Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segjast taka á­bendingum al­var­lega og hafa verð­lagningu til skoðunar

Rekstraraðili fríhafnarverslana í Keflavík, Ísland Duty Free, hafa verðlangingu á áfengi í verslunum félagsins í Keflavík til skoðunar í framhaldi af umfjöllun um verðlag. Ábendingunum sé tekið alvarlega og hyggst fyrirtækið skoða sérstaklega verðlagningu þeirra vara sem reynast dýrari í fríhöfninni en í verslunum innanlands. Vísir greindi í morgun frá úttekt Félags atvinnurekenda sem meðal annars leiddi í ljós að áfengi í fríhöfninni í Keflavík sé allt að 81% dýrara en í fríhafnarverslunum á vegum sama fyrirtækis annars staðar í Evrópu.

Karl­maður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnar­firði

Karlmaður er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna að gruns um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði í gær. Greint var frá málinu í dagbókarfærslu lögreglunnar sem barst fjölmiðlum í morgun, en Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að maður sé enn í haldi vegna málsins.

Mál leið­beinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um kynferðisbrot leiðbeinanda sem starfaði á leikskólanum Múlaborg er á lokametrunum og málið á leið til héraðssaksóknara. Lögregla kveðst ekki geta staðfest endanlega hversu mörgum börnum maðurinn er grunaður um að hafa brotið gegn, nú þegar rannsókn málsins er að ljúka af hálfu lögreglu.

Á­fengi um­tals­vert dýrara í ís­lensku frí­höfninni en öðrum og jafn­vel dýrara en í Ríkinu

Verðsamanburður Félags atvinnurekenda á nokkrum áfengistegundum sem seldar eru í fríhafnarverslunum Heinemann leiðir í ljós að mörg dæmi eru um að vörurnar séu umtalsvert dýrari á Keflavíkurflugvelli en í öðrum fríhafnarverslunum sem fyrirtækið rekur í Evrópu. Verðmunurinn nemur allt að 81% á ákveðnum tegundum en minnsti munur 22%. Í öllum tilfellum er áfengið dýrast í íslensku fríhöfninni. Dæmi eru einnig um að áfengi í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli sé dýrara en hjá ÁTVR.

Vilja þjóð­fund um mennta­mál og fram­tíð landsins

Formaður Kennarasambandsins kallar eftir heildstæðri umræðu um framtíð menntamála á Íslandi og telur tilefni til að halda þjóðfund um málið. Framtíð landsins sé þegar í mótun innan menntakerfisins og því sé ærið tilefni til að þjóðin eigi samtal um hvernig móta megi framtíðina í sameiningu, einkum í ljósi þeirra áskorana sem blasi við í menntakerfinu.

Rúss­neskur kaf­bátur í fylgd sænska hersins

Sænski herinn hefur í morgun fylgt rússneskum kafbáti á Eystrasalti. Bæði skip og þota sænska hersins fylgja kafbátnum sem í gær sigldi inn Eystrasalt um Stórabelti að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá sænska hernum í morgun.

Þurrt og bjart suð­austan til og stinning­skaldi í kortunum

Vestanáttin er ríkjandi um landið í dag, 8 til 15 metrar á sekúndu en hægari vindur þó sunnan heiða. Skýjað og dálítil væta samkvæmt veðurspá, en þurrt og bjart veður á suðaustanverðu landinu. Lægir síðdegis. Hiti í dag verður á bilinu 6 til 14 stig, hlýjast suðaustan til. Kaldi eða stinningskaldi er í kortunum norðvestanlands síðar í vikunni.

Mos­fells­bær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur af­þakkar

Athygli vakti í dag þegar greint var frá því í fréttum að Tjörneshreppur, eitt fámennasta sveitarfélag landsins, ætli að afþakka tæplega 250 milljónir króna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Nú hefur bæjarstjórinn í Mosfellsbæ blandað sér í umræðuna og segist glöð myndu taka á móti fjármununum fyrir hönd bæjarins. Um sé að ræða nokkurn veginn sömu upphæð og Mosfellsbær verður af eftir að nýjar úthlutunarreglur sjóðsins voru samþykktar í vor.

Mannránstilraun í Kongó og tvö­föld ára­mót meðal eftir­minni­legustu ferðaævintýra Katrínar

Íslensk kona sem hefur ferðast til nær allra landa heims segist þó nokkru sinnum hafa orðið fyrir áreiti fyrir það að vera einsömul kona á faraldsfæti. Hún hvetur þó konur til að láta ekkert stöðva sig og upplifa heiminn. Hún vinnur í um þrjá mánuði á ári og ferðast restina og hyggst klára að heimsækja síðustu ríki heims sem hún hefur ekki heimsótt þegar á næstu mánuðum.

Er­lendir aðilar stofna fölsk ís­lensk lén í annar­legum til­gangi

Útlit er fyrir að óprúttnir erlendir aðilar hafi tekið upp á því að stofna íslensk lén sem líkjast nöfnum íslenskra fyrirtækja í þeim tilgangi beita blekkingum og svíkja þannig erlenda birgja umræddra fyrirtækja. Þetta kemur í færslu á samfélagsmiðlum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hefur málið til rannsóknar. Vitað er um að minnsta kosti þrjú slík lén sem þegar verið lokað.

Sjá meira