Fréttamaður

Elísabet Inga Sigurðardóttir

Elísabet Inga er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hand­taka hælis­leit­enda og brott­rekstur Hollands úr Euro­vision

Lögmaður þriggja kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands.

Gætu verið ein­hverjar vikur í næsta gos

Fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir að einhverjar vikur geti verið í næsta eldgos á Reykjanesi. Kvika haldi áfram að safnast saman í Svartsengi en reynslan síni að sífellt meiri þrýsting þurfi til að koma af stað öðru kvikuhlaupi.

Var beðinn um upp­lýsingar um unga leik­menn vegna veð­máls

Knattspyrnuþjálfari hefur lent í því að fá skilaboð þar sem hann var inntur eftir upplýsingum um stöðu leikmanna fyrir fótboltaleik barna og ungmenna í öðrum flokki en fólkið vildi upplýsingar fyrir veðmál. Hann óttast að börn verði fyrir óþægilegum þrýstingi í æskulýðsstarfi. 

Dauð lömb á túni, á­rás á Rafah og Euro­vision

Ísraelsher gerði árás á austurhluta Rafah-borgar í morgun þar sem hundruð þúsunda Palestínumanna hafa undanfarið leitað skjóls. Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hann myndi stöðva vopnasendingar til Ísrael ef forsætisráðherra landsins fyrirskipar árás inn á Rhafah.

Eld­gosinu lokið, meintur fjárdráttur og manndrápsrannsókn

Eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina er lokið. Eldfjallafræðingur telur líklegt að næsta gos á Reykjanesi verði í Eldvörpum. Það sé langbesti staðurinn til að fá nýtt eldgos því á svæðinu sé mikið flatlendi og langt í mikilvæga innviði. Nýtt eldgos geti hafist hvenær sem er.

Forsetaslagurinn, leit að eig­anda fjár­muna og rjómablíða

Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu um alla borg í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út. Við sjáum frá deginum og ræðum við formann Landskjörstjórnar í beinni útsendingu.

Um­deilt frum­varp, ís­lenskan og sumar­veðrið

Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun.

Sjá meira