Kvöldfréttir Stöðvar 2 Karlmaður á þrítugsaldri var stunginn til bana á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi. Fjórir voru handteknir í tengslum við árásina og allir sagðir á menntaskólaaldri. Við ræðum við Grím Grímsson, yfirlögregluþjón hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu, í beinni í kvöldfréttum. 21.4.2023 18:01
Samfylkingin komin í 26 prósent Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um tæp sextán prósentustig frá Alþingiskosningum í september 2021. Fylgi flokksins mælist nú 25,7 prósent, tæpum sjö prósentustigum meira en fylgi Sjálfstæðisflokksins. 21.4.2023 10:32
Fjárhagsáhyggjur stór þáttur í aukinni sókn í sjúkradagpeninga Sókn í sjúkrasjóð VR hefur aukist talsvert eftir að kórónuveirufaraldrinum lauk. Formaður VR segir þróunina svipaða hjá flestum stéttarfélögum og mega rekja til álags vegna fjárhagsáhyggja launþega. 18.4.2023 12:01
Handtekinn á heimili sínu og er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara Fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaganna hefur stefnt stofnuninni vegna vangoldinna launa og fríðinda eftir að honum var sagt upp störfum. Hann hafnar því að bera ábyrgð á kynbundnum launamismun sem stofnunin var dæmd fyrir á dögunum. 11.4.2023 20:37
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Icelandair hyggst skipta úr Boeing yfir í Airbus-flugvélar á næstu árum. Um er að ræða tímamót í íslenskri flugsögu. Allt frá því Flugélag Íslands fékk fyrstu Boeing þotuna til landsins árið 1967 hafa Icelandair og forverar þess aldrei keypt nýjar þotur frá öðrum framleiðanda en Boeing. 7.4.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Áhrif vandræða flugfélagsins Niceair á ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi eru ennþá óljós segir framkvæmdastjóri Skógarbaðanna í Eyjafirði. Flugið hafi verið lyftistöng fyrir samfélagið og brotthvarf þess séu mikil vonbrigði. 6.4.2023 18:00
Leigusalar nýti sér slæma stöðu fólks til að græða Ekki er leyfi fyrir búsetu í leiguherbergjum við Funahöfða í Reykjavík, þar sem eldur kom upp í gær. Borgarfulltrúi segir að verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða á þeim. Áratugur er síðan fjallað var um slæman aðbúnað í húsnæðinu. 5.4.2023 20:01
Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. 5.4.2023 12:31
Framtíð Sönnu Marin í embætti ræðst í kvöld Finnar gengu til kosninga í dag en samkvæmt fyrstu tölum leiðir Sambandsflokkurinn kapphlaupið með einu prósentustigi. Verði niðurstaða kosninga í takt við þetta mun Sanna Marin forsætisráðherra þurfa að láta af embætti. 2.4.2023 19:18
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Talsmaður leigubílstjóra segir að ný löggjöf um leigubíla muni auðvelda skipulagðri glæpastarfsemi að ná fótfestu á markaðnum. Hopp tilkynnti í gær að fyrirtækið hyggðist hefja innreið á markaðinn og að fyrstu Hopp leigubílarnir hefji keyrslu síðar í vor. Við skoðum málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 2.4.2023 18:14
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent