Einn látinn og tíu inniliggjandi á sjúkrahúsi með ómíkron Fyrsta andlát einstaklings sem greindist með ómíkron-afbrigði veirunnar hefur nú verið staðfest í Bretlandi, rúmum mánuði frá því að afbrigðið kom fyrst upp í Suður-Afríku. Forsætisráðherra Bretlands útilokar ekki að aðgerðir verði hertar enn frekar á næstu dögum. 13.12.2021 17:26
Tíu nemendur og fimm starfsmenn Klettaskóla smitaðir Þó nokkrir nemendur Klettaskóla og starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir helgi. Skólastjóri bindur vonir við að fleiri greinist ekki á næstu dögum en ómögulegt sé að segja til um framhaldið. 13.12.2021 14:40
Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13.12.2021 13:44
„Það má í rauninni segja að teningunum hafi verið kastað í þessu máli“ Þremur bönkum hefur nú verið stefnt í Vaxtamálinu svokallaða en Neytendasamtökin telja lán bankanna með breytilegum vöxtum ekki standast lög. Formaður Neytendasamtakanna segir málið það langumfangsmesta sem þau hafa tekið sér fyrir hendur en rúmlega 1500 manns hafa leitað til samtakanna. 13.12.2021 13:01
„Ég hef aldrei gefið neinum leyfi til þess að nauðga mér“ Ung trans kona sem brotið var á tvívegis á árinu segir ákveðna nauðgunarmenningu ríkja hér á landi með tilliti til trans kvenna. Hún segir að litið sé á þær sem einhvers konar blæti og að varpa þurfi ljósi á vandann. Opna þurfi umræðuna um málefni trans kvenna þar sem margt er ekki í lagi. 12.12.2021 18:31
Verst væri ef fólk missti trúna á endurvinnslu Gríðarlegt magn plasts frá Íslandi hefur legið óhreyft í vöruhúsi í Svíþjóð undanfarin fimm ár. Umhverfisráðherra segir mikilvægt að bregðast við en áhugamaður um endurvinnslu óttast áhrifin sem málið gæti haft á viðhorf fólks. 10.12.2021 21:02
Munu krefjast þess að plastið fari í réttan farveg Úrvinnslusjóður mun fara fram á það við sænska fyrirtækið Swerec að íslenskt plast sem Stundin greinir frá að hafi legið óhreyft undanfarin ár í vöruskemmu verði sett í réttan farveg. 10.12.2021 13:30
Borgin þurfi að fara í megrun Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, gagnrýnir harðlega fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem samþykkt var af borgarstjórn í gærkvöld. 8.12.2021 21:26
Scholz tekur við af Merkel: „Þetta eru klár kaflaskil“ Olaf Scholz tók formlega við embætti kanslara Þýskalands í morgun og þar með lauk sextán ára embættistíð Angelu Merkel. Prófessor í stjórnmálafræði segir að um sé að ræða kaflaskil í evrópskum og þýskum stjórnmálum þar sem erfitt er að ofmeta áhrif Merkel. 8.12.2021 12:05
Markmiðið að grípa sem flesta og koma til móts við Landspítala Ný Covid deild verður opnuð á hjúkrunarheimilinu Eir síðar í dag. Deildin getur tekið á móti allt að tíu öldruðum einstaklingum sem eru með væg einkenni. Framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar segir að um sé að ræða nauðsynlegt úrræði sem muni meðal annars létta undir með Landspítala. 7.12.2021 12:18