Lygilegur landflótti söngelskra sveitamanna endaði í sjálfskipaðri sóttkví Eiður Þór Árnason skrifar 20. mars 2020 16:01 Karlakórinn Hreimur á góðri stundu. Aðsend Kórferð norðlensks karlakórs til Póllands breyttist skyndilega í kapphlaup við tímann þegar hópurinn þurfti að flýja landið vegna viðbragða stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum. Mikið gekk á en ferðalöngunum tókst naumlega að koma sér yfir til Þýskalands og síðan heim til Íslands fyrr en áætlað var. Skipuleggjandi segir að fólk eigi að fara varlega í að dæma þá sem veikjist eða fari í sóttkví. Karlakórinn Hreimur sem er starfræktur í Þingeyjarsýslu á Norðurlandi fór til Póllands þann 10. mars síðastliðinn og var fyrirhugað að keppa þar á kórmóti og koma fram á tónleikum. Plönin voru þó fljót að breytast þegar kórónuveiran alræmda fór að minna á sig. Allt úr skorðum á nokkrum sólarhringum Patrycja Maria Reimus átti stóran þátt í því að skipuleggja ferðina og fór fyrr út ásamt kærastanum Hrannari Guðmundssyni, sem er meðlimur í kórnum, barni og tengdamóður til að heimsækja skyldmenni sín. Þegar þau komu til Póllands voru þar engin staðfest kórónuveirusmit að sögn Patrycju sem ræddi ferðina við Vísi. Tveimur dögum fyrir brottför var helmingur kórsins hættur við að fara í ferðina og í kjölfarið var horfið frá því að taka þátt í kórmótinu. Restin fór þó út en stuttu eftir komuna til Póllands var öllum fyrirhuguðum tónleikunum aflýst þegar sex smit voru staðfest í landinu. Þá voru góð ráð dýr og gripið til þess ráðs að breyta ferðinni í skemmtiferð. Kórfélagarnir og makar þeirra heimsóttu meðal annars heimabæ Patrycju og fóru í ýmsar skoðanaferðir. Patrycja Maria Reimus með kærastanum Hrannari Guðmundssyni ásamt Emmu litlu sem var með í för.Aðsend Landinu lokað með sólarhrings fyrirvara Ekki var lengi lognmolla yfir hópnum þar sem á föstudeginum 13. mars, þremur dögum eftir komu þeirra til landsins, gripu pólsk stjórnvöld til stórra aðgerða vegna veirunnar. „Við vorum lokuð inni á hóteli, veitingastaðir lokaðir og ekki máttum við borða saman í sal hótelsins. Allt í einu átti að loka landinu og fengum við einungis 24 tíma fyrirvara, ekkert flug fékkst fyrir okkur frá Póllandi beint og ekkert flugfélag tilbúið að koma upp flugi.“ Þá hófst skyndilegur landflótti þessa 43 manna hóps enda nokkuð í flugið þeirra heim þann 17. mars. Fljótlega var því flugi aflýst og Patrycja kom sér í samband við íslenska utanríkisráðuneytið, sendiráð Íslands í Berlín, ræðismann Íslands í Póllandi og pólska sendiráðið á Íslandi. Alls staðar fékk hún þau skilaboð að það eina í stöðunni væri að flýja yfir til Þýskalands og fljúga áfram heim. Brösuglega gekk að bóka nýtt flug þar sem erfitt reyndist að komast að í söluveri Icelandair vegna anna. Fyrir tilstuðlan vinkonu Patrycju sem starfar hjá félaginu tókst henni þó loks að komast í samband við skrifstofu. Við tók langt símtal þar sem hún las inn upplýsingar allra 43 ferðalanganna og kortaupplýsingar. Þurftu að finna bílstjóra sem var til í að fara í sóttkví Næsta mál var að finna bílstjóra sem var tilbúinn að keyra hópinn í tíu tíma yfir til Þýskalands á flugvöll í Berlín. Það gekk erfiðlega í ljósi aðstæðna en hver sá sem myndi taka verkefnið að sér þyrfti í kjölfarið að fara í sóttkví. Rútubílstjórinn sem hafði keyrt þau fram að þessu bauðst að endingu sjálfur til þess að koma hópnum yfir landamærin. Hópurinn reyndi að njóta lífsins þrátt fyrir hamaganginn.Aðsend Þurftu ekki að fara í sóttkví Sama dag og þau komu til Þýskalands fréttu þau svo að landið væri komið á lista sóttvarnarlæknis yfir hááhættusvæði. Allir sem kæmu þaðan til Íslands þyrftu nú að fara í tveggja vikna sóttkví. Ferðalangarnir ákváðu að taka þeim fregnum með mesta æðruleysi. „Þannig að við ákváðum bara fyrir fram að við myndum öll fara saman í sóttkví og styðja hvert annað. Þetta væri enginn heimsendir. Við erum flest bændur hérna, getum alveg gert það og farið í göngutúra og svona.“ Það kom því hópnum á óvart þegar þeim var tilkynnt af Embætti landlæknis og almannavörnum við heimkomuna á sunnudag að þau þyrftu ekki að fara í sóttkví í ljósi þess að þau voru innan við sólarhring í Þýskalandi. Sögusagnir um það að þau hafi komið sér undan sóttkví Patrycja segir að þau hafi samt ákveðið að halda sig til hlés, fara saman norður og eiga samneyti við sem fæsta utan hópsins. Flestir ákváðu þrátt fyrir tilmæli landlæknis að fara í sóttkví af tillitsemi við aðra og er Patrycja og fjölskylda þar á meðal. Henni fannst því miður þegar sögusagnir fóru af stað um það að hópurinn hafi reynt að koma sér undan sóttkví og tekist það með því að hringja öll sem eitt í heilbrigðisyfirvöld og „væla nógu mikið.“ Slíkt gæti þó ekki verið fjarri sannleikanum. „Mér finnst bara leiðinlegt að fólk er ekkert búið að kynna sér þetta heldur, hvernig það er að vera í sóttkví. Þú mátt vera á rúntinum, þú mátt alveg lifa lífinu, þú mátt vera með fjölskyldunni.“ Svo skilaboðin eru kannski líka að fólk eigi að fara varlega í að dæma fólk sem sé í sóttkví eða finnst að eigi að vera í sóttkví? „Já, ég hef líka hitt fólk sem er búið að læknast af þessari kórónuveiru og fólk vill ekki hitta þau. Þótt við séum í sóttkví þá þýðir það ekki að eftir tvær vikur þá megi fólk ekki hitta okkur.“ Hún segir hópinn þó fyrst og fremst reyna að standa saman og gleðjast yfir því að vera kominn heim. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Akureyri Kórar Tengdar fréttir Leið eins og það væri stríðsástand og flúði til Íslands Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, leist ekki á blikuna þegar útlit var fyrir að hún yrði föst í Póllandi. 14. mars 2020 22:48 Gengur ágætlega að koma Íslendingum sem staddir eru erlendis til landsins Um 5.400 Íslendingar sem eru á skrá hjá borgaraþjónustunni eru staddir erlendis. 15. mars 2020 18:54 Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30 Ráðleggja Íslendingum í Póllandi að aka til Þýskalands Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu til þeirra Íslendinga sem eru í Póllandi og vilja komast frá landinu. 14. mars 2020 16:51 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Kórferð norðlensks karlakórs til Póllands breyttist skyndilega í kapphlaup við tímann þegar hópurinn þurfti að flýja landið vegna viðbragða stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum. Mikið gekk á en ferðalöngunum tókst naumlega að koma sér yfir til Þýskalands og síðan heim til Íslands fyrr en áætlað var. Skipuleggjandi segir að fólk eigi að fara varlega í að dæma þá sem veikjist eða fari í sóttkví. Karlakórinn Hreimur sem er starfræktur í Þingeyjarsýslu á Norðurlandi fór til Póllands þann 10. mars síðastliðinn og var fyrirhugað að keppa þar á kórmóti og koma fram á tónleikum. Plönin voru þó fljót að breytast þegar kórónuveiran alræmda fór að minna á sig. Allt úr skorðum á nokkrum sólarhringum Patrycja Maria Reimus átti stóran þátt í því að skipuleggja ferðina og fór fyrr út ásamt kærastanum Hrannari Guðmundssyni, sem er meðlimur í kórnum, barni og tengdamóður til að heimsækja skyldmenni sín. Þegar þau komu til Póllands voru þar engin staðfest kórónuveirusmit að sögn Patrycju sem ræddi ferðina við Vísi. Tveimur dögum fyrir brottför var helmingur kórsins hættur við að fara í ferðina og í kjölfarið var horfið frá því að taka þátt í kórmótinu. Restin fór þó út en stuttu eftir komuna til Póllands var öllum fyrirhuguðum tónleikunum aflýst þegar sex smit voru staðfest í landinu. Þá voru góð ráð dýr og gripið til þess ráðs að breyta ferðinni í skemmtiferð. Kórfélagarnir og makar þeirra heimsóttu meðal annars heimabæ Patrycju og fóru í ýmsar skoðanaferðir. Patrycja Maria Reimus með kærastanum Hrannari Guðmundssyni ásamt Emmu litlu sem var með í för.Aðsend Landinu lokað með sólarhrings fyrirvara Ekki var lengi lognmolla yfir hópnum þar sem á föstudeginum 13. mars, þremur dögum eftir komu þeirra til landsins, gripu pólsk stjórnvöld til stórra aðgerða vegna veirunnar. „Við vorum lokuð inni á hóteli, veitingastaðir lokaðir og ekki máttum við borða saman í sal hótelsins. Allt í einu átti að loka landinu og fengum við einungis 24 tíma fyrirvara, ekkert flug fékkst fyrir okkur frá Póllandi beint og ekkert flugfélag tilbúið að koma upp flugi.