Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lands­menn allir harmi slegnir

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri Reykjavíkur telur landsmenn alla harmi slegna vegna máls þar sem starfsmaður leikskólans Múlaborgar er grunaður um kynferðisbrot gegn barni.

Bærinn hefur af­hent lög­reglu mynd­efni í tengslum við hraðbankaránið

Mosfellsbær hefur afhent lögreglu myndefni úr eftirlitsmyndavélum bæjarins í tengslum við rannsókn á hraðbankaráni í bænum fyrr í vikunni. Rannsókn málsins er sögð á frumstigi en héraðsdómur hafnaði í morgun beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem hún hefur grunaðan í málinu.

Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um aðild að þjófnaði á hraðbanka í Mosfellsbæ á dögunum.

Hafi ekki for­sendur til að efast um á­kvörðun Sjúkra­trygginga

Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa neinar forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga um að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar til POTS-sjúklinga. Hún hafi þó skilning á því að það geti reynst fólki erfitt að hætta í meðferð sem það trúir á.

„Ó­metan­legur fjár­sjóður“ í heim­sókn á Ís­landi

Ómetanlegur fjársjóður norrænna miðaldabókmennta er nú til sýnis á Íslandi í fyrsta sinn. Gripurinn, sem rekur uppruna til Íslands, hefur verið varveittur á meginlandi Evrópu í nokkrar aldir en almenningi gefst nú kostur á að berja gripinn augum.

Fagnar á­formum um mótun at­vinnu­stefnu

Samtök atvinnulífsins fagna áformum stjórnvalda um mótun atvinnustefnu fyrir Ísland. Ríkisstjórnin hefur efnt til samráðs um stefnuna og kalla eftir hugmyndum um útflutningsgreinar sem geta vaxið hvað mest á næstu tíu árum og náð árlegum útflutningi sem nemur tugum milljarða króna.

Marg­föld að­sókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“

Aðsókn í vökvagjöf vegna POTS-heilkennis hefur margfaldast á aðeins örfáum árum. Ákvörðun um að hætta að greiða niður þjónustuna byggir á faglegum forsendum að sögn Sjúkratrygginga Íslands en hjartalæknir og Samtök um POTS á Íslandi óttast um afdrif þeirra sem ekki munu lengur geta sótt þjónustuna. Þrátt fyrir skort á rannsóknum hafi meðferðin skilað árangri og skipt sköpum fyrir lífsgæði þeirra sem hana þiggja og eflt getu þeirra til að taka þátt í samfélaginu.

„Al­var­legar af­leiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt

Það myndi hafa alvarlegar afleiðingar ef greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS-sjúklinga verður alfarið hætt. Þetta segir formaður Samtaka um POTS á Íslandi. Hætt sé við því að fólk sem hafi náð framförum með hjálp vökvagjafar detti aftur úr vinnu eða skóla og verði jafnvel aftur rúmliggjandi.

„Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ó­lifað“

Það var eins og að heyra að maður ætti aðeins tvo mánuði eftir ólifað að fá fréttir af því að til standi að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS- sjúklinga. Þetta segir kona sem glímir við heilkennið. Hún þakkar það vökvagjöfinni að hafa öðlast getu til daglegra athafna á borð við að geta þvegið sér sjálf um hárið og staðið upprétt, getu sem hún óttast nú að missa aftur.

Sjá meira