Hundruð þúsunda hafa lagt niður störf í dag Um hundrað þúsund opinberir starfsmenn á Bretlandi hafa lagt niður störf í dag, þar á meðal starfsmenn háskóla, kennarar og lestarstjórar. Þetta er fyrsta verkfallið sem farið er í á Bretlandi síðan 2016. Launafólk fer fram á launahækkanir til að bregðast við hækkandi verðlagi. 1.2.2023 15:01
Kynlífssvall og svefnleysi banar pokaköttum Niðurstöður nýrrar ástralskrar rannsóknar benda til að karlkyns pokakettir fórni svefni til að tryggja sér kynlíf og að þessi forgangsröðun spili stóran þátt í ótímabærum dauða þeirra. Rannsóknin bendir til að karldýrin ferðist langar vegalengdir í von um að finna kvendýr og sleppi því að sofa á meðan. 1.2.2023 13:37
Fær bætur eftir að hafa fræst á sér handlegginn Rafiðnaðarmaður, sem slasaðist illa þegar fræsari hrökk í handlegg hans við vinnu, fær greiddar bætur úr ábyrgðartryggingu Sjóvár. Sjóvá hafnaði ábyrgð og bar fyrir sig að um óhappaatvik hafi verið að ræða. 1.2.2023 12:54
Heldur Óskarstilnefningu þrátt fyrir óeðlileg afskipti Breska leikkonan Andrea Riseborough fær að halda tilnefningu sinni til Óskarsverðlauna þrátt fyrir að vísbendingar séu uppi um óeðlileg afskipti af tilnefningarferlinu. Riseborough er tilnefnd til verðlauna fyrir Besta leik í aðalhlutverki fyrir mynd sem vakti litla athygli þegar hún kom út. 1.2.2023 12:29
Spá að verðbólga hjaðni um tæp sjö prósent á næstu tveimur árum Verðbólga mun hjaðna úr þeim tæpum 10 prósent sem hún nemur núna niður í 2,8 prósent árið 2025 gangi ný Þjóðhagsspá Íslandsbanka eftir. Þá spáir greiningardeild bankans að atvinnuleysi muni standa í stað á árinu. 1.2.2023 10:03
Efling í leit að ófriði þegar friður er í boði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir allar aðgerðir Eflingar vera líkt og forystan sé á harðahlaupum undan félagsfólki sínu. Þá sé stéttarfélagið einungis að leita að ófriði þegar friður er í boði. Hann á von á því að félagsdómur dæmi SA í vil í máli samtakanna gegn Eflingu. 31.1.2023 18:23
Undrast að Efling beini spjótum bara að einu flutningafyrirtæki Forsvarsmenn Samskipa lýsa yfir furðu yfir því að Efling skuli aðeins beina verkfallsaðgerðum sínum að einu fyrirtæki á flutningamarkaði. Efling tilkynnti í morgun verkfallsboð hjá Samskipum í annarri lotu verkfallsboða. 31.1.2023 16:19
BÍ segir skilið við Alþjóðasamband blaðamanna Blaðamannafélag Íslands hefur tilkynnt úrsögn sína úr Alþjóðasambandi blaðamanna, IFJ. BÍ stígur þetta stóra skref á sama tíma og systurfélög þess í Noregi, Danmörku og Finnlandi. Svíar hafa þá úrsögn til skoðunar. 31.1.2023 15:41
Fimm til viðbótar reknir vegna dauða Nichols Tveimur lögreglumönnum, til viðbótar við þá fimm sem hafa þegar verið reknir, hefur verið sagt upp vegna dauða Tyre Nichols í Memphis í Bandaríkjunum. Þá hafa þrír sjúkraflutningamenn verið reknir fyrir að hafa ekki brugðist rétt við. 31.1.2023 14:36
Skoða hvers vegna farþegum var vísað út í óveðrið Farþegar Strætó, sem voru á ferð með leið 18 í átt að Spönginni í gærkvöldi, lentu í því leiðinlega atviki að vera vísað út úr vagninum við Ingunnarskóla í Grafarholti vegna ófærðar. Farþegunum var ekki boðið að fara með vagninum í skjól og þurftu þeir að fá aðstoð björgunarsveita til að komast leiðar sinnar. 31.1.2023 13:52
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent