Fyrstur til að veita rafrænan aðgang í gegnum talsmann sinn Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 10. janúar 2023 11:33 Jóhann Fannar við undirritun og Þuríður Harpa, formaður ÖBÍ. Facebook/Réttindagæslumaður fatlaðs fólks, Stöð 2 Fyrsti einstaklingurinn hefur nú veitt rafrænan aðgang í gegnum talsmann sinn. Þessu greinir réttindagæslumaður fatlaðs fólks frá. Jóhann Fannar Kristjánsson undirritaði samning um rafrænt pósthólf og persónulega talsmenn og er eins og áður sagði sá fyrsti til þess. Samningurinn sjálfur snýr að því að persónulegum talsmönnum sé mögulegt að koma fram fyrir hönd umbjóðenda sinna og þar af leiðandi fengið aðgang að rafrænu pósthólfi þeirra. Samningurinn er gerður í samráði við réttindagæslumann fatlaðs fólks. „Við erum gríðarlega ánægð með þessa þróun að þetta sé þá komið en það er heilmikið eftir til þess að allir geti nýtt sér með einhverjum hætti, rafræn skilríki,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ þegar fréttastofa spyr hana út í áfangann. Hún vonast til þess að allir hópar muni geta nýtt sér rafræn skilríki sem fyrst en stórir hópar fólks geti það ekki enn. „Þetta er fyrsta skref og við erum mjög ánægð með það að þessi talsmannagrunnur sé kominn, það gefur allaveganna ákveðnum hópi tækifæri til þess að nýta sín réttindi. En það þarf meira til, ég veit það er verið að vinna í því og ég vona að við náum í land varðandi rafræn auðkenni og hvernig allir hópar geti nýtt sér þau sem fyrst,“ segir Þuríður Harpa. Hún segir jafnframt mikla áherslu vera lagða á stafræna þróun og rafræn skilríki í íslensku samfélagi. Með þeim eigi allir að geta haft aðgang að heimabanka og Heilsuveru. Þau séu meira að segja notuð til þess að geta farið í strætó sem henni þyki nokkuð fáránlegt. „Það þarf að finna leiðir til þess að fólk geti nýtt sér þessi rafrænu auðkenni sem allt snýst um í dag,“ segir Þuríður Harpa að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður kom fram að rafræn skilríki hafi verið virkjuð í gegnum talsmann. Það var rangt og hefur nú verið lagfært. Hið rétta er að rafrænn aðgangur var veittur í gegnum talsmann. Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Stafræn þróun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Jóhann Fannar Kristjánsson undirritaði samning um rafrænt pósthólf og persónulega talsmenn og er eins og áður sagði sá fyrsti til þess. Samningurinn sjálfur snýr að því að persónulegum talsmönnum sé mögulegt að koma fram fyrir hönd umbjóðenda sinna og þar af leiðandi fengið aðgang að rafrænu pósthólfi þeirra. Samningurinn er gerður í samráði við réttindagæslumann fatlaðs fólks. „Við erum gríðarlega ánægð með þessa þróun að þetta sé þá komið en það er heilmikið eftir til þess að allir geti nýtt sér með einhverjum hætti, rafræn skilríki,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ þegar fréttastofa spyr hana út í áfangann. Hún vonast til þess að allir hópar muni geta nýtt sér rafræn skilríki sem fyrst en stórir hópar fólks geti það ekki enn. „Þetta er fyrsta skref og við erum mjög ánægð með það að þessi talsmannagrunnur sé kominn, það gefur allaveganna ákveðnum hópi tækifæri til þess að nýta sín réttindi. En það þarf meira til, ég veit það er verið að vinna í því og ég vona að við náum í land varðandi rafræn auðkenni og hvernig allir hópar geti nýtt sér þau sem fyrst,“ segir Þuríður Harpa. Hún segir jafnframt mikla áherslu vera lagða á stafræna þróun og rafræn skilríki í íslensku samfélagi. Með þeim eigi allir að geta haft aðgang að heimabanka og Heilsuveru. Þau séu meira að segja notuð til þess að geta farið í strætó sem henni þyki nokkuð fáránlegt. „Það þarf að finna leiðir til þess að fólk geti nýtt sér þessi rafrænu auðkenni sem allt snýst um í dag,“ segir Þuríður Harpa að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður kom fram að rafræn skilríki hafi verið virkjuð í gegnum talsmann. Það var rangt og hefur nú verið lagfært. Hið rétta er að rafrænn aðgangur var veittur í gegnum talsmann.
Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Stafræn þróun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira