Fréttamaður

Fanndís Birna Logadóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Dagur leiðir listann og Heiða Björg í öðru sæti

Flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík lauk í dag en valið fór fram með rafrænum hætti um helgina. Alls greiddu 3.036 flokksfélagar og stuðningsmenn atkvæði og var kjörsókn því um 50,2 prósent.

Þingmaður VG segir mikilvægt að öryggi íbúa sé tryggt: „Við getum ekki og megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi“

Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri Grænna, segir skotárásir undanfarið hafa vakið upp óhug meðal margra en hún segir mikilvægt að Ísland sýni frumkvæði í að tryggja öryggi borgara. Hún hafi verið með í undirbúningi frumvarp um endurskoðun skotvopnalaga en ákveðið að leggja það ekki fram þar sem stjórnarfrumvarp þess efnis er í farvatninu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku.

Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar

Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný.

Fær aftur kannabisefni sem hann flutti til landsins: „Við vorum óhræddir við að bíða niðurstöðu dómstóla“

Lögmaður færeysks manns sem var tekinn með um þrettán grömm af kannabisefnum við komuna til Íslands segir ánægjulegt að maðurinn hafi fengið efnin aftur en þau voru skrifuð út í læknisfræðilegum tilgangi. Hann telur þetta fyrsta dæmið þar sem látið er reyna á flutning kannabisefna í læknisfræðilegum tilgangi og telur að um fordæmisgefandi mál sé að ræða.

Fólk stundum feimið við að taka niður grímuna

Framkvæmdastjóri Krónunnar segir enn marga feimna við að taka grímuna af sér eftir að slakað var á samkomutakmörkunum í gær. Hún telur að afnám grímuskyldu eigi eftir að ganga vel og segir það ekki síst létti fyrir starfsfólk.

Sjá meira