Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

VR stefnir Fjármálaeftirlitinu

Stjórn VR hefur samþykkt að stefna Fjármálaeftirlitinu. VR afhenti Héraðsdómi Reykjavíkur stefnuna í dag.

Flugmálayfirvöld kannast ekki við fullyrðingar Ballarin um WOW Air

Bandaríska athafnakonan Ballarin hyggst endurreisa flugfélagið WOW Air í gegnum félagið US Aerospace Associates. Ballarin opinberaði áætlanir um veru flugfélagsins á Dulles flugvelli í viðtali við Viðskiptamoggann í gær og sagði þar frá fundum sínum með flugmálayfirvöldum þar í borg.

Hafna frumvörpum ætlað að tryggja öryggi kosninga þvert á viðvörun Mueller

Niðurstaðan er sögð vekja sérstaka athygli í ljósi þess að frumvörpunum var hafnað aðeins fáeinum klukkustundum eftir að Robert Mueller, sem stýrði rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum árið 2016, varaði þingmenn við áframhaldandi tilraunum erlendra valdhafa til að hafa áhrif á framgöngu kosninga þar í landi.

Uppfinningamaður svifbrettis sveif hálfa leið yfir Ermarsundið

Zapata, sem þróaði sjálfur svifbrettið sem um ræðir, komst ómeiddur frá óhappinu og hyggst fara í aðra flugferð á næstu dögum. Hann vonaðist til að svífa 36 kílómetra, alla leið frá franska strandbænum Sangatte við norðurströnd Frakklands að Dover í suðaustur Englandi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um frestun hjartaaðgerða á Landspítalanum og nýfallin hitamet í Evrópu. Einnig verður rætt við móður sem missti son sinn nýverið í kjölfar fíkniefnavanda og talað við ferðaþjónustubændur sem gera draugasögunni um djáknann á Myrká hátt undir höfði. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar sem hefjast klukkan 18:30.

Sjá meira