Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Jói Fel ekki meðal um­sækj­enda á Litla-Hrauni

Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, var ekki meðal umsækjenda um starf yfirmanns mötuneytis fangelsisins að Litla-Hrauni. Umsóknarfrestur rann út þann 25. nóvember en starfsauglýsingin hafði sætt gagnrýni þar sem hún var sögð klæðskerasniðin að Jóa Fel, sem er sambýlismaður forstöðukonu fangelsisins. Hann sinnti sumarafleysingum við eldhús fangelsisins, sem einnig þjónustar Hólmsheiði, en fangelsismálastjóri segir alrangt að auglýsingin hafi verið sérsniðin að nokkrum umsækjenda.

Undir­búa Mána-leiðangur Dana til tungsins

Dönsk stjórnvöld hyggjast ráðstafa umtalsverðum fjármunum í að kosta leiðangur gervitungls til Tunglsins. Verkefnið hefur hlotið nafnið Máni, með vísan fornnorrænar tungu, en orðið er enn gott og gilt með sama rithætti á íslensku. Danskir vísindamenn við nokkra þarlenda háskóla leiða verkefnið, en að því koma samstarfsaðilar frá fleiri löndum. Markmiðið er að allt verði klárt fyrir Mánaleiðangurinn árið 2029.

Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt út­lit og verði „upplifunarbrú“

Tillaga um breytt deiliskipulag Elliðaárdals vegna Árbæjarlóns, Árbæjarstíflu og Rafstöðvarvegs var kynnt umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær. Lagt er til að afmörkun Árbæjarlóns verði fjarlægð auk þess sem lagt er til að Árbæjarstífla fái nýtt útlit og um hana verði aðgengileg gönguleið yfir Elliðaárnar. Stíflan er friðuð og því er lagt upp með að breytingar á henni verði gerðar í samráði við Minjastofnun. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja hins vegar frekar að Árbæjarlón verði fyllt að nýju.

Páll á­fram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið

Páll Winkel verður áfram í leyfi frá störfum sem forstöðumaður Fangelsismálastofnunar en hefur tekið að sér vera fulltrúi félags- og húsnæðismálaráðuneytisins í verkefni um nýja Miðstöð um öryggisráðstafanir. Birgir Jónasson, sem hefur verið settur fangelsismálastjóri síðan Páll fór í leyfi í september í fyrra, verður áfram settur fangelsismálastjóri í ár til viðbótar.

Lýsa enda­lokum vin­sæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“

Frasinn „six-seven“ eða „sex-sjö“ hefur upp á síðkastið verið afar vinsæll meðal yngri kynslóðarinnar. Vinsældir frasans, sem virðist ekki hafa neina sérstaka merkingu, má rekja til mikillar útbreiðslu á samfélagsmiðlum og hafa krakkar og unglingar víða um heim tekið upp frasann sem þykir mikið notaður í þeirra daglega tali. Svo mikið er gripið til frasans að kennurum í skóla nokkrum í Tinglev í Danmörku þótti nóg um og hafa þeir gert tilraun til að lýsa yfir endalokum frasans.

Auknar líkur á kvikuhlaupi en ó­vissa um hve­nær gýs næst

Áfram eru auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi næstu vikurnar en hraði kvikusöfnunar undir Svartsengi hefur haldist nokkuð stöðugur síðasta hálfa mánuðinn. Ekki er þó mögulegt að áætla með nákvæmum hætti hvenær næst gæti gosið hafist á Reykjanesi en hættumat helst óbreytt til 9. desember nema að virkni taki breytingum. Áfram er lítil skjálftavirkni við Svartsengi og Grindavík og heldur jarðskjálftavirkni við Krýsuvík áfram að minnka og landsig við Krýsuvík hefur nokkurn veginn stöðvast.

Þetta eru fjöl­mennustu borgir í heimi

Árið 1950 bjuggu aðeins um 20% heimsbyggðarinnar í borgum. Undanfarna áratugi hefur þéttbýlisvæðing farið vaxandi á heimsvísu og er hlutfalli þeirra sem nú búa í borgum komið upp í 45% samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Á sama tíma hefur fjöldi jarðarbúa margfaldast, úr um 2,5 milljörðum árið 1950 upp í um 8,2 milljarða í ár samkvæmt skýrslunni.

Sjá meira