Segir mun fleiri hafa látist í Frakklandi en opinberar tölur gefi til kynna Raunverulegur fjöldi þeirra sem hafa látist í Frakklandi af völdum kórónuveirunnar er mun hærri en opinberar tölur gefa til kynna. Þetta segir Frederic Valletoux, sem er í forsvari fyrir samtök franskra spítala. 25.3.2020 09:15
Krefja nýja eigendur WOW um sautján milljónir vegna vangoldinna launa Tveir forritarar hafa stefnt félaginu USAerospace Associates, nýjum eiganda WOW Air, og krefjast sautján milljóna króna vegna vangoldinna launa og uppsagnafrests. 25.3.2020 08:34
Bjóða frestun á greiðslu fasteignagjalda vegna faraldursins Sveitarstjórn Blönduósbæjar hefur samþykkt að bjóða heimilum og fyrirtækjum upp á að sækja um greiðslufrest á fasteignagjöldum. Sveitarstjórn Húnaþings vestra frestar einnig næstu þremur gjaldögum. 25.3.2020 00:00
Lést eftir að hafa innbyrt efni sem hann taldi Trump segja að hindri smit Karlmaður lést í Arizona-ríki í Bandaríkjunum á dögunum eftir að hafa innbyrt efnið chloroquine phosphate ásamt eiginkonu sinni í tilraun til þess að verja sig fyrir kórónuveirusmiti. 24.3.2020 23:28
Fann fyrir smitskömm eftir að hafa farið sýkt út á meðal fólks Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir sem er með COVID-19 segist finna fyrir smitskömm eftir að hafa farið sýkt út á meðal fólks án þess að vita að hún væri smituð. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að ekki standi til að setja á samgöngubann. 24.3.2020 20:42
Ríkisstjórnin hyggst fara strax í að stækka Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll Ríkisstjórnin hyggst leggjast í stækkun akbrautar á Egilsstaðaflugvelli ásamt stækkun flughlaðs og flugstöðvar á Akureyri sem hluta af fjárfestingaátaki sínu. 24.3.2020 19:56
Greta Thunberg telur sig vera með kórónuveiruna Umhverfisaðgerðasinninn Greta Thunberg grunar að hún sé sýkt af kórónuveirunni og hefur haldið sig innandyra í tvær vikur. 24.3.2020 17:39
Hert samkomubann hefur nú tekið gildi Hert samkomubann tók gildi nú á miðnætti sem felur í sér að almennt verður óheimilt fyrir fleiri en tuttugu manns að vera í sama rými. 24.3.2020 00:00
41 nú greinst í Vestmannaeyjum og 487 í sóttkví Ellefu ný kórónuveirusmit hafa nú greinst í Vestmannaeyjum og hefur 41 einstaklingur nú greinst þar með veiruna. Af þeim ellefu sem eru nýgreindir voru sex þegar í sóttkví. 23.3.2020 23:50
Lánveitendur veita fyrirtækjum sex mánaða greiðslufrest á lánum Lánveitendur hafa gert með sér samkomulag um tímabundna greiðslufresti á lánum til fyrirtækja. Með samkomulaginu verður fyrirtækjum gert mögulegt að sækja um allt að sex mánaða greiðslufrest hjá sinni lánastofnun að uppfylltum skilyrðum. 23.3.2020 23:16