Tilbúin með aðstöðu til að framkvæma hraðpróf fyrir smitgát og stærri viðburði Aðstaða til að framkvæma hraðpróf er nú tilbúin í húsnæði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut 34. Enn þá er unnið að því að klára uppsetningu tölvukerfis og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið á morgun, 7. september. 6.9.2021 15:11
Allir bankarnir búnir að kynna vaxtahækkanir Íslandsbanki hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum um 0,15 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir. 6.9.2021 14:37
Breytingar á framkvæmdastjórn Arion banka Ólafur Hrafn Höskuldsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka og tekur við af Stefáni Péturssyni. Steinunn Hlíf Sigurðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina en um er að ræða nýtt svið hjá bankanum. 6.9.2021 13:52
Gagnrýna að settur forstjóri Útlendingastofnunar sé nú formaður eftirlitsnefndar Tólf félagasamtök gagnrýna harðlega skipun Þorsteins Gunnarssonar í embætti formanns kærunefndar útlendingamála og fara fram á að hann segi af sér vegna vanhæfis. 6.9.2021 12:32
Breskur sjóður kaupir gagnaverið Verne Global fyrir 40 milljarða Breski sjóðurinn Digital 9 Infrastructure hefur fest kaup á gagnaverinu Verne Global fyrir 231 milljón sterlingspunda eða rúma 40 milljarða króna. 6.9.2021 11:32
Tvær hópuppsagnir í ágúst Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í ágúst þar sem 65 starfsmönnum var sagt upp störfum. 6.9.2021 10:34
Magnús reyndist sannspár og áskriftin að Viaplay hækkar um 69 prósent Viaplay hefur hækkað verðið á heildarpakka sínum úr 1.599 krónum í 2.699 krónur og nemur hækkunin 69 prósentum. Í tilkynningu Viaplay til viðskiptavina sinna kemur fram að aukið framboð á efni þýði að verð á áskrift komi til með að hækka. Viaplay býður einnig upp á ódýrari áskriftarleið sem inniheldur ekki íþróttaefni. 3.9.2021 08:00
Göngumaðurinn fannst látinn Göngumaður sem leitað var að á Seyðisfirði í dag fannst látinn í hlíðum Strandartinds á áttunda tímanum í kvöld. Um erlendan ferðamann er að ræða sem talið er að hafi fallið í klettum. 2.9.2021 23:02
Slíta öll tengsl við þáttinn í kjölfar umdeildra ummæla Domino‘s, Thule og Coca Cola hafa slitið samstarfi sínu við íþróttahlaðvarpið The Mike Show í kjölfar gagnrýni á orðræðu þáttastjórnenda. Varða athugasemdirnar meðal annars ummæli sem stjórnendur létu falla um mál KSÍ og ásakanir á hendur landsliðsmönnum. 2.9.2021 22:55
Hátt í sjötíu björgunarsveitarmenn leita fjallgöngumanns á Austfjörðum Leit stendur yfir af manni sem lagði af stað í fjallgöngu á Strandatindi á Seyðisfirði í morgun. Maðurinn er einn á ferð en óskað var eftir aðstoð lögreglu þegar félagar hans misstu við hann símasamband um hádegisbil. 2.9.2021 19:21