Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 12:31 Dagbjört Hákonardóttir þingkona Samfylkingarinnar er við kosningaeftirlit í Michigan í Bandaríkjunum. Michigan er eitt svokallaðra sveifluríkja. Vísir/Vilhelm Íslenskur þingmaður sem sinnir kosningaeftirliti vestanhafs mun heimsækja nokkra kjörstaði í dag og meðal annars fylgjast með að afhending kjörgagna fari rétt fram. Hún segir hlutverkið þó ekki síst að veita aðhald enda hafi skapast mikill styr um framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum. Hátt í hundrað milljón Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag en þegar hafa rúmar áttatíu milljónir greitt atkvæði utan kjörfundar. Dagbjört Hákonardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sinnir kosningaeftirliti í Michigan á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Hún, samferða um 150 öðrum þingmönnum aðildarríkja ÖSE, flaug til Bandaríkjanna á föstudag og mun í dag fara á nokra kjörstaði. „Ég er í Detroit í Michigan þar sem við höfum það hlutverk að mæta á svæðið þar sem kjörfundur fer af stað og fylgjast með því hvort ferlið fari fram með opnum og lýðræðislegum hætti,“ segir Dagbjört í samtali við fréttastofu. Þau muni velja sér nokkra kjörstaði til að heimsækja. Starfsmenn kjördeildar setja upp kosningabása í íþróttahúsi í MassachusettsAP/Mark Stockwell „Til að hafa eftirlit með til dæmis afhendingu kjörgagna, því vhort fólk hafi möguleika á að greiða atkvæði. Hvort það myndist óhóflega langar raðir, hvort aðstæður fólks sem vinnur á kjörstað séu tilhlýðilegar og hvort það vakni einhverjar deilur um ferlið í heild sinni.“ Hlutverk þeirra sé fyrst og fremst að fylgjast með og veita aðhald. „Það er ærin þörf, við höfum séð það í bandarískum stjórnmálaumræðum að það skapaðist mikill styr um gildi kosninganna hérna þegar þær fóru fram 2020,“ segir Dagbjört. Allt bendi til að deilur muni verða um niðurstöður þessara kosninga, enda eru bæði framboðin farin að undirbúa kærur vegna ýmissa atriða sem upp geta komið. „Trump elur mjög mikið á hræðslu, hann vill að fólk fari hrætt á kjörstað á meðan Kamala Harris hefur reynt að höfða til jákvæðari tóna. Svo er bara spurning hvað virkar betur.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum verða sögulegar sama hvernig fer að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Eftir erfiða síðustu viku sé staða Kamölu Harris orðin betri og þau Donald Trump nú hnífjöfn. 4. nóvember 2024 20:00 Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Allur viðbúnaður í Maricopa-sýslu í Arizona í Bandaríkjunum hefur verið aukinn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í dag, eftir ásakanir um kosningasvindl 2020. 5. nóvember 2024 11:07 Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem samkvæmt könnunum í það minnsta virðast ætla að verða á meðal þeirra mest spennandi í sögunni. Valið stendur á milli Demókratans Kamölu Harris og Repúblikanans Donalds Trump. 5. nóvember 2024 06:51 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira
Hátt í hundrað milljón Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag en þegar hafa rúmar áttatíu milljónir greitt atkvæði utan kjörfundar. Dagbjört Hákonardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sinnir kosningaeftirliti í Michigan á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Hún, samferða um 150 öðrum þingmönnum aðildarríkja ÖSE, flaug til Bandaríkjanna á föstudag og mun í dag fara á nokra kjörstaði. „Ég er í Detroit í Michigan þar sem við höfum það hlutverk að mæta á svæðið þar sem kjörfundur fer af stað og fylgjast með því hvort ferlið fari fram með opnum og lýðræðislegum hætti,“ segir Dagbjört í samtali við fréttastofu. Þau muni velja sér nokkra kjörstaði til að heimsækja. Starfsmenn kjördeildar setja upp kosningabása í íþróttahúsi í MassachusettsAP/Mark Stockwell „Til að hafa eftirlit með til dæmis afhendingu kjörgagna, því vhort fólk hafi möguleika á að greiða atkvæði. Hvort það myndist óhóflega langar raðir, hvort aðstæður fólks sem vinnur á kjörstað séu tilhlýðilegar og hvort það vakni einhverjar deilur um ferlið í heild sinni.“ Hlutverk þeirra sé fyrst og fremst að fylgjast með og veita aðhald. „Það er ærin þörf, við höfum séð það í bandarískum stjórnmálaumræðum að það skapaðist mikill styr um gildi kosninganna hérna þegar þær fóru fram 2020,“ segir Dagbjört. Allt bendi til að deilur muni verða um niðurstöður þessara kosninga, enda eru bæði framboðin farin að undirbúa kærur vegna ýmissa atriða sem upp geta komið. „Trump elur mjög mikið á hræðslu, hann vill að fólk fari hrætt á kjörstað á meðan Kamala Harris hefur reynt að höfða til jákvæðari tóna. Svo er bara spurning hvað virkar betur.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum verða sögulegar sama hvernig fer að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Eftir erfiða síðustu viku sé staða Kamölu Harris orðin betri og þau Donald Trump nú hnífjöfn. 4. nóvember 2024 20:00 Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Allur viðbúnaður í Maricopa-sýslu í Arizona í Bandaríkjunum hefur verið aukinn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í dag, eftir ásakanir um kosningasvindl 2020. 5. nóvember 2024 11:07 Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem samkvæmt könnunum í það minnsta virðast ætla að verða á meðal þeirra mest spennandi í sögunni. Valið stendur á milli Demókratans Kamölu Harris og Repúblikanans Donalds Trump. 5. nóvember 2024 06:51 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira
Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum verða sögulegar sama hvernig fer að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Eftir erfiða síðustu viku sé staða Kamölu Harris orðin betri og þau Donald Trump nú hnífjöfn. 4. nóvember 2024 20:00
Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Allur viðbúnaður í Maricopa-sýslu í Arizona í Bandaríkjunum hefur verið aukinn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í dag, eftir ásakanir um kosningasvindl 2020. 5. nóvember 2024 11:07
Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem samkvæmt könnunum í það minnsta virðast ætla að verða á meðal þeirra mest spennandi í sögunni. Valið stendur á milli Demókratans Kamölu Harris og Repúblikanans Donalds Trump. 5. nóvember 2024 06:51