Páll skipstjóri hvergi nærri hættur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. október 2024 10:49 Páll Steingrímsson skipstjóri hjá Samherja hefur sakað blaðamenn um græsku. Málið var fellt niður í síðasta mánuði en hann undirbýr kæru til ríkissaksóknara. Vísir Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, er að leggja lokahönd á kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun til ríkissaksóknara. Þetta segir Eva í samtali við fréttastofu. Lögreglan tilkynnti 26. september síðastliðinn á Facebook-síðu sinni að rannsóknin hafi verið felld niður. Um er að ræða rannsókn sem staðið hefur yfir í rúm þrjú ár á meintri byrlun Páls, afritun upplýsinga af síma hans og dreifingu á kynferðislegu myndefni sem á símanum var. Málsaðilar hafa mánuð til að kæra niðurfellinguna til ríkissaksóknara. Sjö höfðu réttarstöðu sakbornings í málinu: Fyrrverandi eiginkona Páls og sex blaðamenn. Fram kom í Facebook-færslunni að fyrrverandi eiginkonan hafi játað að hafa byrlað Páli, stolið síma hans og afhent blaðamönnum. Málið væri hins vegar ekki líklegt til sakfellingar og því ákveðið að fella það niður. Þá segir í færslunni að framburður konunnar hafi verið stöðugur allan tímann um að hún hafi afhent fjölmiðlum símann. Skipaður lögmaður hennar, Hólmgeir Elías Flosason, sagði í samtali við Heimildina fyrr í þessum mánuði að þetta sé alrangt og han hafi upplýsingar undir höndum sem sýni að lögregla fari með ósannindi í færslunni. Eins vísar lögregla til þess ítrekað að rannsóknin hafi dregist á langinn vegna veikinda konunnar. Hólmgeir segir þetta tvískinnung, enda hafi hún í tvígang verið dregin fyrir dóm í aðalmeðferð af lögreglu. Um sé að ræða eftiráskýringar þar sem lögregla reyni að breiða yfir eigin klúður. „Lögreglan er að reyna að fegra sinn hlut og reyna að skýra þennan drátt með vísan til hennar veikinda,“ sagði hann. Byrlunar- og símastuldarmálið Lögreglumál Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglan Tengdar fréttir Lögmaður eiginkonunnar fyrrverandi segir lögreglu ljúga Lögmaður fyrrverandi eiginkonu Páls Steingrímssonar skipstjóra, sem var til rannsóknar grunuð um að hafa byrlað Páli, afritað upplýsingar á síma hans og dreift kynferðislegu efni, segir lögreglu hreinlega ljúga í Facebook-færslu um málið. Hann kallar eftir opinberri rannsókn á vinnubrögðum lögreglu í málinu. 3. október 2024 22:57 Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52 Samherjaskipstjórinn segir málinu ekki lokið Skipstjóri hjá Samherja segir að síðasta orðið hafi ekki verið sagt í máli sem varðar byrlun og stuldi á síma hans þrátt fyrir að lögreglan hafi fellt rannsókn á því niður. Hann sakar blaðamenn um blekkingar og að afvegaleiða rannsóknina. 26. september 2024 21:15 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Sjá meira
Þetta segir Eva í samtali við fréttastofu. Lögreglan tilkynnti 26. september síðastliðinn á Facebook-síðu sinni að rannsóknin hafi verið felld niður. Um er að ræða rannsókn sem staðið hefur yfir í rúm þrjú ár á meintri byrlun Páls, afritun upplýsinga af síma hans og dreifingu á kynferðislegu myndefni sem á símanum var. Málsaðilar hafa mánuð til að kæra niðurfellinguna til ríkissaksóknara. Sjö höfðu réttarstöðu sakbornings í málinu: Fyrrverandi eiginkona Páls og sex blaðamenn. Fram kom í Facebook-færslunni að fyrrverandi eiginkonan hafi játað að hafa byrlað Páli, stolið síma hans og afhent blaðamönnum. Málið væri hins vegar ekki líklegt til sakfellingar og því ákveðið að fella það niður. Þá segir í færslunni að framburður konunnar hafi verið stöðugur allan tímann um að hún hafi afhent fjölmiðlum símann. Skipaður lögmaður hennar, Hólmgeir Elías Flosason, sagði í samtali við Heimildina fyrr í þessum mánuði að þetta sé alrangt og han hafi upplýsingar undir höndum sem sýni að lögregla fari með ósannindi í færslunni. Eins vísar lögregla til þess ítrekað að rannsóknin hafi dregist á langinn vegna veikinda konunnar. Hólmgeir segir þetta tvískinnung, enda hafi hún í tvígang verið dregin fyrir dóm í aðalmeðferð af lögreglu. Um sé að ræða eftiráskýringar þar sem lögregla reyni að breiða yfir eigin klúður. „Lögreglan er að reyna að fegra sinn hlut og reyna að skýra þennan drátt með vísan til hennar veikinda,“ sagði hann.
Byrlunar- og símastuldarmálið Lögreglumál Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglan Tengdar fréttir Lögmaður eiginkonunnar fyrrverandi segir lögreglu ljúga Lögmaður fyrrverandi eiginkonu Páls Steingrímssonar skipstjóra, sem var til rannsóknar grunuð um að hafa byrlað Páli, afritað upplýsingar á síma hans og dreift kynferðislegu efni, segir lögreglu hreinlega ljúga í Facebook-færslu um málið. Hann kallar eftir opinberri rannsókn á vinnubrögðum lögreglu í málinu. 3. október 2024 22:57 Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52 Samherjaskipstjórinn segir málinu ekki lokið Skipstjóri hjá Samherja segir að síðasta orðið hafi ekki verið sagt í máli sem varðar byrlun og stuldi á síma hans þrátt fyrir að lögreglan hafi fellt rannsókn á því niður. Hann sakar blaðamenn um blekkingar og að afvegaleiða rannsóknina. 26. september 2024 21:15 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Sjá meira
Lögmaður eiginkonunnar fyrrverandi segir lögreglu ljúga Lögmaður fyrrverandi eiginkonu Páls Steingrímssonar skipstjóra, sem var til rannsóknar grunuð um að hafa byrlað Páli, afritað upplýsingar á síma hans og dreift kynferðislegu efni, segir lögreglu hreinlega ljúga í Facebook-færslu um málið. Hann kallar eftir opinberri rannsókn á vinnubrögðum lögreglu í málinu. 3. október 2024 22:57
Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52
Samherjaskipstjórinn segir málinu ekki lokið Skipstjóri hjá Samherja segir að síðasta orðið hafi ekki verið sagt í máli sem varðar byrlun og stuldi á síma hans þrátt fyrir að lögreglan hafi fellt rannsókn á því niður. Hann sakar blaðamenn um blekkingar og að afvegaleiða rannsóknina. 26. september 2024 21:15