Sextán milljarða króna hagnaður á krefjandi ári Hagnaður Marel nam 102,6 milljónum evra eða um 16 milljörðum króna á síðasta ári og dróst saman um 6,8% frá árinu 2019. Alls námu tekjur félagsins 1.237,8 milljónum evra í fyrra eða um 191 milljarði króna og drógust þær saman um 3,6% í evrum talið. 4.2.2021 11:44
Ríki sem fóru aðra leið en Íslendingar nú „í stórkostlegum vandræðum“ Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins og fyrrum formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, kallar eftir auknum sveigjanleika í lífeyrissjóðakerfinu. Hann segir að staða kerfisins sé almennt góð og telur að Íslendingar hafi farið rétta leið í ellilífeyrismálum. 4.2.2021 07:31
Kynna ný markaðsverðlaun og útnefna bestu vörumerki landsins 30 vörumerki hafa hlotið tilnefningu sem bestu íslensku vörumerkin árið 2020 sem hluti af nýjum markaðsverðlaunum sem fram fara þann 25. febrúar. 3.2.2021 16:07
Hafa greitt út fimm milljarða í tekjufallsstyrki Um fimm milljarðar króna hafa verið greiddir í tekjufallsstyrki undanfarnar þrjár vikur til 822 rekstraraðila, að sögn stjórnvalda. Styrkirnir nýtast fyrirtækjum, félögum og einstaklingum sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi og hafa orðið fyrir minnst 40% tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. 3.2.2021 15:03
Tesla innkallar 135 þúsund bifreiðar vegna galla Rafbílaframleiðandinn Tesla hyggst innkalla 135 þúsund Model S og Model X bifreiðar sem seldar voru í Bandaríkjunum vegna galla sem getur leitt til þess að snertiskjáir um borð í þeim hætta að virka. 3.2.2021 14:30
Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá. 3.2.2021 12:30
Undirrituðu samning við CureVac um bóluefni gegn Covid-19 Íslensk stjórnvöld hafa undirritað samningum um kaup á bóluefni þýska líftæknilyfjaframleiðandans CureVac gegn Covid-19 sem dugir fyrir um 90 þúsund einstaklinga. 3.2.2021 10:55
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á fundi sem hefst klukkan tíu í Seðlabankanum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75%. 3.2.2021 09:30
Spotify hækkar verð um allt að 27 prósent Tónlistarveitan Spotify hefur tilkynnt um verðhækkanir á öllum áskriftarleiðum sínum. Með breytingunum fer venjuleg Premium áskrift úr 9,99 í 10,99 evrur á mánuði, Premium Duo úr 12,99 í 14,99 evrur og Family áskrift sem nýtist allt að sex einstaklingum úr 14,99 í 18,99 evrur á mánuði. 3.2.2021 07:45
Arnar fyrsti karlmaðurinn til að gegna stöðu framkvæmdastjóra Stjórn Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra hefur ráðið Arnar Ævarsson í starf framkvæmdastjóra samtakanna. Hann tekur við starfinu af Hrefnu Sigurjónsdóttur sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra síðastliðin tíu ár. 2.2.2021 15:39