Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Eiður Þór Árnason skrifar 11. desember 2021 23:21 Puseletso Lesofi vinnur að því að raðgreina ómíkron-sýni í Ndlovu rannsóknarmiðstöðinni í bænum Elandsdoorn í Suður-Afríku. AP/Jerome Delay Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. Þó sé of snemmt að segja til um það með fullri vissu þar sem of stuttur tími sé liðinn frá því að nýja afbrigðið kom á sjónarsviðið. Ómíkron-afbrigðið dreifist nú hratt um Suður-Afríku þar sem það var fyrst uppgötvað fyrir tveimur vikum. Læknirinn Unben Pillay hittir nú tugi Covid-sjúklinga á degi hverjum en segist þó ekki hafa þurft að senda neinn á spítala. Hann segir í samtali við AP-fréttaveituna að hið sama eigi við um eldri sjúklinga og þá með heilsufarsvandamál sem geti aukið hættuna á því að þeir veikist alvarlega af Covid-19. Flestir sjúklinga hans hafi jafnað sig á innan við tíu til fjórtán dögum. Á þeim tveimur vikum sem eru nú liðnar frá því að ómíkron-afbrigðið uppgötvaðist hafa fleiri læknar í Suður-Afríku deilt svipuðum sögum. Allir árétta að fleiri vikur þurfi til þess að safna nægilega traustum gögnum. Þessi fyrsta reynsla geti þó veitt einhverjar vísbendingar. Helmingi lægra hlutfall veikist alvarlega Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í landinu hafa um 30% þeirra sjúklinga sem voru lagðir inn á sjúkrahús á seinustu vikum vegna Covid-19 orðið alvarlega veikir. Það er minna en helmingi lægra hlutfall en við upphaf fyrri bylgja faraldursins. Þar að auki er meðallengd sjúkrahúsdvalar nú sögð vera um 2,8 dagar samanborið við átta daga áður. Til viðbótar hafa um 3% þessara sjúklinga látist, samanborið við um 20% í fyrri bylgjum þar í landi. „Eins og er þá bendir nánast allt til þess að afbrigðið valdi vægari sjúkdómi,“ segir Willem Hanekom, forstöðumaður Africa Health Research Institute. „Það er stutt liðið og við þurfum að fá skýrari gögn. Það eru einungis liðnar tvær vikur af þessari bylgju og oft sjáum við spítalainnlagnir og dauðsföll koma síðar.“ Smitstuðullinn aldrei verið hærri Pillay telur vera ástæðu til bjartsýni. Sjúklingar sem leituðu til hans í síðustu delta-bylgju áttu yfirleitt erfitt með andardrátt, voru með lægri súrefnismettun og margir þurft spítalainnlögn eftir nokkra daga. Til samanburðar segir hann sjúklinga núna vera með vægari, flensulík einkenni, á borð við verki og hósta. Pillay, sem er forstöðumaður aðildarsamtaka um fimm þúsund lækna í Suður-Afríku, bætir við að kollegar hans sjái margir svipaða þróun. Netcare, stærsta einkarekna heilbrigðisþjónustufyrirtæki landsins, sér nú jafnframt vægari tilfelli Covid-19. Samhliða þessu stórfjölgar þeim sem greinast með sjúkdóminn en tilkynnt var um 22.400 ný tilfelli á fimmtudag og 19.000 á föstudag. Til samanburðar sáu Suður-Afríkubúar að jafnaði 200 ný dagleg tilfelli fyrir einungis nokkrum vikum. Gögnin sýna að hver sýktur einstaklingur er nú líklegur til að smita 2,5 aðra. Joe Phaahla, heilbrigðisráðherra landsins, sagði á föstudag að sú tala hafi aldrei verið hærri. Rannsóknir sýni að um 70% nýrra tilfella í landinu megi rekja til ómíkron-afbrigðisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir Pfizer segir örvunarskammtinn vernda vel gegn ómíkronafbrigðinu Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að svokallaður örvunarskammtur gegn kórónuveirunni, það er þriðja sprautan, veiti góða vernd gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar, mun betri en tveir skammtar gera. 8. desember 2021 13:38 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Þó sé of snemmt að segja til um það með fullri vissu þar sem of stuttur tími sé liðinn frá því að nýja afbrigðið kom á sjónarsviðið. Ómíkron-afbrigðið dreifist nú hratt um Suður-Afríku þar sem það var fyrst uppgötvað fyrir tveimur vikum. Læknirinn Unben Pillay hittir nú tugi Covid-sjúklinga á degi hverjum en segist þó ekki hafa þurft að senda neinn á spítala. Hann segir í samtali við AP-fréttaveituna að hið sama eigi við um eldri sjúklinga og þá með heilsufarsvandamál sem geti aukið hættuna á því að þeir veikist alvarlega af Covid-19. Flestir sjúklinga hans hafi jafnað sig á innan við tíu til fjórtán dögum. Á þeim tveimur vikum sem eru nú liðnar frá því að ómíkron-afbrigðið uppgötvaðist hafa fleiri læknar í Suður-Afríku deilt svipuðum sögum. Allir árétta að fleiri vikur þurfi til þess að safna nægilega traustum gögnum. Þessi fyrsta reynsla geti þó veitt einhverjar vísbendingar. Helmingi lægra hlutfall veikist alvarlega Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í landinu hafa um 30% þeirra sjúklinga sem voru lagðir inn á sjúkrahús á seinustu vikum vegna Covid-19 orðið alvarlega veikir. Það er minna en helmingi lægra hlutfall en við upphaf fyrri bylgja faraldursins. Þar að auki er meðallengd sjúkrahúsdvalar nú sögð vera um 2,8 dagar samanborið við átta daga áður. Til viðbótar hafa um 3% þessara sjúklinga látist, samanborið við um 20% í fyrri bylgjum þar í landi. „Eins og er þá bendir nánast allt til þess að afbrigðið valdi vægari sjúkdómi,“ segir Willem Hanekom, forstöðumaður Africa Health Research Institute. „Það er stutt liðið og við þurfum að fá skýrari gögn. Það eru einungis liðnar tvær vikur af þessari bylgju og oft sjáum við spítalainnlagnir og dauðsföll koma síðar.“ Smitstuðullinn aldrei verið hærri Pillay telur vera ástæðu til bjartsýni. Sjúklingar sem leituðu til hans í síðustu delta-bylgju áttu yfirleitt erfitt með andardrátt, voru með lægri súrefnismettun og margir þurft spítalainnlögn eftir nokkra daga. Til samanburðar segir hann sjúklinga núna vera með vægari, flensulík einkenni, á borð við verki og hósta. Pillay, sem er forstöðumaður aðildarsamtaka um fimm þúsund lækna í Suður-Afríku, bætir við að kollegar hans sjái margir svipaða þróun. Netcare, stærsta einkarekna heilbrigðisþjónustufyrirtæki landsins, sér nú jafnframt vægari tilfelli Covid-19. Samhliða þessu stórfjölgar þeim sem greinast með sjúkdóminn en tilkynnt var um 22.400 ný tilfelli á fimmtudag og 19.000 á föstudag. Til samanburðar sáu Suður-Afríkubúar að jafnaði 200 ný dagleg tilfelli fyrir einungis nokkrum vikum. Gögnin sýna að hver sýktur einstaklingur er nú líklegur til að smita 2,5 aðra. Joe Phaahla, heilbrigðisráðherra landsins, sagði á föstudag að sú tala hafi aldrei verið hærri. Rannsóknir sýni að um 70% nýrra tilfella í landinu megi rekja til ómíkron-afbrigðisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir Pfizer segir örvunarskammtinn vernda vel gegn ómíkronafbrigðinu Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að svokallaður örvunarskammtur gegn kórónuveirunni, það er þriðja sprautan, veiti góða vernd gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar, mun betri en tveir skammtar gera. 8. desember 2021 13:38 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Pfizer segir örvunarskammtinn vernda vel gegn ómíkronafbrigðinu Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að svokallaður örvunarskammtur gegn kórónuveirunni, það er þriðja sprautan, veiti góða vernd gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar, mun betri en tveir skammtar gera. 8. desember 2021 13:38
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent