Fréttamaður

Ellen Geirsdóttir Håkansson

Nýjustu greinar eftir höfund

Rúta rann út af vegi á Hellis­heiði

Rúta fyrirtækisins Bus4U rann út af veginum á Hellisheiði nú í morgun. Tuttugu manns eru í rútunni en engin slys urðu á fólki eða farartækjum.

Ali Baba í Austur­stræti lokað

Kebabstaðurinn Ali Baba lokar í Austurstræti. Ástæðan er ansi einföld, annar aðili vildi kaupa húsnæðið og hyggst opna bar eða veitingastað.

ÍBV biðst vel­virðingar á nafn­bót þrettánda­skessu í Eyjum

Haraldur Pálsson, framkvæmdarstjóri ÍBV segir þá staðreynd að nafn Eddu Falak hafi verið sett á tröllskessuna á þrettándagleði í Vestmannaeyjum ekki vera „eins djúpt og fólk heldur.“ Félagið biðjist velvirðingar á þessu og þyki leiðinlegt að skessan særi blygðunarkennd einhverra. Bæjarstjóri segir atburðinn óviðeigandi. 

Kvöddu reksturinn úr fjarska og vinna að bjór­böðum

Veitingastaðurinn Smiðjan Brugghús skellti plássi sínu í mathöllinni á Selfossi í lás nú á dögunum. Eigendur staðarins einbeita sér nú alfarið að rekstri staðarins í Vík. Þau hyggjast stækka staðinn og bjóða upp á bjórböð svo eitthvað sé nefnt.

Með hnefana á lofti eftir Ára­móta­skop Ara Eld­járn

Lögregla var kölluð til að Háskólabíó á tíunda tímanum í kvöld þar sem gestum á Áramótaskopi Ara Eldjárn var allt annað en hlátur í huga. Hnefar voru á lofti og greinilegt að einhverjir höfðu fengið sér í aðra tána eða rétt rúmlega það.

Segir nálgun Eflingar undar­lega og til skammar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist gáttaður á málflutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar um hærri framfærslukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin um hærri laun vegna þessa sé ómálefnaleg og á röngum forsendum.

Fjórir hafa nú verið teknir af lífi vegna mótmæla í Íran

Fjórir hafa nú verið teknir af lífi í Íran fyrir það að taka þátt í mótmælunum sem blossuðu upp þar í landi um miðjan september síðastliðinn. Karate meistari og þjálfari í sjálfboðastarfi voru teknir af lífi í dag. Sameinuðu þjóðirnar biðla til íranskra stjórnvalda að hætta aftökunum.

Sjá meira