“ Þá hófst skyndilegur landflótti þessa 43 manna hóps enda nokkuð í flugið þeirra heim þann 17. mars. Fljótlega var því flugi aflýst og Patrycja kom sér í samband við íslenska utanríkisráðuneytið, sendiráð Íslands í Berlín, ræðismann Íslands í Póllandi og pólska sendiráðið á Íslandi. Alls staðar fékk hún þau skilaboð að það eina í stöðunni væri að flýja yfir til Þýskalands og fljúga áfram heim. Brösuglega gekk að bóka nýtt flug þar sem erfitt reyndist að komast að í söluveri Icelandair vegna anna. Fyrir tilstuðlan vinkonu Patrycju sem starfar hjá félaginu tókst henni þó loks að komast í samband við skrifstofu. Við tók langt símtal þar sem hún las inn upplýsingar allra 43 ferðalanganna og kortaupplýsingar. Þurftu að finna bílstjóra sem var til í að fara í sóttkví Næsta mál var að finna bílstjóra sem var tilbúinn að keyra hópinn í tíu tíma yfir til Þýskalands á flugvöll í Berlín. Það gekk erfiðlega í ljósi aðstæðna en hver sá sem myndi taka verkefnið að sér þyrfti í kjölfarið að fara í sóttkví. Rútubílstjórinn sem hafði keyrt þau fram að þessu bauðst að endingu sjálfur til þess að koma hópnum yfir landamærin. Hópurinn reyndi að njóta lífsins þrátt fyrir hamaganginn.Aðsend Þurftu ekki að fara í sóttkví Sama dag og þau komu til Þýskalands fréttu þau svo að landið væri komið á lista sóttvarnarlæknis yfir hááhættusvæði. Allir sem kæmu þaðan til Íslands þyrftu nú að fara í tveggja vikna sóttkví. Ferðalangarnir ákváðu að taka þeim fregnum með mesta æðruleysi. „Þannig að við ákváðum bara fyrir fram að við myndum öll fara saman í sóttkví og styðja hvert annað. Þetta væri enginn heimsendir. Við erum flest bændur hérna, getum alveg gert það og farið í göngutúra og svona.“ Það kom því hópnum á óvart þegar þeim var tilkynnt af Embætti landlæknis og almannavörnum við heimkomuna á sunnudag að þau þyrftu ekki að fara í sóttkví í ljósi þess að þau voru innan við sólarhring í Þýskalandi. Sögusagnir um það að þau hafi komið sér undan sóttkví Patrycja segir að þau hafi samt ákveðið að halda sig til hlés, fara saman norður og eiga samneyti við sem fæsta utan hópsins. Flestir ákváðu þrátt fyrir tilmæli landlæknis að fara í sóttkví af tillitsemi við aðra og er Patrycja og fjölskylda þar á meðal. Henni fannst því miður þegar sögusagnir fóru af stað um það að hópurinn hafi reynt að koma sér undan sóttkví og tekist það með því að hringja öll sem eitt í heilbrigðisyfirvöld og „væla nógu mikið.“ Slíkt gæti þó ekki verið fjarri sannleikanum. „Mér finnst bara leiðinlegt að fólk er ekkert búið að kynna sér þetta heldur, hvernig það er að vera í sóttkví. Þú mátt vera á rúntinum, þú mátt alveg lifa lífinu, þú mátt vera með fjölskyldunni.“ Svo skilaboðin eru kannski líka að fólk eigi að fara varlega í að dæma fólk sem sé í sóttkví eða finnst að eigi að vera í sóttkví? „Já, ég hef líka hitt fólk sem er búið að læknast af þessari kórónuveiru og fólk vill ekki hitta þau. Þótt við séum í sóttkví þá þýðir það ekki að eftir tvær vikur þá megi fólk ekki hitta okkur.“ Hún segir hópinn þó fyrst og fremst reyna að standa saman og gleðjast yfir því að vera kominn heim.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Akureyri Kórar Tengdar fréttir Leið eins og það væri stríðsástand og flúði til Íslands Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, leist ekki á blikuna þegar útlit var fyrir að hún yrði föst í Póllandi. 14. mars 2020 22:48 Gengur ágætlega að koma Íslendingum sem staddir eru erlendis til landsins Um 5.400 Íslendingar sem eru á skrá hjá borgaraþjónustunni eru staddir erlendis. 15. mars 2020 18:54 Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30 Ráðleggja Íslendingum í Póllandi að aka til Þýskalands Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu til þeirra Íslendinga sem eru í Póllandi og vilja komast frá landinu. 14. mars 2020 16:51 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Leið eins og það væri stríðsástand og flúði til Íslands Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, leist ekki á blikuna þegar útlit var fyrir að hún yrði föst í Póllandi. 14. mars 2020 22:48
Gengur ágætlega að koma Íslendingum sem staddir eru erlendis til landsins Um 5.400 Íslendingar sem eru á skrá hjá borgaraþjónustunni eru staddir erlendis. 15. mars 2020 18:54
Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30
Ráðleggja Íslendingum í Póllandi að aka til Þýskalands Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu til þeirra Íslendinga sem eru í Póllandi og vilja komast frá landinu. 14. mars 2020 16:51