Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nú rétt fyrir fréttir var skrifað undir nýjan kjarasamning fyrir mikinn meirihluta launafólks á almennum vinnumarkaði. Laun hækka um lágmarks krónutölu en annars um rúm þrjú prósent á ári. Heimir Már, fréttamaður fer ítarlega yfir málið í fréttatímanum. 7.3.2024 18:01
Vongóður um að stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til UNWRA Utanríkisráðherra segist vongóður um að íslensk stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNWRA, í ljósi þeirrar vinnu sem hefur verið unnin í ráðuneytinu. 7.3.2024 12:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sex voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í dag grunuð um vinnumansal. Meint fórnarlömb hlaupa á tugum og á málið sér nokkra ára sögu. Þá var lagt hald á fjármuni við húsleitir í gær og í skoðun er að frysta eignir grunuðu. Við förum ítarlega yfir málið í fréttatímanum. 6.3.2024 18:01
Björn Brynjúlfur nýr framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Björn Brynjúlfur Björnsson er nýr framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Gengið hefur verið frá ráðningu Björns og hefur hann störf þann 1. maí næstkomandi. 6.3.2024 14:30
Lífseigir skaflar á ábyrgð eigenda Snjóskaflar sem standa í borgarlandinu verða ekki fjarlægðir nema þeir ógni umferðaröryggi. Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg hvetur fólk til að láta borgina vita ef snjóhrúga veldur ama. 6.3.2024 14:00
Engar viðvaranir gefnar út og óttast ekki vatnsskort Íslendingur sem dvelur mikið á Tenerife hefur litlar áhyggjur af vatnsskorti en stjórnvöld á eyjunni hafa varað við neyðarástandi vegna þurrkatíðar. Hann segir engar viðvaranir hafa verið gefnar út til íbúa og óþarft að hafa áhyggjur. 29.2.2024 14:00
Ekki í fyrsta sinn sem ökumaður rútu ógni öryggi á Reykjanesbrautinni Ung kona sem lenti næstum í árekstri við rútu þegar ökumaður hennar ók yfir á öfugan vegarhelming á Reykjanesbrautinni í gær segir ökumenn stórra bíla oft taka óþarfa áhættur á svæðinu. Fulltrúi Vegagerðarinnar segir atvikið sýna fram á mikilvægi þess að aðskilja akstursstefnur á fjölförnum vegum. 28.2.2024 20:24
Sér fram á verkfallsboðun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist sjá fram á að samninganefnd Eflingar muni á fundi sínum í kvöld samþykkja verkfallsboðun. 28.2.2024 19:02
Bílstjóri rútunnar var starfsmaður á verkstæði Rútan, sem ekið var á móti umferð á Reykjanesbraut í gær, var í umsjón bifreiðaverkstæðisins Vélrás. Eigandi fyrirtækisins segir ljóst að um mannleg mistök hafi verið að ræða og að tekið verði á málinu innanhúss. 28.2.2024 12:53
Hissa og sorgmædd yfir ákvörðun VR Framkvæmdastjóri SA segir það miður að VR hafi slitið viðræðum í ljósi þess að félagið var búið að samþykkja launaliðinn og að horft væri til verðbólguviðmiða. Það væri sorglegt að 0,2 prósentustiga munur hafi gert útslagið. 23.2.2024 20:22