„Það er ekkert hægt að vera að velta sér upp úr þessu alla daga“ Þrátt fyrir að vera að eigin sögn hlédrægur intróvert, er Svavar Pétur Eysteinsson einn vinsælasti listamaður landsins. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann sér árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við. 7.11.2021 19:58
Baldur varð manni að bana og gefur nú út bók: „Þetta er risastórt uppgjör“ „Ég var mikill ofbeldismaður og gerði mér ekki grein fyrir hversu hræðilegar afleiðingarnar af því gætu orðið.“ Þetta sagði Baldur Freyr Einarsson í þættinum Ísland í dag. 28.9.2021 14:31
Kvarta yfir „eitraðri framkomu“ stjórnenda Hugarafls Sex fyrrverandi skjólstæðingar grasrótarsamtakanna Hugarafls sendu nýverið greinargerðir á félagsmálaráðuneytið vegna starfs- og stjórnunarhátta samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum. Hópurinn segir framkomu stjórnenda samtakanna eitraða og hún lýsi sér meðal annars í einelti og ógnarstjórnun gegn almennum félagsmönnum. 20.9.2021 19:38
Var áður spéhrædd en selur nú klám á Onlyfans: „Leyfið okkur bara að lifa okkar brenglaða lífi“ „Okkur er bara alveg sama um skoðun annarra, hvað öðru fólki finnst,“ segir klámstjarnan Edda Lovísa Björgvinsdóttir aðspurð að því hvers vegna hennar kynslóð sé svona miklu djarfari en þær sem eldri eru. 14.9.2021 09:50
Draumaferill Atla Freys hjá Hugo Boss, Prada og Hermès „Þetta hafa ekki eingöngu verið kampavínsboð og tískusýningar,“ segir Atli Freyr Sævarsson um feril sinn innan tískubransans. 24.8.2021 13:48
Sögu B finnst að leyfa ætti strippstaði: „Losti selur“ Tónlistarkonan Saga B hefur komið eins og stormsveipur á svið íslenskrar tónlistar að undanförnu. Saga heitir réttu nafni Berglind Saga Bjarnadóttir og er 28 ára einstæð móðir frá Reykjavík. 17.8.2021 10:17
Hélt að hann myndi aldrei eignast kærustu „Fitukirtlarnir mínir virka ekki og það er ótrúlega mikil ofmyndun á húðfrumum í líkamanum þannig að þær safnast upp og detta ekki af eins og hjá öðrum,“ segir Arnar Kjartansson en hann þjáist af húðsjúkdómi sem kallast hreisturhúð. 11.8.2021 13:00
Fjárfesti fermingarpeningunum í listaverk og sér ekki eftir því í dag Sigurður Sævar Magnússon er myndlistarmaður og listaverkasafnari sem hlotið hefur mikla athygli fyrir bæði listaverk sín og framkomu. Þessi ungi maður er annálaður fagurkeri sem hefur komið sér upp veglegu safni verka eftir bæði núlifandi listamenn og eldri meistara listasögunnar. 24.6.2021 15:00
„Að vera í hljómsveit er eins og að vera í mjög eldfimu ástarsambandi“ „Þetta er búið að vera tvö til þrjú ár í fæðingu. Það er ekkert svona til og mér fannst þetta 100% vanta,“ segir Steinar Orri Fjeldsted, eða Steini í Quarashi eins og hann er oft nefndur. 16.6.2021 11:30
Eitt best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistar fannst á Ísafirði „Þetta er ótrúlega súrrealískt allt,“ segir Árný Margrét Sævarsdóttir, ung tónlistarkona frá Ísafirði sem er að fá ótrúleg viðbrögð við tónlistarflutningi sínum og frumsamdri tónlist. Hún er intróvert en segist vera að venjast athyglinni og þessu skemmtilega ævintýri. 1.6.2021 09:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent