Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Engar reglur eru um það hér á landi hversu margar fjölskyldur sæðisgjafar mega búa til. Eigandi frjósemisstofu kallar eftir breytingum og segir fréttir af evrópskum sæðisgjöfum sem eignast hafi jafnvel hundruð barna vera áhyggjuefni. 17.4.2025 18:26
Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Utanríkisráðherra segir vonbrigði að kraftlyftingakappinn Hafþór Júlíus Björnsson hafi ákveðið að taka þátt á kraftlyftingamóti í Síberíu í Rússlandi um páskana. Hafþór Júlíus er einn af sjö erlendum keppendum á mótinu sem kallast Siberian Pro og fer fram 19. og 20. apríl. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, segir íþróttafólki frjálst að taka þátt í þeim keppnum sem það kýs, en þykir þátttakan umhugsunarverð í ljósi stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. 17.4.2025 16:24
Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Gróft ofbeldi í nánum samböndum virðist vera að aukast, að sögn framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins. Við ræðum við framkvæmdastýru athvarfsins í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, en komum kvenna í athvarfið fjölgaði milli ára. 17.4.2025 11:52
Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Huggulegheit heima fyrir, matarboð og heimsóknir til ömmu og afa er meðal þess sem er framundan hjá sumum um páskana. Fréttastofan fór á stúfana og forvitnaðist um hvernig fólk ætlar að nýta fríið. 16.4.2025 21:31
Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Mikil örtröð var á Keflavíkurflugvelli í morgun og fólk beið í allt að fjörutíu mínútur í röð eftir að komast í gegnum öryggisleit. Ekki er óvanalegt að raðir myndist á háannatíma líkt og um páska en Isavia biðlar til þeirra sem ætla að leggja land undir fót um páskana að mæta snemma á völlinn. 16.4.2025 11:55
Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Til greina kemur að Ísland efli stuðning við Úkraínu með því að senda þangað borgaralega sérfræðinga segir utanríkisráðherra. Beiðni Íslands um samstarfsyfirlýsingu við Evrópusambandið í öryggis- og varnarmálum er í farvegi, en þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa kallað eftir auknu samráði við þingið. 14.4.2025 20:30
Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Tveir drengjanna sem slösuðust í alvarlegu bílslysi í grennd við Hofsós á föstudagskvöld eru enn á gjörgæslu. Samfélagið í Skagafirði er harmi slegið vegna málsins að sögn setts skólameistara, en boðað hefur verið til samverustundar í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki á morgun. 14.4.2025 11:53
Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Dóttir karlmanns um áttrætt sem lést á föstudag er í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar á andláti hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu var konan handtekin í heimahúsi í Garðabæ þar sem viðbragðsaðilar komu að föður hennar snemma á föstudagsmorgun. Lögregla verst allra frekari frétta af málinu. 13.4.2025 19:27
Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Dóttir karlmanns um áttrætt sem lést á föstudag er í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar á andláti hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu var konan handtekin í heimahúsi í Garðabæ þar sem viðbragðsaðilar komu að föður hennar snemma á föstudagsmorgun. 13.4.2025 18:24
Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Vegfarendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir vaxandi hríðarveðri norðaustan lands og einnig á Norðurlandi og á Vestfjörðum þegar líða tekur á daginn. Viðbúið er að einhverjir vegir verði ófærir eftir að þjónustutíma Vegagerðarinnar lýkur í kvöld og fram eftir morgni í fyrramálið. Þó er útlit fyrir „ekta páskaveður“ um næstu helgi. 13.4.2025 13:48