Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa skotið fleiri en 130 til bana í tónleikahöll í Moskvu voru í dag yfirheyrðir af sérstakri rannsóknarnefnd. Leitarstarf stendur enn yfir í tónleikahöllinni og þjóðarsorg ríkir í Rússlandi. 24.3.2024 18:00
Hádegisfréttir Bylgjunnar Hætta er á gasmengun við Hafnir og í Grindavík í dag að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofunni, en há gildi brennisteinsdíoxíðs mældust þar í nótt og í morgun. Hraun lekur enn ofan í Melholsnámu og er áfram unnið að hækkun varnargarðanna. 24.3.2024 11:45
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vladímír Pútín, Rússlandsforseti heitir því að bregðast við hryðjuverkaárásinni, á tónleikahöll í Moskvu í gærkvöld, með hörku. Tala látinna stendur í 133 og óttast að hún fari hækkandi. Þjóðarsorg verður í Rússlandi á morgun. 23.3.2024 18:01
Hádegisfréttir Bylgjunnar Minnst 93 eru látnir og hundrað særðir eftir skotárás í tónleikahöll í Moskvu í gærkvöld. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en árásarmennirnir fjórir eru allir í haldi lögreglu. Sérfræðingur í málefnum Rússlands býst við að Rússar bregðist við árásinni af hörku. 23.3.2024 11:41
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna um fyrirhuguð kaup á TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. 22.3.2024 18:00
Fleiri munu geta sótt um greiðsluaðlögun eftir breytingar Fleiri munu geta leitað greiðsluaðlögunar en áður þegar skilyrði fyrir úrræðinu verða rýmkuð með nýjum lögum. Þetta segir yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara sem fagnar breytingunum. 20.3.2024 09:00
Lítil stemning fyrir rafrænni undirritun Þó undirritun kjarasamninga sé tímafrek og krefjist mikillar pappírsvinnu stendur ekki til að gera aðilum kleift að skrifa undir samningana með rafrænum skilríkjum, enda segja sáttasemjarar að um rótgróna hefð sé að ræða. 18.3.2024 14:01
Bíða eftir tölvupósti frá Heimsmetabók Guinness Eigandi brasilíska kattarins Xartrux reynir nú að fá nafn kattarins ritað í sögubækurnar en hann er einn og hálfur metri að lengd og rúmlega tíu kíló. Xartrux, eða eigandi hans öllu að heldur, leitast eftir heimsfrægð og vill að upplýsingar um holdafar kattarins rati í heimsmeistarbók Guinness þar sem hann verði skráður stærsti köttur heims. 15.3.2024 22:01
Leggur til að ríkið hætti að ganga á eftir ábyrgðarmönnum námslána Ekki verður lengur gengið á eftir ábyrgðarmönnum námslána til innheimtu skuldar ef nýtt frumvarp háskólaráðherra nær fram að ganga. Ráðherra segir sanngjarnt að lántakandinn sjálfur beri ábyrgð á sínum skuldum og vill afnema ábyrgðarmannakerfið í heild sinni. 14.3.2024 18:31
Telja að fimm unglingar hafi kveikt í húsinu Lögregla telur sig vita hverjir kveiktu í Hafnartúnshúsi á Selfossi um helgina. Fimm eru taldir hafa átt hlut að máli og eru börn á meðal grunaðra. 14.3.2024 12:12