Ákærður fyrir að hafa stungið mann ítrekað með skærum Á fimmtudaginn í næstu viku hefst aðalmeðferð í máli karlmanns, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, í Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi. Maðurinn er meðal annars sagður hafa stungið annan ítrekað í líkamann með skærum. 2.5.2023 13:21
Ákærður fyrir að hafa hvatt móður til að brjóta á barni sínu Fyrirtaka verður í Héraðsdómi Vesturlands 16. maí næstkomandi í máli karlmanns sem er ákærður fyrir að hafa hvatt móður til að brjóta kynferðislega á syni hennar og sýna ákærða það í gegnum farsíma. Maðurinn neitaði sök við þingfestingu málsins. 2.5.2023 11:11
Fundu sjö lík við leit að tveimur unglingum Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum fann líkamsleifar sjö í afskekktu húsi í gær. Lögreglan var að leita að tveimur unglingsstúlkum en talið er að þær séu meðal hinna látna. Þá er maðurinn sem talinn er hafa rænt þeim, og hefur nokkra kynferðisbrotadóma á bakinu, einnig talinn meðal látinna. 2.5.2023 10:38
Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1.5.2023 07:00
170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28.4.2023 14:26
Bara pláss fyrir eina konu og börnin hennar í kvennaathvarfinu á Akureyri Vegna fjárskorts mun kvennaathvarfið á Akureyri ekki geta tekið á móti fleiri en einni konu og börnum hennar í einu. Athvarfið var tilraunaverkefni til eins árs og hefur ekki tekist að tryggja fjármagn fyrir áframhaldandi óbreyttu starfi. 28.4.2023 14:17
Íslenskar og grænar lausnir kynntar Japönum Ísland mun ásamt Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð kynna grænar lausnir á heimssýningunni í Osaka í Japan árið 2025. Norðurlöndin sýna undir einum hatti á sýningunni. Búist er við að 28 milljónir manna muni heimsækja sýninguna. 28.4.2023 13:37
Ásgeiri brugðið þegar hann heyrði að Íslendingum hafi fjölgað um 3.000 á árinu Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra var brugðið þegar hann fékk að vita það á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun að Íslendingum hafi fjölgað um þrjú þúsund frá áramótum. 28.4.2023 11:59
Helga Jóna nýr verkefnisstjóri Sundabrautar Helga Jóna Jónasdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni. Hún mun vinna fyrir verkefnisstjórn um undirbúning Sundabrautar sem skipuð var af innviðaráðherra í fyrra. Hún mun einnig vinna í nánu samstarfi við höfuðborgarsvæðið og þróunarsvið Vegagerðarinnar. 28.4.2023 11:23
Bindur vonir við nýja forystu ASÍ Ásgeir Jónsson segist binda miklar vonir við að ný forysta ASÍ komi sambandinu á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði. Vinnumarkaðurinn þurfi að taka ábyrgð á sínum þætti í verðbólgunni og fara að grípa til aðgerða til að árangur náist í baráttu gegn henni. 28.4.2023 10:32