Kvöldfréttir Stöðvar 2 Samninganefnd VR hefur til klukkan átta í kvöld til að taka afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Heimir Már Pétursson, fréttamaður fer yfir nýjustu tíðindi af kjaradeilu VR og SA í beinni útsendingu frá Karphúsinu. 13.3.2024 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. Heimir Már Pétursson fer yfir stöðuna í beinni útsendingu í fréttatímanum. 12.3.2024 18:00
Frumraun Alþingiskórsins á sviði um helgina Hinn háttvirti Alþingiskór kom í fyrsta sinn fram í þingveislu um helgina. Kórinn samanstendur af tuttugu þingmönnum og þeirra á meðal er dómsmálaráðherra og innviðaráðherra. 10.3.2024 18:25
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði kallar eftir að vinnustaðaeftirlit verði eflt. Veitingamenn séu slegnir eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir í tengslum við meint mansal á veitingastöðum Davíðs Viðarssonar í síðustu viku. 10.3.2024 18:00
Rætt um 80 milljarða: „Mér finnst það ekki sanngjörn leið“ Nýir kjarasamningar eru kostnaðarsamir og kalla á aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Þetta segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Honum hugnast ekki flatar skattahækkanir enda myndu þær draga úr þeim kjarabótum sem aðilar á vinnumarkaði voru að fá í gegn í nýjum samningum. 10.3.2024 13:46
Hádegisfréttir Bylgjunnar Gríðarmikið tjón varð á sögufrægu Hafnartúnshúsi á Selfossi eftir að eldur kviknaði í því í gærkvöldi. Varaslökkvistjóri í Árnessýslu segir slökkvistarf hafa gengið vel en sorglegt sé að horfa á sögufrægt hús verða eldi að bráð. Við fjöllum um málið í fréttatímanum. 10.3.2024 11:45
Vill broskarl eða súrkarl í glugga veitingastaða Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst. 9.3.2024 14:01
Hádegisfréttir Bylgjunnar Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Rætt er við formann Neytendasamtakanna í hádegisfréttum Bylgjunnar. 9.3.2024 11:42
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Rúmlega sjötíu manna hópur frá Gasa lenti á Keflavíkurflugvelli í dag og hitti loks ástvini og fjölskyldur á Íslandi. Aðstandendur mættu með blóm og í sínu fínasta pússi til að taka á móti fólkinu sínu en þeir þurftu þó að bíða í dágóðan tíma. Við sjáum frá deginum í fréttatímanum. 8.3.2024 18:01
Jöfnun launa milli markaða forsenda kjarasamnings Formaður BSRB segir að samtökin muni horfa að miklu leyti til nýrra kjarasamninga sem undirritaðir voru í gær við kjaraviðræður samtakanna. Jöfnun launa milli markaða sé þó forsenda kjarasamnings. 8.3.2024 13:03