Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20.11.2022 12:34
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar hópferðabifreið var ekið á hann á horni Barónsstígs og Grettisgötu í gærkvöldi. Maðurinn var á rafhlaupahjóli. Sérfræðingur hjá Samgöngustofu segir að slysið muni lita dagskrá alþjóðlegs minningardags um fórnarlömb samgönguslysa sem fer fram í dag. Nánar verður fjallað um málið í hádegisfréttum. 20.11.2022 12:00
Samstaða náðist um loftslagshamfarasjóð Tinna Hallgrímsdóttir, formaður ungra umhverfissinna segir samstöðu hafa náðst um loftslagshamfarasjóð á COP27 ráðstefnunni í Egyptalandi. Beint samþykki sé þó eftir. Einhver tregða sé einnig til staðar hvað varðar samkomulag um samdrátt í losun. 20.11.2022 00:03
Kristján Einar hefur „sögur að segja“ eftir fangelsisvist á Spáni Sjómaðurinn og áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson er nú laus úr fangelsi eftir að hafa setið inni í átta mánuði. Þessu greinir hann frá á Instagram reikningi sínum. 19.11.2022 22:52
Snarpur skjálfti í Mýrdalsjökli Skjálfti af stærðinni 3,2 varð klukkan 21:13 í kvöld í Mýrdalsjökli. 19.11.2022 21:57
Alvarlegt slys á Barónsstíg: Ekið á vegfaranda á hlaupahjóli Alvarlegt slys varð á Barónsstíg í miðbæ Reykjavíkur um klukkan átta í kvöld þegar ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli. Dælubíll slökkviliðs, sjúkrabíll og lögregla mættu á staðinn. 19.11.2022 20:53
Löng bílaröð myndaðist en engan sakaði Umferðaróhapp varð við Kotstrandarkirkju á milli Hveragerðis og Selfoss fyrr í kvöld. Engan sakaði en löng bílaröð myndaðist í kjölfarið. 19.11.2022 19:23
Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19.11.2022 18:44
Tekur sér frí vegna fornæmis fyrir Alzheimer Ástralski leikarinn Chris Hemsworth hefur ákveðið að taka sér frí frá sviðsljósinu vegna nýuppgötvaðs fornæmis fyrir Alzheimer sjúkdómnum. 19.11.2022 17:45
Princess Diaries 3 staðfest: Mætir Mia Thermopolis aftur á skjáinn? Aðdáendur Princess Diaries kvikmyndanna og bókanna geta nú glaðst. Princess Diaries 3 er í vinnslu hjá Disney. 16.11.2022 16:44