Sömdu við kröfuhafa en næsta greiðsla gæti orðið félaginu að falli Eiður Þór Árnason skrifar 22. september 2021 15:15 Höfuðstöðvar Evergrande eru staðsettar í Hong Kong. Getty/Katherine Cheng Kínverska fasteignafélagið Evergrande Group hefur tekist að semja við kröfuhafa um stóra vaxtagreiðslu sem er gjalddaga á morgun. Stjórnendur hafa varað við því að það gæti verið á leið í gjaldþrot en fasteignaþróunarfélagið er það skuldsettasta í heimi. Umrædd greiðsla nemur 233 milljónum yuan eða um 4,69 milljörðum íslenskra króna. Ekkert hefur verið gefið upp um skilmála sáttarinnar eða hvernig félagið ætlar að standa í skilum á annarri og stærri vaxtagreiðslu í þessari viku. Sú nemur 83,5 milljónum bandaríkjadala eða um 10,85 milljörðum króna. Fjárfestar víða um heim hafa fylgst náið með erfiðri skuldastöðu Evergrande sem er eitt stærsta fasteignaþróunarfélag í Kína og hefur byggt mikið magn íbúða- og atvinnuhúsnæðis þar í landi. Virði hlutabréfa í félaginu hefur hríðfallið á mörkuðum í Hong Kong, New York og víðar, og er talið að áhyggjur fjárfesta af afdrifum félagsins hafi leitt til lækkunar á ótengdum hlutabréfum í Kauphöll Íslands. Ekki liggur fyrir hvort kínversk stjórnvöld hyggist koma félaginu til bjargar með einhverjum hætti en fjárfestar hafa áhyggjur af því að gjaldþrot myndi hafa keðjuverkandi áhrif og smitast út fyrir kínverska markaði. Meðal annars gæti minni kaupmáttur og eftirspurn eftir vörum í Kína haft áhrif á hrávörumarkaði sem eigi mikið undir eftirspurn á kínverskum markaði. Skuldar 39 þúsund milljarða króna Talið er að Evergrande skuldi um 300 milljarða bandaríkjadala eða um 39 þúsund milljarða króna. Stór hluti skuldabréfanna er í eigu kínverskra fjármálastofnana, almennra fjárfesta, húsnæðieigenda og birgðasala Evergrande. Þá er hluti skuldabréfanna í eigu erlendra fjárfesta. Á síðustu vikum hafa forsvarsmenn fasteignafélagsins varað við því að það stefni í gjaldþrot ef ekki tekst að safna miklu fjármagni á skjótum tíma. Óljóst er hvort félagið komi til með að verða úrskurðað gjaldþrota eða kínversk stjórnvöld muni reyna að forða Evergrande frá slíkum örlögum. Talið er að gjaldþrot myndi hafa veigamikil áhrif á kínverskt efnahagslíf og fjármálamarkaði. Að sögn CNN telja margir fjármálagreinendur það ólíklegt að stjórnvöld í Beijing komi til með að bjarga félaginu en mögulega muni þau koma að fjárhagslegri endurskipulagningu til að reyna að verja minni fjárfesta og húsnæðiseigendur. Samkvæmt greiningaraðilum hjá S&P Global Ratings eru kínversk stjórnvöld einungis líkleg til að koma í veg fyrir gjaldþrotið ef talið er að áhrif þess verði fleiri fasteignaþróunarfélögum að falli. Kína Fasteignamarkaður Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Umrædd greiðsla nemur 233 milljónum yuan eða um 4,69 milljörðum íslenskra króna. Ekkert hefur verið gefið upp um skilmála sáttarinnar eða hvernig félagið ætlar að standa í skilum á annarri og stærri vaxtagreiðslu í þessari viku. Sú nemur 83,5 milljónum bandaríkjadala eða um 10,85 milljörðum króna. Fjárfestar víða um heim hafa fylgst náið með erfiðri skuldastöðu Evergrande sem er eitt stærsta fasteignaþróunarfélag í Kína og hefur byggt mikið magn íbúða- og atvinnuhúsnæðis þar í landi. Virði hlutabréfa í félaginu hefur hríðfallið á mörkuðum í Hong Kong, New York og víðar, og er talið að áhyggjur fjárfesta af afdrifum félagsins hafi leitt til lækkunar á ótengdum hlutabréfum í Kauphöll Íslands. Ekki liggur fyrir hvort kínversk stjórnvöld hyggist koma félaginu til bjargar með einhverjum hætti en fjárfestar hafa áhyggjur af því að gjaldþrot myndi hafa keðjuverkandi áhrif og smitast út fyrir kínverska markaði. Meðal annars gæti minni kaupmáttur og eftirspurn eftir vörum í Kína haft áhrif á hrávörumarkaði sem eigi mikið undir eftirspurn á kínverskum markaði. Skuldar 39 þúsund milljarða króna Talið er að Evergrande skuldi um 300 milljarða bandaríkjadala eða um 39 þúsund milljarða króna. Stór hluti skuldabréfanna er í eigu kínverskra fjármálastofnana, almennra fjárfesta, húsnæðieigenda og birgðasala Evergrande. Þá er hluti skuldabréfanna í eigu erlendra fjárfesta. Á síðustu vikum hafa forsvarsmenn fasteignafélagsins varað við því að það stefni í gjaldþrot ef ekki tekst að safna miklu fjármagni á skjótum tíma. Óljóst er hvort félagið komi til með að verða úrskurðað gjaldþrota eða kínversk stjórnvöld muni reyna að forða Evergrande frá slíkum örlögum. Talið er að gjaldþrot myndi hafa veigamikil áhrif á kínverskt efnahagslíf og fjármálamarkaði. Að sögn CNN telja margir fjármálagreinendur það ólíklegt að stjórnvöld í Beijing komi til með að bjarga félaginu en mögulega muni þau koma að fjárhagslegri endurskipulagningu til að reyna að verja minni fjárfesta og húsnæðiseigendur. Samkvæmt greiningaraðilum hjá S&P Global Ratings eru kínversk stjórnvöld einungis líkleg til að koma í veg fyrir gjaldþrotið ef talið er að áhrif þess verði fleiri fasteignaþróunarfélögum að falli.
Kína Fasteignamarkaður Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira