Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25.4.2023 13:38
Náttúrufræðingar hafa skrifað undir kjarasamning við borgina Félag íslenskra náttúrufræðinga, FÍN, skrifaði í gær undir tólf mánaða kjarasamning við Reykjavíkurborg. Atkvæðagreiðsla meðal náttúrufræðinga um samninginn hófst á hádegi í dag og lýkur klukkan tíu í fyrramálið. 25.4.2023 13:00
Hiti aftur farinn að aukast í bátnum Enn er nokkur hiti í netabátnum Grímsnesi GK-555 sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Slökkvilið er enn að störfum og verið að dæla töluverðum sjó í gegnum skipið til að kæla það. 25.4.2023 12:28
Gríðarlegur hiti og eldurinn erfiður viðureignar Gríðarlegur hiti og eldur var í Grímsnesi GK-555, netabáti sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Varaslökkviliðsstjóri segir eldinn hafa verið gríðarlega erfiðan við að etja. Þá hafi karlmaður sem lést í brunanum ekki verið með lífsmarki þegar slökkvilið náði að koma honum út úr skipinu. 25.4.2023 11:06
Skipstjórinn um brunann í Njarðvík: Hinn látni pólskur og hefði orðið fimmtugur á árinu Karlmaður sem lést í skipsbruna í Njarðvíkurhöfn í nótt var pólskur og hefði orðið fimmtugur á þessu ári. Hann lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Þetta segir Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjóri bátsins, í samtali við fréttastofu. 25.4.2023 10:07
Tólf barðir og brenndir til dauða fyrir allra augum Minnst tólf meintir glæpamenn voru barðir og brenndir til dauða fyrir allra augum og um miðjan dag í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Hálfgerð óöld og stjórnleysi ríkir í landinu og segja alþjóðastofnanir stutt í að mannúðarkrísa skapist. 25.4.2023 08:57
Backstreet kallarnir aldrei verið nánari og hlakka til að skoða Ísland Strákasveitin Backstreet Boys heldur tónleika í fyrsta sinn hér á landi á föstudag. Sveitin fagnaði þrjátíu ára afmæli 20. apríl. Einn meðlimur sveitarinnar segir þá aldrei hafa verið jafn góða vini og nú. 24.4.2023 07:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við afbrotafræðing, sem segir hugmyndafræði um að vopnaburður sé eðlilegur hafi náð fótfestu hjá hópum ungmenna hér á landi. Þörf sé á átaki til að bregðast við vandanum. 23.4.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjöldi fólks sótti bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem var stunginn til bana í Hafnarfirði á fimmtudagskvöld. Skipuleggjandi bænastundarinnar lýsti því í dag að fregnir af andláti mannsins hafi verið pólska samfélaginu á Íslandi mikið áfall. Við ræðum við Íslending af pólskum uppruna í kvöldfréttum Stöðvar 2. 22.4.2023 18:00
Hádegisfréttir Bylgjunnar Fjórir Íslendingar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til fimmtudags eftir að hafa verið handteknir í tengslum við andlát pólsks manns á þrítugsaldri við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði í fyrradag. Boðað hefur verið til bænastundar í Landakotskirkju klukkan 13 í dag til stuðnings vinum hans og vandamönnum. 22.4.2023 11:43
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti