Slaka á takmörkunum í Hollandi þrátt fyrir fjölda smitaðra Yfirvöld í Hollandi hafa ákveðið að slaka á samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins þar í landi frá og með morgundeginum þrátt fyrir að enn sé mikill fjöldi að greinast þar í landi með veiruna. 25.1.2022 23:45
Ekki enn tekist að kjósa nýjan forseta á Ítalíu Ekki náðist samstaða meðal ítalskra þingmanna í dag um hver skyldi verða næsti forseti landsins, annan daginn í röð. Þingmenn gengu aftur til kosninga í dag en leiðtogar stjórnmálaflokkanna eru ósammála um hver eigi að taka við. 25.1.2022 22:52
Ragnhildur vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi Ragnhildur Jónsdóttir, hagfræðingur og varabæjarfulltrúi, mun gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í prófkjöri flokksins þann 26. febrúar næstkomandi. 25.1.2022 22:09
Hefja klínískar rannsóknir á nýju ómíkron bóluefni Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech munu hefja klínískar rannsóknir á sérstöku bóluefni gegn ómíkron afbrigði kórónuveirunnar en fyrirtækin tilkynntu um þetta í dag. Önnur fyrirtæki vinna nú sömuleiðis að þróun bóluefna gegn ómíkron. 25.1.2022 21:28
Segir ljós við enda ganganna þrátt fyrir að mjög erfið staða blasi við Víðir Reynisson segist uggandi yfir þeim breytingum sem voru kynntar í dag en telur engu að síður að um stórt og mikilvægt skref hafi verið að ræða. Gera má ráð fyrir að fleiri muni greinast smitaðir á næstunni og þarf fólk að vera undir það búið. Hann sér þó fram á bjartari tíma í vor. 25.1.2022 21:00
„Staðreyndin er sú að við stöndum núna í skólum með fáar eða litlar varnir“ Nokkur þúsund Íslendingar losna úr sóttkví á miðnætti þegar miklu vægari reglur um sóttkví taka gildi. Um helmingur þeirra sem nú eru í sóttkví eru börn en formaður Félags grunnskólakennara óttast að mörg börn muni veikjast á næstu dögum. Fáar sem engar varnir séu nú í skólum landsins. 25.1.2022 19:11
Margrét sækist eftir fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ Margrét Bjarnadóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ sem fer fram þann fimmta mars næstkomandi. Margrét greinir frá framboðinu á Facebook síðu sinni. 25.1.2022 18:08
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þúsundir Íslendingar losna úr sóttkví á miðnætti þegar miklu vægari reglur um sóttkví taka gildi. Forsætisráðherra segir skrefið marka eðlisbreytingu á baráttunni við faraldurinn. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 25.1.2022 18:01
Engar breytingar á einangrun þrátt fyrir nýjar reglur um sóttkví Breyttar reglur um sóttkví voru tilkynntar í dag en engu að síður er sóttvarnalæknir harður á því að breytingar verði ekki gerðar á lengd og framkvæmd einangrunar. Hann segir mikilvægt að aflétta í varfærnum skrefum en viðbúið er að fleiri muni greinast í skólum vegna þeirra breytinga sem kyntnar voru í dag. 25.1.2022 17:44
Þríeykið verður á upplýsingafundi á morgun Þríeykið mætir enn og aftur til leiks á upplýsingafundi á morgun en almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknir hafa boðað til fundar klukkan ellefu. 25.1.2022 17:18