Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

RÚV leið­réttir frétt í kjöl­far gagn­rýni Sam­herja

Fréttastofa RÚV telur rétt að leiðrétta fullyrðingu um Samherja sem birtist í frétt um þróunaraðstoð og spillingu síðasta fimmtudag. Forsvarsmenn Samherja kröfðust þess fyrr í dag að RÚV myndi biðjast afsökunar og leiðrétta "meiðandi frétt“ sem sýnd var í tíufréttum RÚV síðasta fimmtudagskvöld.

Minnst sex látist í Evrópu vegna Ciara

Stormurinn, sem færir sig nú austur yfir Evrópu, hefur fært með sér mikið fárviðri og rigningu til margra ríkja með þeim afleiðingum að tugir þúsunda eru nú án rafmagns og víða dæmi um miklar samgöngutruflanir.

Skreyta Hörpu með nafni Hildar

Tónlistarhúsið Harpa mun heiðra Hildi Guðnadóttur, tónskáld og fyrsta Óskarsverðlaunahafa Íslands með kveðju á glerhjúpi hússins í kvöld. Þessa stundina má sjá orðin "Til hamingju Hildur!“ lýsa upp Hörpuna að utan og getur fólk vænst þess að sjá hamingjuóskirnar fram til miðnættis.

Perúsk kona hefur kært ríkið í von um að fá að enda líf sitt

43 ára perúsk kona sem glímir við langvinnan bólgusjúkdóm hefur kært perúska ríkið í von um að fá dánaraðstoð. Ana Estrada hefur glímt við fjölvöðvabólgu (e. polymyositis) frá kynþroskaaldri en um er að ræða ólæknandi sjúkdóm sem hefur rýrt vöðva hennar frá því að hún var unglingur.

Fengu loks að yfir­gefa skipið eftir fjóra daga

Um 3.600 farþegum og áhafnarmeðlimum skemmtiferðaskipsins World Dream var í dag loks leyft að fara frá borði eftir að hafa verið í fjögurra daga löngu sóttkví fyrir utan strendur Hong Kong.

Sjá meira