Mesti samdráttur í landsframleiðslu á mann frá upphafi mælinga Eiður Þór Árnason skrifar 26. febrúar 2021 12:26 Samdráttur í einkaneyslu var minni á síðasta ári en áður hafði verið gert ráð fyrir. Þar hefur öflug jólaverslun og netverslun ekki skemmt fyrir. Vísir/Vilhelm Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi dregist saman um 5,1% að raungildi á fjórða ársfjórðungi 2020 samanborið við sama tímabil 2019. Yfir árið í heild er áætlað að landsframleiðsla hafi dregist saman um 6,6% að raungildi. Má það að miklu leyti rekja til áhrifa kórónuveirufaraldursins, einkum í útfluttri ferðaþjónustu sem dróst saman um 74,4% á árinu. Áætlað er að einkaneysla hafi dregist saman um 3,3% að raungildi á árinu 2020 samanborið við 2019, að því er fram kemur í samantekt Hagstofu Íslands. Í síðustu þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var í október var gert ráð fyrir að landsframleiðsla myndi dragast saman um 7,6% árið 2020 og eru horfurnar því betri í þessum fyrstu áætlunum þjóðhagsreikninga. Mesti samdráttur á mann frá lokum seinni heimsstyrjaldar Samkvæmt mælingum Hagstofunnar dróst landsframleiðsla á mann saman um 8,2% að raungildi á árinu 2020 að teknu tilliti til mannfjöldaaukningar, sem nam 1,7%. Er það mesti samdráttur í landsframleiðslu á mann sem mælst hefur hér á landi frá upphafi mælinga eða frá árinu 1946. Í mælingum gætir umtalsverðra áhrifa kórónuveirufaraldursins á neyslu íslenskra heimila. Yfir árið í heild er áætlað að útgjöld Íslendinga erlendis hafi dregist saman um 65,2% frá fyrra ári, er fram kemur á vef Hagstofunnar. Landsframleiðsla tók mikla dýfu á síðasta ári.Hagstofa Íslands Þrátt fyrir samdrátt í neyslu Íslendinga erlendis og sömuleiðis í ákveðnum útgjaldaflokkum innlendrar neyslu vegur aukning í öðrum að verulegu leyti upp þann samdrátt. Þannig er til að mynda áætlað að einkaneysluútgjöld vegna kaupa á húsgögnum og öðrum heimilisbúnaði hafi aukist að raungildi um 7,6% á árinu 2020 og útgjöld vegna kaupa á áfengi og tóbaki um 10,8%. Á sama tíma jókst samneysla um 3,1% að raungildi á liðnu ári samanborið við 3,9% vöxt árið 2019. Þá er áætlað að þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, hafi dregist saman um 1,9% og fjármunamyndun um 6,8. Fleiri fullgerðar íbúðir en færri á fyrri byggingarstigum Áætlað er að hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu hafi numið 3,5% á árinu 2020 borið saman við 8,0% árið 2019. Talið er að samdráttur í landsframleiðslu skýrist að verulegu leyti af neikvæðum áhrifum utanríkisviðskipta en innflutningur dróst saman um 22,0% á árinu á meðan útflutningur dróst töluvert meira saman eða um 30,5%. Vöruútflutningur dróst saman um 8,5% á árinu en samdráttur í útfluttri þjónustu mældist 51,2% á ársgrundvelli. Vöruinnflutningur dróst saman um 12,5% á árinu 2020 og innflutningur þjónustu um 38,5%. Vöru- og þjónustujöfnuður var neikvæður um 17,5 milljarða króna á árinu 2020 borið saman við 153,9 milljarða króna jákvæðan jöfnuð árið 2019 á verðlagi hvors árs. Fram kemur á vef Hagstofunnar að þrátt fyrir að aukning í fjölda fullgerðra íbúða hafi ekki mælst meiri frá árinu 2007, eða tæplega fjögur þúsund íbúðir á árinu 2020, dróst íbúðafjárfesting saman um 1,2% á árinu 2020 borið saman við 2019. Skýrist það af samdrætti í fjölda íbúða á fyrri byggingarstigum á tímabilinu samanborið við fyrra ár. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gistinóttum á hótelum fækkaði um 93 prósent í janúar Gistinóttum á hótelum fækkaði um 93 prósent í janúar. Þetta kemur fram á síðu Hagstofunnar. 10. febrúar 2021 09:50 Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá. 3. febrúar 2021 12:30 Það versta líklega afstaðið og útlit fyrir bjartari tíma Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný. 27. janúar 2021 06:00 Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Sjá meira
Áætlað er að einkaneysla hafi dregist saman um 3,3% að raungildi á árinu 2020 samanborið við 2019, að því er fram kemur í samantekt Hagstofu Íslands. Í síðustu þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var í október var gert ráð fyrir að landsframleiðsla myndi dragast saman um 7,6% árið 2020 og eru horfurnar því betri í þessum fyrstu áætlunum þjóðhagsreikninga. Mesti samdráttur á mann frá lokum seinni heimsstyrjaldar Samkvæmt mælingum Hagstofunnar dróst landsframleiðsla á mann saman um 8,2% að raungildi á árinu 2020 að teknu tilliti til mannfjöldaaukningar, sem nam 1,7%. Er það mesti samdráttur í landsframleiðslu á mann sem mælst hefur hér á landi frá upphafi mælinga eða frá árinu 1946. Í mælingum gætir umtalsverðra áhrifa kórónuveirufaraldursins á neyslu íslenskra heimila. Yfir árið í heild er áætlað að útgjöld Íslendinga erlendis hafi dregist saman um 65,2% frá fyrra ári, er fram kemur á vef Hagstofunnar. Landsframleiðsla tók mikla dýfu á síðasta ári.Hagstofa Íslands Þrátt fyrir samdrátt í neyslu Íslendinga erlendis og sömuleiðis í ákveðnum útgjaldaflokkum innlendrar neyslu vegur aukning í öðrum að verulegu leyti upp þann samdrátt. Þannig er til að mynda áætlað að einkaneysluútgjöld vegna kaupa á húsgögnum og öðrum heimilisbúnaði hafi aukist að raungildi um 7,6% á árinu 2020 og útgjöld vegna kaupa á áfengi og tóbaki um 10,8%. Á sama tíma jókst samneysla um 3,1% að raungildi á liðnu ári samanborið við 3,9% vöxt árið 2019. Þá er áætlað að þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, hafi dregist saman um 1,9% og fjármunamyndun um 6,8. Fleiri fullgerðar íbúðir en færri á fyrri byggingarstigum Áætlað er að hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu hafi numið 3,5% á árinu 2020 borið saman við 8,0% árið 2019. Talið er að samdráttur í landsframleiðslu skýrist að verulegu leyti af neikvæðum áhrifum utanríkisviðskipta en innflutningur dróst saman um 22,0% á árinu á meðan útflutningur dróst töluvert meira saman eða um 30,5%. Vöruútflutningur dróst saman um 8,5% á árinu en samdráttur í útfluttri þjónustu mældist 51,2% á ársgrundvelli. Vöruinnflutningur dróst saman um 12,5% á árinu 2020 og innflutningur þjónustu um 38,5%. Vöru- og þjónustujöfnuður var neikvæður um 17,5 milljarða króna á árinu 2020 borið saman við 153,9 milljarða króna jákvæðan jöfnuð árið 2019 á verðlagi hvors árs. Fram kemur á vef Hagstofunnar að þrátt fyrir að aukning í fjölda fullgerðra íbúða hafi ekki mælst meiri frá árinu 2007, eða tæplega fjögur þúsund íbúðir á árinu 2020, dróst íbúðafjárfesting saman um 1,2% á árinu 2020 borið saman við 2019. Skýrist það af samdrætti í fjölda íbúða á fyrri byggingarstigum á tímabilinu samanborið við fyrra ár.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gistinóttum á hótelum fækkaði um 93 prósent í janúar Gistinóttum á hótelum fækkaði um 93 prósent í janúar. Þetta kemur fram á síðu Hagstofunnar. 10. febrúar 2021 09:50 Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá. 3. febrúar 2021 12:30 Það versta líklega afstaðið og útlit fyrir bjartari tíma Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný. 27. janúar 2021 06:00 Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Sjá meira
Gistinóttum á hótelum fækkaði um 93 prósent í janúar Gistinóttum á hótelum fækkaði um 93 prósent í janúar. Þetta kemur fram á síðu Hagstofunnar. 10. febrúar 2021 09:50
Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá. 3. febrúar 2021 12:30
Það versta líklega afstaðið og útlit fyrir bjartari tíma Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný. 27. janúar 2021 06:00