Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skemmdir hafa komið í ljós í Reykjanesbæ að undanförnu sem urðu vegna heitavatnsleysis í febrúar. Í kvöldfréttatímanum verður rætt við pípara, sem segir þetta útbreytt vandamál. 31.3.2024 18:00
„Það er nóg búið að leggja á okkur fyrir“ Byggingatæknifræðingur úr Grindavík segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Hann segir tjónaskoðun ófullnægjandi og kallar eftir breytingum. 31.3.2024 13:59
Hádegisfréttir Bylgjunnar Útlit er fyrir að slokknað sé í syðsta gígnum í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina, þó ekki sé útilokað að hraun úr honum renni enn undir yfirborðinu. Ekki hefur dregið úr virkni gossins. Farið verður yfir stöðu mála á Reykjanesi í hádegisfréttum Bylgjunnar. 31.3.2024 11:42
Ekki sjálfsagt að Aldrei fór ég suður hafi lifað tvo áratugi Veðrið setti örlítið strik í reikninginn hjá tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður þegar útlit var fyrir að flugvél full af tónlistarmönnum gærkvöldsins kæmist ekki vestur. Rokkstjóri hátíðarinnar segir þetta einmitt í anda hátíðarinnar og bætir við að ekki sé sjálfsagt að frumkvöðlaverkefni sem þetta lifi í tuttugu ár. 31.3.2024 10:44
Minnst sjö drepin í sprengjuárás í Sýrlandi Minnst sjö voru drepin þegar sprengja sprakk í bíl á fjölmennum markaði í bænum Azaz í Aleppó-héraði í norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Nokkrir til viðbótar særðust í árásinni. Enn er óvitað hver ber ábyrgð á árásinni en svæðinu er stjórnað af tyrkneskum vígahópum sem berjast gegn Bashar Al-Assad forseta Sýrlands. 31.3.2024 10:17
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sérfræðingur í Evrópurétti telur að eftirlitsstofnun EFTA muni taka til skoðunar fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Slík skoðun gæti tekið langan tíma, en kaupin mættu ekki fara fram meðan á henni stæði. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 30.3.2024 18:01
Hádegisfréttir Bylgjunnar Markaðsstjóri Origo segir gagnrýni á enskunotkun í auglýsingu frá þeim kærkomna áminningu á að nota íslensku. Það geti verið erfitt þegar fólk er búið að venja sig á enskt heiti eða orð en fyrirtækið ætli að gera betur. Rætt verður við hann í hádegisfréttum á Bylgjunni. 30.3.2024 12:00
Krossfesting Jesú sett á svið í Filippseyjum Krossfesting Jesú var sett á svið á Filippseyjum í dag þegar fámennur hópur kaþólskra tilbiðjenda freistaði þess að upplifa síðustu stundir Krists. 29.3.2024 22:12
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nær allir sem hætta á þunglyndislyfjum upplifa mikil fráhvarfseinkenni samkvæmt nýrri breskri rannsókn. Þá var stór hluti þátttakenda enn með fráhvarfseinkenni eftir tvö ár og var vanlíðan meiri en fyrir notkun lyfjanna hjá mörgum. 29.3.2024 18:01
Hádegisfréttir Bylgjunnar Mikil aðsókn hefur verið í Neyðarskýli borgarinnar fyrir heimilislausa síðustu daga. Samningur við Samhjálp um dagdvöl fyrir heimilislausa rennur út um mánaðamót og óvissa hvort hann verði framlengdur. Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður rætt við sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um stöðu mála. 29.3.2024 11:33