Samningsviðræðum slitið og deilunni vísað til ríkissáttasemjara Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að kjaraviðræðum breiðfylkingar ASÍ við Samtök atvinnulífsins hafi verið slitið og deilunni verði nú vísað formlega til ríkissáttasemjara. Frost er komið í viðræðurnar. 24.1.2024 16:51
Fundu lungnaorm í innfluttum hundi Lungnaormur greindist í sýni úr hundi sem fluttur var til landsins frá Svíþjóð á síðasta ári. Engin snýkjudýr greindust í hundinum sem tekin voru á meðan hann var í einangrun. Ormurinn virðist ekki hafa smitast í önnur dýr á heimilinu. 24.1.2024 16:35
Óvenju margir dauðir auðnutittlingar Óvenju margar ábendingar hafa borist Matvælastofnun að undanförnu vegna dauðra auðnutittlinga. Ábendingarnar hafa borist af öllu landinu frá fólki sem reglulega gefur smáfuglum að éta. 24.1.2024 15:57
Grunar að palestínskur söngvari keppi í Söngvakeppninni Tónlistarkonuna Ágústu Evu Erlendsdóttur grunar að palestínskur tónlistarmaður taki þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Það sé ástæða þess að Ríkisútvarpið ætli ekki að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision fyrr en niðurstöður Söngvakeppninnar liggja fyrir. Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad hefur verið nefndur sem keppandi. 24.1.2024 13:55
Viðbrögð við Júró-útspili RÚV: „Galið“ að leggja ákvörðunina á sigurvegarann Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að bíða þar til eftir Söngvakeppni sjónvarpsins um að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision í Svíþjóð hefur fallið misvel í kramið hjá landsmönnum. Margir segja þetta útspil galið og vinsælla væri ef Söngvakeppnin væri haldin án möguleika á að fara til Svíþjóðar. 24.1.2024 11:12
Pallborðið í dag: Hvað heldur stjórnarflokkunum saman? Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn hafa nú verið saman í ríkisstjórn í 62 mánuði og farið að gæta spennu og þreytu í stjórnarsamstarfinu. Þrír stjórnarþingmenn mæta í Pallborðið klukkan 14 til að ræða stöðuna á stjórnarheimilinu við Heimi Má Pétursson fréttamann í beinni útsendingu. 24.1.2024 11:01
Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. 21.1.2024 23:45
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Inga Sæland formaður Flokks fólksins mun leggja fram vantrausttillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra á Alþingi í vikunni. Þing kemur saman á morgun eftir jólafrí. Rætt verður við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins um tillöguna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 21.1.2024 18:01
Hádegisfréttir Bylgjunnar Kona sem kært hefur mbl.is til siðanefndar Blaðamannélags Íslands vegna fréttar um meinta hatursorðræðu palestínskra mótmælenda segir alla mótmælendur liggja undir grun vegna framsetningar fréttarinnar. Rætt verður við hana í hádegisfréttum Bylgjunnar. 21.1.2024 11:30
Úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir tilefnislausa stunguárás Karlmaður á fimmtugsaldri, sem var handtekinn í gærmorgun grunaður um að hafa stungið karlmann á þrítugsaldri í vesturbæ Reykjavíkur í síðuna, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gærkvöldi. 21.1.2024 11:11