Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Far­þegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu

Alls voru tíu fluttir á sjúkrahús eftir rútuslys á Snæfellsnesi í gær. 44 voru um borð í rútunni sem valt en enginn slasaðist alvarlega.  Einn farþega var farinn af vettvangi þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Betur fór en á horfðist en töluverður bratti er niður af veginum þar sem rútan fór útaf. Lögreglan hvetur vegfarendur til að keyra sérstaklega varlega um vegi Snæfellsness, sem séu víða slæmir.

Um­deild brott­vísun, fjár­hags­tjón á Græn­landi og kyn­greint sæði

Gjörðir íslenskra stjórnvalda gætu leitt til þess að börn verði tekin af foreldrum sínum, sem mögulega bíður fangelsisvist í Rússlandi. Þetta segir lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar. Hún segir aumt að stjórnvöld sendi tveggja vikna börn úr landi undir forsæti síns gamla flokks.

Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékk­landi

Hægri-stjórnmálahreyfingarin ANO, undir forystu auðmannsins Andrejs Babis, fór með sigur í þingkosningunum í Tékklandi sem lauk síðdegis. ANO-hreyfing Babis hafði leitt í skoðanakönnunum og allt útlit er fyrir að hann felli hægri-miðju ríkisstjórn forsætisráðherrans Petr Fiala nokkuð örugglega.

Boða íbúafundi vegna mögu­legrar sam­einingar sveitar­fé­laganna

Boðað hefur verið til íbúafunda um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Efnt hefur verið til íbúakosningar um mögulega sameiningu sveitarfélaganna síðar á þessu ári, en sveitarstjórar í báðum sveitarfélögum leggja áherslu á að íbúar verði að eiga síðasta orðið.

Tekist á um leik­skóla­mál og á­rásir á Gasa

Formaður Eflingar harmar að formenn annarra stéttarfélaga fordæmi aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum, án þess að kanna hug félagsmanna fyrst. Ástandið á leikskólum borgarinnar sé óásættanlegt og ljóst að breytinga sé þörf.

Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti

Þjóðaröryggisráð Íslands kom saman í dag en vinna er þegar hafin við að efla varnir gegn fjölþáttaógnum að sögn utanríkisráðherra. Betur má ef duga skal en til standi að efla tækni, eftirlits-, greiningar- og viðbragðsgetu. Rússar heyja fjölþáttastríð gegn Vesturlöndum að sögn dönsku leyniþjónustunnar en tilfellum óvelkominnar drónaumferðar í Evrópu heldur áfram að fjölga en Rússar halda áfram að hafna ásökunum um að bera ábyrgð.

Ís­land verði leiðandi í þróun varna og við­skipta á Norður­slóðum

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill að Ísland sé ekki aðeins þátttakandi heldur gegni leiðandi hlutverki um þróun viðskipta og hvernig varnarmálum verði háttað á Norðurslóðum. Þjóðaröryggisráð kemur saman í dag til að ræða drónaárásir og aðrar fjölþáttaógnir en viðfangsefnið var fyrirferðarmikið á leiðtogafundi sem hún sótti í Danmörku í gær. Kristrún segist þó ekki aðeins hafa mætt til Kaupmannahafnar til að ræða varnarmál.

Sjá meira