Mótmælir stofnun Palestínuríkis að loknum átökum Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael segist hafa mótmælt því við Bandaríkin að Palestínuríki verði stofnað þegar átökunum á Gasaströndinni lýkur. Um 25 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir á Gasa frá því í október. 19.1.2024 06:27
Hella sér yfir Landsvirkjun vegna útboðs á vindmyllum Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælir harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu. Sveitarstjórnin segir að uppbyggingu vindmyllugarðs myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar. 18.1.2024 10:32
„Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komnir“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir íslenskt samfélag skulda Grindvíkingum það að rétta fram hjálparhönd og kaupi eignir þeirra. Grindvíkingar verði að fá stjórn á eigin lífi og svigrúm til að fóta sig. Það sé ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. 18.1.2024 09:57
Vill breyta lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti Þingflokksformaður Viðreisnar undirbýr nú tillögu að breytingu á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverkastarfsemi. Hún segir Ísland hafa gengið of langt í aðgerðunum og þær hafi oft áhrif á fólk, sem ætti ekki að vera á lista yfir fólk með stjórnmálaleg tengsl. 18.1.2024 08:42
Einu skrefi nær því að senda hælisleitendur til Rúanda Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er einu skrefi nær því að tryggja flutning hælisleitenda til Rúanda, á meðan þeir bíða efnislegrar meðferðar sinna mála í Bretlandi. Frumvarp þess efnis var samþykkt í neðri deild breska þingsins í gær eftir misheppnaða tilraun samflokksmanna Sunaks til uppreisnar. 18.1.2024 07:41
Kona sem var dæmd fyrir þungunarrof laus úr fangelsi Ungri konu frá El-Salvador hefur verið sleppt úr fangelsi eftir sjö ára vist en hún var sakfelld fyrir að hafa rofið þungun. Konan var dæmd í þrjátíu ára fangelsi árið 2015. 18.1.2024 07:04
Snjóþekja víða á suðvesturhorninu Snjóþekja er víða á vegum á suðvesturhorninu en verið er að vinna að því að moka. Gul viðvörun vegna snjókomu er enn í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. 18.1.2024 06:45
Pakistan svarar fyrir sig Pakistan svaraði eldflaugaárásum, sem Íran gerði á landið í fyrradag, í sömu mynt í gærkvöldi. Að sögn pakistanskra yfirvalda var spjótunum beint að hryðjuverkahópum, sem lægju í felum í héraðinu Sistan-o-Balochistan sem á landamæri að Pakistan. 18.1.2024 06:27
Meira en 90 prósent barnaníðsefnis tekið upp af börnunum sjálfum Meira en 90 prósent alls barnaníðsefnis sem finna má á internetinu er tekið af börnunum sjálfum. Börnin, sem eru neydd til að taka upp efnið, eru allt niður í þriggja ára gömul. 17.1.2024 10:56
Gular viðvaranir vegna snjókomu vestanlands á morgun Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir vestanvert landið. Viðvaranirnar verða í gildi frá miðnætti fram á miðjan dag á morgun, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. 17.1.2024 10:27