttur tími sé liðinn frá því að nýja afbrigðið kom á sjónarsviðið. Ómíkron-afbrigðið dreifist nú hratt um Suður-Afríku þar sem það var fyrst uppgötvað fyrir tveimur vikum. Læknirinn Unben Pillay hittir nú tugi Covid-sjúklinga á degi hverjum en segist þó ekki hafa þurft að senda neinn á spítala. Hann segir í samtali við AP-fréttaveituna að hið sama eigi við um eldri sjúklinga og þá með heilsufarsvandamál sem geti aukið hættuna á því að þeir veikist alvarlega af Covid-19. Flestir sjúklinga hans hafi jafnað sig á innan við tíu til fjórtán dögum. Á þeim tveimur vikum sem eru nú liðnar frá því að ómíkron-afbrigðið uppgötvaðist hafa fleiri læknar í Suður-Afríku deilt svipuðum sögum. Allir árétta að fleiri vikur þurfi til þess að safna nægilega traustum gögnum. Þessi fyrsta reynsla geti þó veitt einhverjar vísbendingar. Helmingi lægra hlutfall veikist alvarlega Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í landinu hafa um 30% þeirra sjúklinga sem voru lagðir inn á sjúkrahús á seinustu vikum vegna Covid-19 orðið alvarlega veikir. Það er minna en helmingi lægra hlutfall en við upphaf fyrri bylgja faraldursins. Þar að auki er meðallengd sjúkrahúsdvalar nú sögð vera um 2,8 dagar samanborið við átta daga áður. Til viðbótar hafa um 3% þessara sjúklinga látist, samanborið við um 20% í fyrri bylgjum þar í landi. „Eins og er þá bendir nánast allt til þess að afbrigðið valdi vægari sjúkdómi,“ segir Willem Hanekom, forstöðumaður Africa Health Research Institute. „Það er stutt liðið og við þurfum að fá skýrari gögn. Það eru einungis liðnar tvær vikur af þessari bylgju og oft sjáum við spítalainnlagnir og dauðsföll koma síðar.“ Smitstuðullinn aldrei verið hærri Pillay telur vera ástæðu til bjartsýni. Sjúklingar sem leituðu til hans í síðustu delta-bylgju áttu yfirleitt erfitt með andardrátt, voru með lægri súrefnismettun og margir þurft spítalainnlögn eftir nokkra daga. Til samanburðar segir hann sjúklinga núna vera með vægari, flensulík einkenni, á borð við verki og hósta. Pillay, sem er forstöðumaður aðildarsamtaka um fimm þúsund lækna í Suður-Afríku, bætir við að kollegar hans sjái margir svipaða þróun. Netcare, stærsta einkarekna heilbrigðisþjónustufyrirtæki landsins, sér nú jafnframt vægari tilfelli Covid-19. Samhliða þessu stórfjölgar þeim sem greinast með sjúkdóminn en tilkynnt var um 22.400 ný tilfelli á fimmtudag og 19.000 á föstudag. Til samanburðar sáu Suður-Afríkubúar að jafnaði 200 ný dagleg tilfelli fyrir einungis nokkrum vikum. Gögnin sýna að hver sýktur einstaklingur er nú líklegur til að smita 2,5 aðra. Joe Phaahla, heilbrigðisráðherra landsins, sagði á föstudag að sú tala hafi aldrei verið hærri. Rannsóknir sýni að um 70% nýrra tilfella í landinu megi rekja til ómíkron-afbrigðisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir Pfizer segir örvunarskammtinn vernda vel gegn ómíkronafbrigðinu Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að svokallaður örvunarskammtur gegn kórónuveirunni, það er þriðja sprautan, veiti góða vernd gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar, mun betri en tveir skammtar gera. 8. desember 2021 13:38 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Þó sé of snemmt að segja til um það með fullri vissu þar sem of stuttur tími sé liðinn frá því að nýja afbrigðið kom á sjónarsviðið. Ómíkron-afbrigðið dreifist nú hratt um Suður-Afríku þar sem það var fyrst uppgötvað fyrir tveimur vikum. Læknirinn Unben Pillay hittir nú tugi Covid-sjúklinga á degi hverjum en segist þó ekki hafa þurft að senda neinn á spítala. Hann segir í samtali við AP-fréttaveituna að hið sama eigi við um eldri sjúklinga og þá með heilsufarsvandamál sem geti aukið hættuna á því að þeir veikist alvarlega af Covid-19. Flestir sjúklinga hans hafi jafnað sig á innan við tíu til fjórtán dögum. Á þeim tveimur vikum sem eru nú liðnar frá því að ómíkron-afbrigðið uppgötvaðist hafa fleiri læknar í Suður-Afríku deilt svipuðum sögum. Allir árétta að fleiri vikur þurfi til þess að safna nægilega traustum gögnum. Þessi fyrsta reynsla geti þó veitt einhverjar vísbendingar. Helmingi lægra hlutfall veikist alvarlega Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í landinu hafa um 30% þeirra sjúklinga sem voru lagðir inn á sjúkrahús á seinustu vikum vegna Covid-19 orðið alvarlega veikir. Það er minna en helmingi lægra hlutfall en við upphaf fyrri bylgja faraldursins. Þar að auki er meðallengd sjúkrahúsdvalar nú sögð vera um 2,8 dagar samanborið við átta daga áður. Til viðbótar hafa um 3% þessara sjúklinga látist, samanborið við um 20% í fyrri bylgjum þar í landi. „Eins og er þá bendir nánast allt til þess að afbrigðið valdi vægari sjúkdómi,“ segir Willem Hanekom, forstöðumaður Africa Health Research Institute. „Það er stutt liðið og við þurfum að fá skýrari gögn. Það eru einungis liðnar tvær vikur af þessari bylgju og oft sjáum við spítalainnlagnir og dauðsföll koma síðar.“ Smitstuðullinn aldrei verið hærri Pillay telur vera ástæðu til bjartsýni. Sjúklingar sem leituðu til hans í síðustu delta-bylgju áttu yfirleitt erfitt með andardrátt, voru með lægri súrefnismettun og margir þurft spítalainnlögn eftir nokkra daga. Til samanburðar segir hann sjúklinga núna vera með vægari, flensulík einkenni, á borð við verki og hósta. Pillay, sem er forstöðumaður aðildarsamtaka um fimm þúsund lækna í Suður-Afríku, bætir við að kollegar hans sjái margir svipaða þróun. Netcare, stærsta einkarekna heilbrigðisþjónustufyrirtæki landsins, sér nú jafnframt vægari tilfelli Covid-19. Samhliða þessu stórfjölgar þeim sem greinast með sjúkdóminn en tilkynnt var um 22.400 ný tilfelli á fimmtudag og 19.000 á föstudag. Til samanburðar sáu Suður-Afríkubúar að jafnaði 200 ný dagleg tilfelli fyrir einungis nokkrum vikum. Gögnin sýna að hver sýktur einstaklingur er nú líklegur til að smita 2,5 aðra. Joe Phaahla, heilbrigðisráðherra landsins, sagði á föstudag að sú tala hafi aldrei verið hærri. Rannsóknir sýni að um 70% nýrra tilfella í landinu megi rekja til ómíkron-afbrigðisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir Pfizer segir örvunarskammtinn vernda vel gegn ómíkronafbrigðinu Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að svokallaður örvunarskammtur gegn kórónuveirunni, það er þriðja sprautan, veiti góða vernd gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar, mun betri en tveir skammtar gera. 8. desember 2021 13:38 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Pfizer segir örvunarskammtinn vernda vel gegn ómíkronafbrigðinu Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að svokallaður örvunarskammtur gegn kórónuveirunni, það er þriðja sprautan, veiti góða vernd gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar, mun betri en tveir skammtar gera. 8. desember 2021 13:38