Segir tilkynningu um hópnauðgun hafa komið inn á borð KSÍ KSÍ hefur til meðferðar tilkynningu um hópnauðgun. Þetta kom fram í máli Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í tíufréttum RÚV í kvöld þegar hún var spurð hvort mál Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur væri eina kynferðisafbrotamálið sem hún vissi af á borði sambandsins. 30.8.2021 23:36
Klara Bjartmarz ætlar að halda áfram Klara Bjartmarz hyggst halda áfram sem framkvæmdastjóri KSÍ eftir að ný stjórn sambandsins tekur við. Stjórn KSÍ hefur tilkynnt að hún ætli að stíga til hliðar í kjölfar umfjöllunar um viðbrögð sambandsins við ásökunum um ofbeldi af hendi landsliðsmanna. 30.8.2021 22:27
Stjórn KSÍ segir af sér Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, varafulltrúar hennar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Boðað verður til aukaþings hjá sambandinu með fjögurra vikna fyrirvara. 30.8.2021 21:58
„Eins og ber að skilja er enginn sigurvegari í þessu máli“ Sátt hefur náðst í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur gegn Ísafjarðarbæ en Sif hætti störfum sem bæjarfulltrúi fyrr á árinu vegna eineltismáls. 30.8.2021 21:53
Landhelgisgæslan vör við umferð þriggja rússneskra skipa Landhelgisgæslan fylgdist með ferðum þriggja rússneskra skipa innan íslensku efnahagslögsögunnar fyrr í mánuðinum. Stjórnstöðvar Gæslunnar urðu varar við umferð þriggja óþekktra skipa og fylgdist varðskipið Þór með ferðum eins þeirra í ratsjá. 30.8.2021 20:54
Stjórnin fundar áfram og íhugar hvort hún segi af sér Fundahöld standa enn yfir hjá stjórn KSÍ þar sem viðbrögð sambandsins við tilkynningum um ofbeldisbrot eru meðal annars til umræðu. Stjórnarmenn hafa varist frétta af stöðu mála í dag en háværar kröfur eru uppi um að stjórnin stígi til hliðar. 30.8.2021 19:23
Hjúkrunarfræðingurinn laus úr haldi lögreglu Hjúkrunarfræðingur sem sakaður er um að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana er laus úr haldi lögreglu. Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. 30.8.2021 17:26
Barnaleikarinn Matthew Mindler fannst látinn Barnaleikarinn Matthew Mindler fannst látinn á laugardag, nítján ára að aldri. Mindler er þekktastur fyrir að hafa leikið við hlið Paul Rudd, Elizabeth Banks og Zooey Deschanel í gamanmyndinni Our Idiot Brother sem kom út árið 2011. 28.8.2021 23:57
Samtök stærstu knattspyrnufélaga landsins vilja að hluteigandi axli ábyrgð Stjórn Íslensks toppfótbolta (ÍTF), hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum á Íslandi, segir að hluteigendur í máli KSÍ og ónefnds landsliðsmanns sem gengist hefur við kynferðisbroti eigi að axla ábyrgð. 28.8.2021 23:00
Fjölgaði um einn á gjörgæslu Tólf sjúklingar liggja á Landspítala vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæsludeild þar sem fjölgað hefur um einn frá því í gær. Einn þeirra er í öndunarvél. 28.8.2021 22:19